Frjáls verslun - 01.10.1995, Blaðsíða 41
Jóhannes Jónsson, Bónus: „Harðn-
andi samkeppni á matvörumarkaði
einkenndi árið 1995.“
niður á við. Neytendur eru orðnir
mun meira meðvitaðir um verð en
þeir voru fyrir sjö árum þegar Bónus
hóf starfsemi.
2. Ég sé ekki annað en að sam-
keppnin verði áfram hörð á næsta ári.
Með þessari miklu samkeppni höfum
við náð sambærilegu matvælaverði
og í nágrannalöndunum og jafnvel
lægra verði, þrátt fyrir flutnings-
kostnað til landsins. Við getum haldið
því áfram ef verðlag helst stöðugt en
ef kaupgjaldsmál fara úr böndum og
verðbólga eykst er hætta á ferðum.
Þá fara útflutningsatvinnuvegirnir úr
skorðum og hætta á gengisfellingu
vofir yfir,“ sagði Jóhannes í Bónus.
Bifreiðar:
JÚLÍUS VÍFILL
INGVARSSON,
INVGVARI HELGASYNI
1. Vonir stóðu til að árið 1995 yrði
betra í bílasölu en undanfarin ár, eftir
einhveija mestu kreppu sem gengið
hefur yfir þjóðina á þessari öld. Arið
stóð ekki nema að hluta undir þessum
væntingum þó að fréttir um álver hafi
haft í för með sér nokkurn sölukipp.
Það var þó alls ekki nóg til þess að
endumýja bflaflotann sem er farinn að
eldast mjög mikið og ganga úr sér.
Breytingar voru gerðar á reglum
um innflutning notaðra bfla þar sem
verð á tollum verður reiknað sam-
kvæmt reikningum. Mér finnst þetta
uggvænleg þróun en þama er um að
Júlíus Vífill Ingvarsson, Ingvari
Helgasyni: „Bjartsýnn á árið 1996
og tel að bílasala haldi áfram að auk-
ast.“
ræða sömu reglur og giltu fyrir
nokkrum árum. Árið 1987 var 25% af
bflainnflutningi notaðir bflar en var 5%
á sl. ári. Ég óttast að ekki verði alltaf
farið að settum reglum í þessum inn-
flutningi á notuðum bflum. Tollar á
bflum eru allt of háir og gætu því
margir freistast til að misnota þessar
reglur.
2. Ég er frekar bjartsýnn á árið
1996 og tel að bflasala komi til með að
aukast. Ég vona að efnahagslífið
batni, kaupmáttur aukist og að friður
haldist á vinnumarkaðnum. Notkun á
bflum hér á landi er mjög mikil og það
er ekki þjóðhagslega hagkvæmt að
bflaflotinn eldist eins og hann hefur
gert undanfarin ár. 1995 seldust um
sjö þúsund nýir bflar og ég vona að sú
tala verði um átta þúsund til átta þús-
und og fimm hundruð á næsta ári.
Sígandi lukka er best og ekki gott að
stökkið verði allt of mikið því bflaum-
boðin eiga mikið af notuðum bflum
sem myndu hrapa í verði ef nýir bflar
tækju of stóran kipp. Til þess að halda
við eðlilegri endurnýjun þyrfti hins
vegar að selja tíu- til ellefu þúsund bfla
á landinu,“ sagði Júlíus Vífill hjá Ingv-
ari Helgasyni.
Fiskvinnsla og útgerð:
BRYNJÓLFUR BJARNfl-
SON, FORSTJÓRI
GRflNDA
1. „Gífurlegar breytingar hafa átt
sér stað í sjávarútvegi á undanförnum
árum, aðallega vegna minnkandi afla-
Brynjólfur Bjarnason, Granda:
„Nokkrar vonir eru um að þorsk-
stofninn sé að ná sér á strik.“
heimilda. Á yfirstandandi ári fóru að
koma skýrar fram áhrif þessara
breytinga, m.a. með lögum um fisk-
veiðistjómun og ekki síður að mikil
breyting hefur orðið á þeim fyrirtækj-
um sem enn starfa í sjávarútvegi.
Hagræðing sú, sem átt hefur sér stað
á undanfömum árum, m.a. með sam-
einingu félaga, skilar vonandi traust-
ari fyrirtækjum í atvinnugreininni.
2. Nokkrar vonir em um að þorsk-
stofn sé að ná sér á strik en meiri
óvissa er um aðrar fisktegundir.
Horfur á mörkuðum eru ágætar. Ef-
laust verður sótt meira út fyrir 200
mflur sem fyrr,“ sagði Brynjólfur,
forstjóri Granda.
Hótel og veitingahús:
JÓNAS HVANNBERG,
HÓTEL SÖGU
Jónas Hvannberg, Hótel Sögu: „Ég
spái því að tekjulínuritið í ferða-
þjónustu verði ekki strik upp á við
árið 1996 heldur í besta falli lárétt
lína.“
41