Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1998, Qupperneq 26

Frjáls verslun - 01.02.1998, Qupperneq 26
FORSIÐUGREIN FORSENDUR VIÐ VALIÐ 1 Viö gerö listans voru áhrif manna í krafti fjármagns, eignatengsla og vilj- ans til aö hafa áhrif á gang mála lögð til grundvallar; þ.e. vilja þeirra til aö koma inn í hópa um verkefni og fjárfestingar á sem flestum sviðum atvinnu- lífsins. Af þessu leiðir að sterkir athafna- og áhrifamenn í sínu fagi - sem sjald- an líta út fyrir sína grein til fjárfestinga eöa til aö hafa áhrif - komu síður til greina. Flestir hinna tíu á listanum hafa til dæmis komið við sögu í helstu fjár- festingum og viðskiptum með hlutabréf í atvinnulífinu á undanförnum árum - og verið þar áhrifavaldar. Til að meta áhrif þeirra mætti einnig snúa dæminu við og segja sem svo; Setji þeir sig á móti málum á þeirra áhrifasvæði þá verð- ur þeim málum ekki hrint í framkvæmd. Og þeir hafa sitt í gegn! Þræðir þessara áhrifamanna liggja viða og áhrif þeirra eru því víðtæk. At- hafnaþrá einkennir þessa menn. Þeir hafa gaman af framkvæmdum, fjárfest- ingum og alþjóðavæðingu. Það er þeim fremur skemmtun en eitthvert „starf' að sjá fyrirtæki vaxa og dafna - standa í ströngu. Það eru þessi áhrif í krafti fjármagns og viljans til að hafa áhrif sem mestu réöu við gerð listans. Öfugt við þessa menn eru þeir sem eru í valdastöðum en vilja ekki beita sér - hafa ekki áhuga á því. Sitt er því hvað áhrifastaða og að hafa áhrif! Ljóst er að komi til sölu Landsbankans á næstu misserum - en meðal annars hefur komið fram vilji innan bankans um að reyna samruna við Islandsbanka - mun mjög mæða á Kjartani og áhrifa hans gæta í þeim efnum. Gleymi menn því ekki að Kjartan er ekki aðeins fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Landsbankanum og fram- kvæmdastjóri flokksins heldur er hann einn allra nánasti vinur Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. ÝMSIR FLEIRI KOMU TIL GREINA Við val okkar á tíu áhrifamestu mönnum viðskiptalífsins komu ýmsir til greina. Víða eru miklir áhrifamenn í viðskiptum - og hafa viljann til að beita áhrifum sínum. En það er eins og áður; margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Við nefnum hér nokkra sem komu til skoðunar við gerð listans: Valur Valsson, bankastjóri Islandsbanka, er orðinn mjög áhrifamikill í bankaheiminum og kemur líklegast á eftir Kjartani sem áhrifamesti einstaklingurinn á því sviði; Arni Vilhjálms- son, prófessor og hluthafi í nokkrum af stórfyrirtækjum lands- ins, eins og Granda, Hampiðjunni, Flugleiðum og Nýherja. Mik- il virðing er borin fyrir Arna og mjög er til hans leitað og falast eftir hans ráðum. Líklegast hefur enginn haft eins mikil áhrif á kennslu í viðskiptadeildinni sl. 30 ár og Arni; Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja, hefur mjög látið til sín taka. Fyrir utan að vinna vel að þeim fyrirtækjum sem eru undir hatti Samherja situr hann í stjórn Samskipa og Olís; Ólaf- ur Ólafsson, forstjóri og einn stærsti eigandi Samskipa, vinnur mjög náið með þeim Geir Magnússyni, ESSO, Axel Gíslasyni, VIS, og Benedikt Sveinssyni, Islenskum sjávarafurðum. Hann er jafnvel talinn einn helstí hugmyndafræðingurinn í þessu fjór- eyki; Jón Ólafsson, eigandi Skífunnar og stjórnarformaður ís- lenska útvarpsfélagsins, hefur verið mjög áberandi í íslensku viðskiptalífi og áhrif hans eru mikil í fjölmiðlaheiminum sem og í heimi tónlistar og kvikmynda á Islandi; Sigurður Einarsson, eigandi ísfélags Vestmannaeyja, er áhrifamaður í gegnum eign sína í Isfélaginu og Tryggingamiðstöðinni. Einar Sveinsson, hluthafi i Sjóvá-Almennum og annar tveggja forstjóra fýrirtækis- ins, er mjög áhrifamikill og situr meðal annars í stjórn Islands- banka. Einar er bróðir Benedikts Sveinssonar, stjórnarfor- manns Sjóvá-Almennra; Ólafur B. Thors, hinn forstjóri Sjóvá- Almennra, nýtur mikillar virðingar og er áhrifamikill í viðskipta- lífinu; Gunnar Felixsson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, hefur verið mjög vaxandi áhrifamaður á síðustu árum; Kristján Ragnarsson, formaður LIU, er af mörgum talinn áhrifamesti maðurinn í íslenskum sjávarútvegi - en það er ekki okkar skoð- un. Áhrif hans voru mikil, þegar fiskverð var háð tilskipunum en Kristján hafði þar mikil áhrif; Sverrir Hermannsson og Björg- vin Vilmundarson, bankastjórar Landsbankans, hafa undan- farin ár verið mjög valdamiklir sem bankastjórar stærsta banka landsins - en það er mat blaðsins að völd þeirra - og áhugi á að hafa áhrif á gang mála - hafi dvínað; Kristinn Björnsson, for- stjóri Skeljungs, er atkvæðamikill og situr í stjórn Eimskips; Þorgeir Baldursson, forstjóri og einn aðaleigandi Prentsmiðj- unnar Odda, langstærstu prentsmiðju landsins, hefur látið mjög til sín taka á sviði prentunar á undanförnum árum og sömuleið- is hefur Oddi verið í nokkrum Qárfestingarhópum, eins og í Stöð 2 á sínum tíma; Skúli Þorvaldsson, Hótel Holti og Síld og fiski, er afar duglegur athafnamaður og kemur t.d. að rekstri á Arthur Treacher’s fiskveitingahúsakeðjunni í Bandaríkjunum; Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands Islands, og áhrifamaður í lífeyrissjóðakerfinu og for- maður Landsímans; Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna, stærsta lífeyrissjóðsins - en Þorgeir situr með- al annars í stjórn Flugleiða; og loks Jóhannes Jónsson í Bón- us en hann er auðvitað afar áhrifamikill á matvörumarkaðnum og hefur sýnt einstakan dugnað við rekstur fýrirtækisins - og tekið þátt í fjárfestingum á öðrum sviðum, eins og á lyfjamark- aði og í veitingahúsum; Kristján Lofifsson í Hval er stjórnar- formaður Olíufélagsins og stjórnarmaður í Sjóvá-Almennum; Baldur Guðlaugsson er lögmaður margra stórfýrirtækja, t.d. Landsvirkjunar og situr m.a. í stjórn Eimskips. FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA Á NETINU WWWELKOMIN @SKIM A.IS Vefstofan ^ ísgátt Rekstur og hönnun margmiðlunarefnis fyrir Internetið. hf. B j22Q^Q3BB • 10 5 R cy k j i; 5 11 7 0 00 ■ !•' £ : 511 7070 • Internet-, fjarskipta- og virðisaukaþjónusta fyrir fyrirtæki og opinbera aðila. 26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.