Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1995, Qupperneq 70

Frjáls verslun - 01.10.1995, Qupperneq 70
FOLK GUNNAR V. BJARNASON, VÉLUM OG ÞJÓNUSTU Gunnar V. Bjarnason tók við starfi framkvæmdastjóra Véla og þjónustu þegar íslenska umboðssalan keypti fyrirtækið í mars sl. Dmars sl. keypti ís- lenska umboðssalan hf. fyrirtækið Vélar og þjónusta sem hefur verið umfangsmikið í innflutningi og þjónustu við vinnuvélar og dráttarvélar í 20 ár. Mikil lægð hefur verið í sölu slíkra véla og telja margir að botn- inum hafi verið náð árið 1994. Greinileg söluaukning varð á dráttarvélum og lyft- urum árið 1995 og meiri bjartsýni ríkjandi hjá fólki, — segir Gunnar V. Bjama- son, framkvæmdastjóri Véla og þjónustu. Gunnar er 34 ára. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1981 og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Há- skóla íslands 1988. „ís- lenska umboðssalan er fjöl- skyldufyrirtæki en faðir minn, Bjami V. Magnús- son, er framkvæmdastjóri þess. Að loknu námi kom ég til starfa hjá fyrirtækinu og stofnaði innflutningsdeild en útflutningur á fiski var aðal- verkefni þess áður. Við fluttum inn lyftara og tæki tengd þeim, svo og umbúð- ir, hillukerfi og fleira fyrir fiskiðnaðinn. Velta deildar- innar var 230 til 240 milljónir á sl. ári,“ segir Gunnar. VELTAN AÐ AUKAST Þegar Vélar og þjónusta var keypt fór Gunnar þang- að ásamt nokkrum öðrum úr íslensku umboðssölunni. Innflutningsdeildin fluttist þá um leið en sala á litlum bátum og Johnson utan- borðsmótorum verður áfram í húsnæði íslensku umboðssölunnar við Selja- veg. „Síðan við komum inn í rekstur fyrirtækisins hefur aukning orðið á sölu í öllum vöruflokkum og við erum vonandi á réttri braut. Breytingarnar koma smátt og smátt en hér vinnur enn kjarninn úr gamla fyrirtæk- inu, þar á meðal fyrrverandi eigendur. Við gerum ráð fyrir því að velta fyrirtækis- ins hafi aukist um 60% þennan tíma. Helmingur veltunnar tengist landbún- aðinum og hinn helmingur- inn verktökum og lyftara- notendum. Undanfarin ár hefur orðið samdráttur bæði í landbúnaði og verk- takastarfsemi og hefur það að sjálfsögðu komið niður á sölu tækja til þessara at- vinnugreina. Sem dæmi get ég nefnt að árið 1987 seldust 520 dráttarvélar á landinu en aðeins 160 árið 1994. Sama er að segja um lyftara. Sala á þeim 1994 var aðeins 25% af venjulegri sölu, eða 70, en árið 1987 seldust 350 lyftarar á landinu," segir Gunnar. í HJÁLPARSVEIT SKÁTA Eiginkona Gunnars er María Elíasdóttir, tann- læknir í Borgarkringlunni. Þau eiga 11 ára dóttur og 6 ára son. „Af félagsstörfum þer starfið í skátahreyfingunni hæst en ég hef verið skráð- ur í Hjálparsveit skáta í 15 ár,“ segir Gunnar. „Fjöl- skyldulífið helgast einnig mikið af útiveru og ferðalög- um. Við förum saman í gönguferðir og ferðumst innanlands og erlendis. Nokkrum sinnum á ári fara félagar úr hjálparsveitinni saman í ferðir og við höfum spilað saman fótbolta einu sinni í viku í 15 ár. Ég hitti líka annan hóp einu sinni í viku á fótboltaæfingu. Nokkrum sinnum á ári hitti ég nokkra félaga úr við- skiptafræðinni en annars hefur mestur tími farið í vinnuna hjá mér sl. ár,“ seg- ir Gunnar. 70
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.