Frjáls verslun - 01.02.1998, Page 26
FORSIÐUGREIN
FORSENDUR VIÐ VALIÐ 1
Viö gerö listans voru áhrif manna í krafti fjármagns, eignatengsla og vilj-
ans til aö hafa áhrif á gang mála lögð til grundvallar; þ.e. vilja þeirra til aö
koma inn í hópa um verkefni og fjárfestingar á sem flestum sviðum atvinnu-
lífsins. Af þessu leiðir að sterkir athafna- og áhrifamenn í sínu fagi - sem sjald-
an líta út fyrir sína grein til fjárfestinga eöa til aö hafa áhrif - komu síður til
greina. Flestir hinna tíu á listanum hafa til dæmis komið við sögu í helstu fjár-
festingum og viðskiptum með hlutabréf í atvinnulífinu á undanförnum árum -
og verið þar áhrifavaldar. Til að meta áhrif þeirra mætti einnig snúa dæminu
við og segja sem svo; Setji þeir sig á móti málum á þeirra áhrifasvæði þá verð-
ur þeim málum ekki hrint í framkvæmd. Og þeir hafa sitt í gegn!
Þræðir þessara áhrifamanna liggja viða og áhrif þeirra eru því víðtæk. At-
hafnaþrá einkennir þessa menn. Þeir hafa gaman af framkvæmdum, fjárfest-
ingum og alþjóðavæðingu. Það er þeim fremur skemmtun en eitthvert „starf'
að sjá fyrirtæki vaxa og dafna - standa í ströngu. Það eru þessi áhrif í krafti
fjármagns og viljans til að hafa áhrif sem mestu réöu við gerð listans. Öfugt
við þessa menn eru þeir sem eru í valdastöðum en vilja ekki beita sér - hafa
ekki áhuga á því. Sitt er því hvað áhrifastaða og að hafa áhrif!
Ljóst er að komi til sölu Landsbankans á næstu misserum - en
meðal annars hefur komið fram vilji innan bankans um að reyna
samruna við Islandsbanka - mun mjög mæða á Kjartani og áhrifa
hans gæta í þeim efnum. Gleymi menn því ekki að Kjartan er ekki
aðeins fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Landsbankanum og fram-
kvæmdastjóri flokksins heldur er hann einn allra nánasti vinur
Davíðs Oddssonar forsætisráðherra.
ÝMSIR FLEIRI KOMU TIL GREINA
Við val okkar á tíu áhrifamestu mönnum viðskiptalífsins komu
ýmsir til greina. Víða eru miklir áhrifamenn í viðskiptum - og hafa
viljann til að beita áhrifum sínum. En það er eins og áður; margir
eru kallaðir en fáir útvaldir. Við nefnum hér nokkra sem komu til
skoðunar við gerð listans:
Valur Valsson, bankastjóri Islandsbanka, er orðinn mjög
áhrifamikill í bankaheiminum og kemur líklegast á eftir Kjartani
sem áhrifamesti einstaklingurinn á því sviði; Arni Vilhjálms-
son, prófessor og hluthafi í nokkrum af stórfyrirtækjum lands-
ins, eins og Granda, Hampiðjunni, Flugleiðum og Nýherja. Mik-
il virðing er borin fyrir Arna og mjög er til hans leitað og falast
eftir hans ráðum. Líklegast hefur enginn haft eins mikil áhrif á
kennslu í viðskiptadeildinni sl. 30 ár og Arni; Þorsteinn Már
Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja, hefur mjög látið til
sín taka. Fyrir utan að vinna vel að þeim fyrirtækjum sem eru
undir hatti Samherja situr hann í stjórn Samskipa og Olís; Ólaf-
ur Ólafsson, forstjóri og einn stærsti eigandi Samskipa, vinnur
mjög náið með þeim Geir Magnússyni, ESSO, Axel Gíslasyni,
VIS, og Benedikt Sveinssyni, Islenskum sjávarafurðum. Hann er
jafnvel talinn einn helstí hugmyndafræðingurinn í þessu fjór-
eyki; Jón Ólafsson, eigandi Skífunnar og stjórnarformaður ís-
lenska útvarpsfélagsins, hefur verið mjög áberandi í íslensku
viðskiptalífi og áhrif hans eru mikil í fjölmiðlaheiminum sem og
í heimi tónlistar og kvikmynda á Islandi; Sigurður Einarsson,
eigandi ísfélags Vestmannaeyja, er áhrifamaður í gegnum eign
sína í Isfélaginu og Tryggingamiðstöðinni. Einar Sveinsson,
hluthafi i Sjóvá-Almennum og annar tveggja forstjóra fýrirtækis-
ins, er mjög áhrifamikill og situr meðal annars í stjórn Islands-
banka. Einar er bróðir Benedikts Sveinssonar, stjórnarfor-
manns Sjóvá-Almennra; Ólafur B. Thors, hinn forstjóri Sjóvá-
Almennra, nýtur mikillar virðingar og er áhrifamikill í viðskipta-
lífinu; Gunnar Felixsson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar,
hefur verið mjög vaxandi áhrifamaður á síðustu árum; Kristján
Ragnarsson, formaður LIU, er af mörgum talinn áhrifamesti
maðurinn í íslenskum sjávarútvegi - en það er ekki okkar skoð-
un. Áhrif hans voru mikil, þegar fiskverð var háð tilskipunum en
Kristján hafði þar mikil áhrif; Sverrir Hermannsson og Björg-
vin Vilmundarson, bankastjórar Landsbankans, hafa undan-
farin ár verið mjög valdamiklir sem bankastjórar stærsta banka
landsins - en það er mat blaðsins að völd þeirra - og áhugi á að
hafa áhrif á gang mála - hafi dvínað; Kristinn Björnsson, for-
stjóri Skeljungs, er atkvæðamikill og situr í stjórn Eimskips;
Þorgeir Baldursson, forstjóri og einn aðaleigandi Prentsmiðj-
unnar Odda, langstærstu prentsmiðju landsins, hefur látið mjög
til sín taka á sviði prentunar á undanförnum árum og sömuleið-
is hefur Oddi verið í nokkrum Qárfestingarhópum, eins og í
Stöð 2 á sínum tíma; Skúli Þorvaldsson, Hótel Holti og Síld og
fiski, er afar duglegur athafnamaður og kemur t.d. að rekstri á
Arthur Treacher’s fiskveitingahúsakeðjunni í Bandaríkjunum;
Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitenda-
sambands Islands, og áhrifamaður í lífeyrissjóðakerfinu og for-
maður Landsímans; Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs
verslunarmanna, stærsta lífeyrissjóðsins - en Þorgeir situr með-
al annars í stjórn Flugleiða; og loks Jóhannes Jónsson í Bón-
us en hann er auðvitað afar áhrifamikill á matvörumarkaðnum
og hefur sýnt einstakan dugnað við rekstur fýrirtækisins - og
tekið þátt í fjárfestingum á öðrum sviðum, eins og á lyfjamark-
aði og í veitingahúsum; Kristján Lofifsson í Hval er stjórnar-
formaður Olíufélagsins og stjórnarmaður í Sjóvá-Almennum;
Baldur Guðlaugsson er lögmaður margra stórfýrirtækja, t.d.
Landsvirkjunar og situr m.a. í stjórn Eimskips.
FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA Á NETINU
WWWELKOMIN @SKIM A.IS
Vefstofan ^ ísgátt
Rekstur og hönnun
margmiðlunarefnis
fyrir Internetið.
hf. B j22Q^Q3BB • 10 5 R cy k j i; 5 11 7 0 00 ■ !•' £ : 511 7070 •
Internet-, fjarskipta- og
virðisaukaþjónusta fyrir
fyrirtæki og opinbera aðila.
26