Frjáls verslun - 01.10.1995, Blaðsíða 70
FOLK
GUNNAR V. BJARNASON,
VÉLUM OG ÞJÓNUSTU
Gunnar V. Bjarnason tók við starfi framkvæmdastjóra
Véla og þjónustu þegar íslenska umboðssalan keypti
fyrirtækið í mars sl.
Dmars sl. keypti ís-
lenska umboðssalan
hf. fyrirtækið Vélar
og þjónusta sem hefur verið
umfangsmikið í innflutningi
og þjónustu við vinnuvélar
og dráttarvélar í 20 ár. Mikil
lægð hefur verið í sölu slíkra
véla og telja margir að botn-
inum hafi verið náð árið
1994. Greinileg söluaukning
varð á dráttarvélum og lyft-
urum árið 1995 og meiri
bjartsýni ríkjandi hjá fólki,
— segir Gunnar V. Bjama-
son, framkvæmdastjóri
Véla og þjónustu.
Gunnar er 34 ára. Hann
lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykja-
vík 1981 og útskrifaðist sem
viðskiptafræðingur frá Há-
skóla íslands 1988. „ís-
lenska umboðssalan er fjöl-
skyldufyrirtæki en faðir
minn, Bjami V. Magnús-
son, er framkvæmdastjóri
þess. Að loknu námi kom ég
til starfa hjá fyrirtækinu og
stofnaði innflutningsdeild en
útflutningur á fiski var aðal-
verkefni þess áður. Við
fluttum inn lyftara og tæki
tengd þeim, svo og umbúð-
ir, hillukerfi og fleira fyrir
fiskiðnaðinn. Velta deildar-
innar var 230 til 240 milljónir
á sl. ári,“ segir Gunnar.
VELTAN AÐ AUKAST
Þegar Vélar og þjónusta
var keypt fór Gunnar þang-
að ásamt nokkrum öðrum úr
íslensku umboðssölunni.
Innflutningsdeildin fluttist
þá um leið en sala á litlum
bátum og Johnson utan-
borðsmótorum verður
áfram í húsnæði íslensku
umboðssölunnar við Selja-
veg.
„Síðan við komum inn í
rekstur fyrirtækisins hefur
aukning orðið á sölu í öllum
vöruflokkum og við erum
vonandi á réttri braut.
Breytingarnar koma smátt
og smátt en hér vinnur enn
kjarninn úr gamla fyrirtæk-
inu, þar á meðal fyrrverandi
eigendur. Við gerum ráð
fyrir því að velta fyrirtækis-
ins hafi aukist um 60%
þennan tíma. Helmingur
veltunnar tengist landbún-
aðinum og hinn helmingur-
inn verktökum og lyftara-
notendum. Undanfarin ár
hefur orðið samdráttur
bæði í landbúnaði og verk-
takastarfsemi og hefur það
að sjálfsögðu komið niður á
sölu tækja til þessara at-
vinnugreina. Sem dæmi get
ég nefnt að árið 1987 seldust
520 dráttarvélar á landinu
en aðeins 160 árið 1994.
Sama er að segja um lyftara.
Sala á þeim 1994 var aðeins
25% af venjulegri sölu, eða
70, en árið 1987 seldust 350
lyftarar á landinu," segir
Gunnar.
í HJÁLPARSVEIT SKÁTA
Eiginkona Gunnars er
María Elíasdóttir, tann-
læknir í Borgarkringlunni.
Þau eiga 11 ára dóttur og 6
ára son.
„Af félagsstörfum þer
starfið í skátahreyfingunni
hæst en ég hef verið skráð-
ur í Hjálparsveit skáta í 15
ár,“ segir Gunnar. „Fjöl-
skyldulífið helgast einnig
mikið af útiveru og ferðalög-
um. Við förum saman í
gönguferðir og ferðumst
innanlands og erlendis.
Nokkrum sinnum á ári fara
félagar úr hjálparsveitinni
saman í ferðir og við höfum
spilað saman fótbolta einu
sinni í viku í 15 ár. Ég hitti
líka annan hóp einu sinni í
viku á fótboltaæfingu.
Nokkrum sinnum á ári hitti
ég nokkra félaga úr við-
skiptafræðinni en annars
hefur mestur tími farið í
vinnuna hjá mér sl. ár,“ seg-
ir Gunnar.
70