Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1995, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.10.1995, Blaðsíða 16
MAÐUR ARSINS Hrjáls verslun og Stöð 2 hafa út- nefnt Össur Kristinsson, stoðtækjafræðing og aðaleig- anda Össurar hf., mann ársins 1995 í íslensku viðskiptalífi. Hann hlýtur þennan heiður fyrir að flytja út ís- lenskt hugvit með framúrskarandi ár- angri. Frjáls verslun óskar honum, konu hans, Björgu Rafnar, fjölskyldu og starfsmönnum fyrirtækisins hjart- anlega til hamingju með titilinn. Össur hf. er orðið alþjóðlegt fyrir- tæki. Það á dótturfyrirtæki á þremur stöðum erlendis sem stofnuð hafa verið á tveimur árum; í Bandaríkjun- um, Bretlandi og Lúxemborg. Fyrir sex árum, árið 1989, flutti fyrirtækið út fyrir um 5 milljónir á ári. A þessu ári nemur útflutningurinn um 420 TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: BRAGI Þ.JÓSEFSSON milljónum. Það er hátt í hundraðföld aukning á aðeins sex árum. Ljóst er að veruleg aukning verður áfram í út- flutningi fyrirtækisins með frekari sókn þess víða um heim. Tölur um hagnað fyrirtækisins eru ekki opinberar, aðeins að fyrirtækið hafi skilað hagnaði og góðum árangri á undanförnum árum. Öllum hagnaði er haldið eftir inni í fyrirtækinu til að byggja það upp til frekari umsvifa og árangurs. Fyrir vikið hefur eiginfjár- hlutfallið rokið upp og er nú um 45%. Það segir þó fremur lítið. Söluverð fyrirtækisins væri himinhá upphæð væri það selt í heilu lagi erlendis en það stendur að sjálfsögðu ekki til. ÖSSUR HEFUR HAFNAÐ VIÐTÖLUM 0G FORÐAST SVIÐSUÓSIÐ Fyrirtækið Össur hf. hefur mjög verið í sviðsljósinu á undanfömum ár- um. Það er þekkt í viðskiptalífinu sem og á meðal þjóðarinnar almennt. Hið sama verður hins vegar ekki sagt um manninn á bak við fyrirtækið, sjálfan eigandann og frumkvöðulinn, Össur Kristinsson. Hann hefur hafnað við- tölum og forðast sviðsljós íslenskra fjölmiðla eins og heitan eldinn - og hefur tekist það. Langt er síðan að hann gerði þetta að sérstöku prin- sippi. Þess vegna er nafnið þekkt en sárafáir þekkja manninn í sjón. / # # Utnefning Frjálsrar verslunar og Stöðvar 2: Össur Kristinsson, stoðtækjafræðingur og aðaleigandi mynd er frá árinu 1992 þegar Össur hf. fékk útflutningsverðlaun forseta íslands. Með frú Vigdísi Finnbogadóttur á myndinni eru frá vinstri; móðir Össurar, Lilja Thoroddsen, Jónas heitinn Rafnar, þáverandi stjórnar- formaður fyrirtækisins, Tryggvi Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri, Berg- lind Rafnar, tengdamóðir Össurar, og dóttir hennar Kristín Rafnar, þáver- andi stjórnarmaður í fyrirtækinu. Þess má geta að tengdafaðir Össurar er Bjarni Rafnar læknir, bróðir Jónasar. ÖSSUR KRISTINSSON „Sú staðreynd að einfættur maður geti leikið knattspyrnu án þess að þjáifari liðsins viti um örkumlin fyrr en það óhapp vill til að fóturinn, sem sparkað var með, flýgur á eftir knettinum í markið segir meira en öll orð um eiginleika vara Össurar hf.“ — Brynjólfur Sigurðsson, þrófessor í markaðsfræðum. Það er því með mikilli ánægju sem Frjáls verslun kynnir manns ársins í íslensku viðskiptalífi, Össur Kristins- son, sem og langt viðtal við hann í þessu blaði. Það hljómar vissulega svolítið öfugsnúið en maður ársins í viðskiptalífinu segist alls ekki líta á sig sem bisnessmann heldur sérfræðing. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.