Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1998, Side 24

Frjáls verslun - 01.02.1998, Side 24
FORSIÐUGREIN JÓN INGVARSSON, SH Jón Ingvarsson, stjórnarformaður SH, 55 ára, beitir sér mjög í þeirri baráttu sem SH hefur staðið í við íslenskar sjávarafurðir. Þessar tvær blokkir hafa tekist á af römmu afli undanfarin ár - og þar eru litlir kærleikar á milli. Þetta er baráttan um kvótann út frá kenningunni um að þeir sem ráði yfir kvótanum séu í lykilaðstöðu til að selja sjávarútvegsfyrirtækjum vöru og þjónustu. SH er afar öflugt fyrirtæki, stærsta fyrirtæki landsins miðað við veltu, - með afar umfangsmikla starfsemi erlendis. Þótt Jón sé lögfræðingur að mennt hefur hann fyrst og fremst unnið við sjávarútveg. Faðir hans stofnaði Isbjörninn og varð Jón framkvæmdastjóri hans árið 1973. ísbjörninn var sameinaður Bæj- arútgerð Reykjavíkur árið 1985 - og úr varð Grandi. Auk þess að sitja í stjórn Granda situr Jón í stjórn Eimskips og TM - svo og í stjórn dótturfélaga SH eriendis, eins og Coldwater í Bandaríkjunum. FRIÐRIK PÁLSSON, SH Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, 51 árs, myndar geysisterkt tvíeyki með Jóni Ingvarssyni, stjórnar- formanni SH. Friðrik er með mikla reynslu af sölumálum í sjávar- útvegi því áður en hann hóf störf sem forstjóri SH var hann for- stjóri SIF, Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, í sjö ár. Hér fer því maður sem verið hefur forystumaður Islendinga í sölu á fiski til útlanda í um tuttugu ár. F'riðrik er viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands. Sem forstjóri SH er Friðrik einn helsti hugmyndafræðingur SH í baráttunni við Islenskar sjávarafurðir. Frá árinu 1995 hefur sú barátta ekki síst snúist um að halda frystihúsum undir SH. Þannig myndaði SH til dæmis blokk með Eimskip árið 1997 til að kaupa í ÚA á Akureyri og ná yfirhöndinni þar - en ÚA er afgerandi stærsti eigandinn í SH. Fræg eru átökin um Vinnslustöðina í Vestmanna- eyjum haustið 1994. BENEDIKT SVEINSSON, ÍS Barátta tveggja stærstu blokkanna í íslensku viðskiptalífi, sem hafa á undanförnum árum einkum tekist á í sjávarútvegi, gera Benedikt Sveinsson, forstjóra Islenskra sjávarafurða, að einum áhrifamesta manni viðskiptalífsins. Hann er 46 ára. Eftir nám í Fiskvinnsluskólanum árið 1976 hóf hann störf hjá Sambandinu. Hann kom Iceland Seafood Ltd. í Bretlandi á laggirnar og var framkvæmdastjóri þess fyrirtækis ffá 1980 til 1991 er hann sneri heim og varð framkvæmdastjóri Islenskra sjávarafurða. Líkt og Friðrik Pálsson, forstjóri SH, hefur Benedikt verið í ffamvarða- sveit Islendinga í sölu á fiski tíl útlanda í nær tvo áratugi. Islenskar sjávarafurðir, undir forystu Benedikts, hleyptu nán- ast sprengju inn í helg vé fisksölumála haustið 1994 og keyptu meirihlutann í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum af Bjarna Sig- hvatssyni og nánustu skyldmennum hans. Við það fór Vinnslu- stöðin í viðskiptí við Islenskar sjávarafurðir. í átökunum um Vinnslustöðina kristallaðist vel hvaða fyrirtæki eru bakhjarlar IS í baráttunni; ESSO, VIS, Samvinnusjóður Islands og Samvinnulíf- eyrissjóðurinn komu tíl skjalanna. Þar vann þríeykið; Geir, Axel og Benedikt, vel saman að fléttunni. Geir Magnússon er núna stjórnarformaðurVinnslustöðvarinnar. SIGURÐUR GÍSLIPÁLMASON, HOFI Sigurður Gísli Pálmason, stjórnarformaður Hofs, eignarhalds- félags Hagkaupsfjölskyldunnar, er áhrifamestí maðurinn í íslensk- um verslunarrekstri. Hann er 43 ára og sonur Pálma heitíns Jóns- sonar, stofnanda Hagkaups. Hof kemur víða við sögu. Það á með- al annars Hagkaup, Miklagarð (Ikea), Kjötvinnsluna í Síðumúla, Þyrpingu (sem á fasteignir víða eins og í Kringlunni) og fjárfest- ingarfélagið Þor - sem meðal annars á helminginn í Bónus. Hag- kaup og Bónus standa síðan að innkaupafyrirtækinu Baugi. Þá er Hof í vatnsútflutningi; í gegnum Þórsbrunn. Þá kemur fyrirtækið við sögu í sölu á bensíni; í gegnum Orkuna. Þá má geta þess að fyrirtækið er á pizza-markaðnum en það stendur að Domino’s á ís- landi (í gegnum fyrirtækið Futura) ásamt Skúla Þorvaldssyni og fleirum. Domino’s á Islandi er með sérleyfi fyrir Domino’s á Norð- urlöndum og hefur fyrirtæki á þess vegum þegar hafið starfsemi í Kaupmannahöfn. Þræðir Sigurðar Gísla Pálmasonar liggja því víða í verslunarrekstri. Sigurður Gísli hefur haldið sig frekar tíl hlés í fjölmiðlum á undanförnum árum - hann er hins vegar öflugur baksviðsmaður og stjórnar veldi Hagkaupsfjölskyldunnar í gegnum Hof. Þess má geta að Hof hefur einnig komið við sögu í íslenskum útvarps- og sjónvarpsrekstri. Það áttí um tíma hlut í Islenska útvarpsfélaginu; myndaði þar blokk með fleiri fyrirtækjum. Ennfremur átti það um tíma i Samskipum en upp úr því samstarfi slitnaði og fyrirtækið seldi hlut sinn þar. KJARTAN GUNNARSSON, LANDSBANKA 0G VÍS Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, stjórnarmaður í Landsbankanum og stjórnarformaður Vátrygg- ingafélags Islands, VIS, er að matí blaðsins áhrifamestí maður í ís- lenskum bankaheimi um þessar mundir. Kjartan er 46 ára, lögfræðingur að mennt. Kjartan hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins frá ár- inu 1980 - eða í bráðum tuttugu ár. Fullyrt er við Frjálsa verslun að Kjartan sé í raun valdamestí maðurinn í Landsbankanum þótt hann gegni ekki lengur formennsku í bankaráði bankans. Kjartan situr hins vegar í bankaráðinu og er stjórn- arformaður VIS. Undir bankaráðsformennsku Kjartans keyptí Landsbankinn helminginn í VÍS og LÍFÍS á síðasta ári - eins og frægt er orðið - á 3,4 milljarða króna. Það eru stærstu einstöku viðskipti með hlutabréf í íslensku viðskiptalífi á undanförn- um árum!

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.