Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1995, Blaðsíða 69

Frjáls verslun - 01.10.1995, Blaðsíða 69
FOLK SIGRÚN TRAUSTADÓTTIR, FLUGMÁLASTJÓRN Sigrún Traustadóttir, framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnsýsludeildar Flugmálastjórnar. □ lþjóðasamvinna og hátækni eru orð sem koma einna fyrst upp í hugann þegar landsmenn heyra nafnið Flugmálastjórn nefnt. Einmitt þessi tvö orð lýsa mjög vel umfangsmikilli starfsemi Flugmálastjórnar en stofnunin veltir um 1.6 miljarði króna á ári og hefur 230 starfsmenn í sinni þjón- ustu. Nú, á 50 ára afmæli Flugmálastjórnar, hefur fyrsta konan skipað sér í raðir æðstu stjórnenda í höfuðstöðvunum á Reykja- víkurflugvelli. Sú sem braut þetta blað í flugsögu íslands er 33 ára að aldri, Sigrún Traustadóttir viðskipta- fræðingur. Sigrún er fram- kvæmdastjóri fjármála- og stjórnsýsludeildar Flug- málastjórnar en deildin fer með fjármál og annast starfsmannahald. Undir stjórn Sigrúnar starfa tíu manns. Sigrún lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla íslands fyrir þrettán árum og út- skrifaðist síðan frá við- skiptafræðideild Háskóla ís- lands árið 1989. Að loknu stúdentsprófi starfaði Sig- rún í þrjú ár hjá Sláturfélagi Suðurlands, m.a. sem inn- heimtustjóri. Með við- skiptafræðiprófið í fartesk- inu lá leiðin í stól íjármála- stjóra hjá Vélum og þjónustu hf. Árin 1991-1994 var Sigrún fjármálastjóri hjá Hagvirki-Kletti. HLYNNT AUKNU SJÁLFSTÆÐI STOFNUNARINNAR „Rekstur Flugmála- stjórnar skiptist í sjö aðal- deildir með jafn marga fram- kvæmdastjóra en í grófum dráttum skiptist allur þessi TEXTI: ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR rekstur í þrjá þætti, þ.e. þjónustu, eftirlit og fram- kvæmdir. Meginmarkmið Flugmálastjórnar eru skýr og þeim má einnig skipta í þrennt. í fyrsta lagi, að stuðla að greiðum og hag- kvæmum samgöngum inn- anlands og milli landa í sam- ræmi við lög og reglugerðir um loftferðir. í öðru lagi, að treysta innviði flugsam- göngukerfisins og loks að stuðla að hagstæðu ytra umhverfi fyrir flugstarf- semi,“ segir Sigrún. Hún bætir því við að þeir fjár- munir, sem Flugmálastjórn- ar hafi úr að spila, séu tak- markaðir en þrátt fyrir það sé sífellt verið að gera meiri og meiri kröfur til stofnun- arinnar. Sigrún segir að það hafi verið viðbrigði að koma úr MYNDIR: BRAGI P. JÓSEFSSON einkageiranum til hins opin- bera. „Mér finnst mikil ábyrgð fylgja því að fara með fé skattborgaranna og mín hugmyndafræði er er sú að ef við náum að minnka útgjöldin í ríkisrekstrinum séu möguleikar á að lækka skatta," segir Sigrún. Hún segir tilraunir Friðriks Sophussonar fjármálaráð- herra um samningsstjómun mjög áhugaverðar. í þeim felst að ríkisstofnanir á borð við Flugmálastjórn geri samning við ráðuneyti um að skila ákveðnum verkefn- um og fá til þess tiltekið fjár- magn. „Þessar nýju hug- myndir ganga út á aukið sjálfstæði og ábyrgð okkar stjórnendanna og það er mjög í mínum anda. Núver- andi rekstrarfyrirkomulag finnst mér þungt í vöfum og ekki í samræmi við nútíma- stjórnunarhætti. “ FERÐALÖG 0G ÚTIVERA Þegar Sigrún er spurð um líf sitt fyrir utan vinnuna sagði hún að útivera og ferðalög væru efst á blaði. „Heilbrigð sál í hraustum kkama og að njóta lífsins eru eftirsóknarverð gæði fyrir hverja manneskju. Þannig reyni ég að komast í a.m.k. þrjár gönguferðir í viku árið um kring og á vetuma tek ég fram skíðin mín góðu. Andlega næringu fæ ég af ferðalögum til framandi landa og samveru með skemmtilegu fólki,“ segir hún. Félagsmál hafa togað í Sigrúnu. Á háskólaárum sínum tók hún virkan þátt í stúdentapólitíkinni, satm.a. í stúdentaráði fyrir Vöku og var varaformaður Sam- bands ungra sjálfstæðis- manna. Sem áhugamann- eskja um ferðalög á fjarlæg- ar slóðir hefur Sigrún unnið fyrir ASSE-skiptinemasam- tökin. Sigrún Traustadóttir seg- ir spennandi viðfangsefni framundan hjá Flugmála- stjórn og stofnunin eigi mikla framtíðarmöguleika. „Flugmálastjóm hefur kom- ið mér á óvart enda fmnst mér þar innanbúðar ekki ríkja þessi dæmigerði ríkis- stofnanabragur. Flugmála- stjóri, Þorgeir Pálsson, er öruggur og traustur stjórn- andi, framkvæmdastjóra- hópurinn samhentur og í rauninni valinn maður í hverju starfi. Stjómendur og starfsfólk hafa opnar og nútímalegar hugmyndir um stofnunina og framtíð henn- ar,“ segir Sigrún Trausta- dóttir að lokum. 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.