Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1998, Side 22

Frjáls verslun - 01.02.1998, Side 22
örður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, er valdamesti ein- staklingurinn í íslensku við- skiptalífi, að mati Fijálsrar verslunar sem hefur valið 10 áhrifamestu menn- ina í viðskiptalífmu á Islandi. Áhrif í krafti fjármagns - og það að vilja hafa áhrif á gang mála - voru fyrst og fremst lögð til grundvallar við gerð listans. Næstu fjórir menn á listanum eru Benedikt Sveinsson, stjórnarformað- ur Sjóvá-Almennra, Geir Magnússon, forstjóri Olíufélagsins, Axel Gíslason, forstjóri VIS, og Indriði Pálsson, stjórnarformaður Eimskips og Skelj- ungs. Akveðið var að stjórnmálamenn kæmu ekki til greina á listann - en ef- laust kynnu margir að halda því fram að Davíð Oddsson forsætisráðherra væri áhrifamesti maðurinn í íslensku við- skiptalífi - svo mikil völd og áhrif hefur hann; ekki síst vegna þess að ríkið er ennþá afar virkur þátttakandi í atvinnu- lífinu - sérstaklega á fjármálamarkaðn- um. Þegar horft er yfir sviðið má halda því fram að völd og áhrif í ís- lensku viðskiptalífi snúist núna fyrst og fremst um kvótann og bankana. Sú skoðun er almennt ríkjandi innan viðskiptalífsins að þeir sem ráði yfir kvótanum í sjávarútvegi verði beinlínis ráðandi í íslensku viðskiptalífi - enda hefur það sýnt sig á undanförnum árum að þar hefur verið tekist á af krafti. Sú barátta hefur kristall- ast í kringum stóru sölufyrirtækin í sjávarútvegi; Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og íslenskar sjávarafúrðir. Þessar blokkir hafa barist - og sú barátta hefur ekki farið fram hjá neinum á undan- förnum árum. STRAUMAR 0G STEFNUR gert upp á milli þeirra Harðar og Bene- dikts. Einn forstjóri sagði einfaldlega þetta: Hörður er „doninn” í íslensku viðskiptalifi! SKOÐUN ALMENNINGS Fijáls verslun kannaði einnig skoð- un almennings á því hver væri áhrifa- mesti einstaklingurinn í viðskiptalífinu. Sú könnun var gerð í endaðan janúar - eða samhliða könnuninni um vinsæl- ustu fyrirtæki landsins. Um 240 manns, af þeim 496 sem tóku þátt í könnuninni, svöruðu spurningunni. Flestir nefndu þá Jóhannes Jónsson í Bónus og Hörð Sigurgestsson. Næstir komu þeir Jón Ólafsson, Skífunni, og Bjarna Armannsson, Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins. I þessari könnun vekur lík- legast mesta athygli að enginn nefndi forystumenn fyrirtækja samvinnu- hreyfingarinnar, eins og Axel Gíslason, forstjóra VIS, Geir Magnússon, for- stjóra Olíufélagsins, Benedikt Sveins- son, forstjóra Islenskra sjávarafurða, og Ólaf Ólafsson, forstjóra og einn helsta hluthafa Samskipa. MEIRA FRELSI - MINNIVÖLD A undanförnum árum hefur frelsi stóraukist í íslensku við- skiptalífi. Aukið frelsi dregur úr völdum og áhrifum bæði stjórn- málamanna og áhrifamanna í viðskiptalífi. Frelsið og samkeppnin í fyrirtækjum hérlendis birtist meðal annars í auknum fjölda útboða; fyrirtæki bjóða út viðskipti og skipta einfaldlega við þann sem býð- ur best hveiju sinni. Þetta þýðir að viðskipti geta færst á milli fyrir- tækja og fyrirtækjahópa í einu vetfangi. Aukin útboð sjást á sviði ol- íuviðskipta, fjármála, trygginga, sölumála og flutninga. Víkjum þá að tíu áhrifamestu mönnum í viðskiptalífinu. AHRIFAMESTUR! Listinn yfir áhrifamestu mennina í viðskiptalífinu er bæði gerð- ur í gamni og alvöru. Það er einu sinni þannig að mikil umræða er jafnan á milli fólks í viðskiptum um það hverjir séu áhrifamestir. Fólk veltir fyrir sér völdum og áhrifum manna - hvort sem það hef- ur einhvern tilgang í sjálfu sér eða ekki. Listinn gefur líka nokkra vísbendingu um tíðarandann í viðskiptalífinu - hvernig straumar og stefnur liggja hverju sinni. Einfaldlega vegna þess að til þess er horft hvernig þessir áhrifamestu menn viðskiptalífsins - sem og fyrirtæki þeirra - hreyfa sig í viðskiptum á markaðnum, eins og í fjárfestingum og markaðsmálum. Enda er það svo að flestir þeirra hafa komið við sögu - og látið til sín taka - í umfangsmestu viðskipt- unum með hlutabréf á undanförnum fimm til tiu árum. SKOÐUN NOKKURRA FRAMKVÆMDASTJÓRA Við gerð listans var haft samband við stjórnendur tíu fyrirtækja - á meðal þeirra hundrað stærstu í landinu - og voru þeir spurðir um áhrifamesta einstaklinginn í viðskiptalífinu. Niðurstaðan úr þeirri könnun er sú að allir nema einn nefndu Hörð Sigurgests- son sem þann áhrifamesta. Almennt var haft á orði að hann væri skörinni hærri en aðrir; hann væri einn í efsta þrepi - en næstur honum kæmi Benedikt Sveinsson, stjórnarformaður Sjóvá-Al- mennra. Sá, sem ekki setti Hörð í efsta sætið, sagðist ekki geta HÖRÐUR SIGURGESTSSON, EIMSKIP Áhrifamesti maður viðskiptalífsins, Hörður Sigurgestsson, 59 ára, hefur verið forstjóri Eimskips, frá árinu 1979 - eða í um nítján ár. Hann er viðskiptafræðingur að mennt og einn þriggja íslend- inga sem útskrifast hafa úr hinum þekkta Wharton háskóla í Bandaríkjunum. Hörður tók við Eimskip á fremur erfiðum tímum þess en rétti það fljótt við. Flestir eru á einu máli um að Hörður eigi mestan þátt í því að hafa gert Eimskip að því stórveldi sem það er í íslensku viðskiptalífi. Eimskip er verðmætasta fyrirtækið á Verðbréfaþingi - markaðsverðmæti þess eru tæpir 19 milljarðar króna. Þess má geta að bókfærður hlutur Eimskips í öðrum félög- um nemur um 3,8 milljörðum - en markaðsvirðið er 7,9 milljarðar. Völd Harðar teygja sig vítt og breitt um viðskiptalífið í gegnum víðtæk hlutabréfakaup Eimskips. Helsta eign Eimskips er 34% hlutur í Flugleiðum - en þar er Hörður stjórnarformaður. Þess má geta að fjárfestingarfélag Eimskips, Burðarás, keypti hlutabréf í Utgerðarfélagi Akureyringa, UA árið 1996 fyrir um 892 milljónir. Þar er Eimskip í blokk með SH og eru þessi fyrirtæki orðin ráð- andi í UA ásamt Hampiðjunni og Skeljungi. UA er stærsti hluthaf- inn í SH. 22

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.