Frjáls verslun - 01.02.1998, Side 33
STJÓRNMÁL
FRELSIHINNA FATÆKU
úsnæðismál á íslandi hafa lengi verið með undarlegum
hætti. Fram til þessa hefur allt skipulag miðast við, að
fólk þyrfti að sækja til skömmtunarstjóra, sem ýmist út-
hlutuðu lóðum eða íbúðum eftir einhverju kerfi, sem hafði það í
för með sér, að menn þurftu að krjúpa á knjánum til að fá úr-
lausn. Þeir, sem nú eru að kjósa í íyrsta skipti muna t.d. ekki
punktakerfið hjá vinstri flokkunum í Reykjavík, en skv. því áttu
menn að fara að safna punktum um fermingaraldur og vera að
því fram á giftingarár, en þá áttu menn kannski að fá lóð. Af
hverju? Vegna þess, að það vantaði lóðir.
Þegar Davíð Oddsson varð borgarstjóri, var þetta kerfi
afnumið með þeim einfalda hætti, að borgin gekk frá nógu
mörgum byggingarhæfum lóðum til þess að mæta eftirspurn-
inni. Síðan hafa ekki birtzt í blöðum listar um þá, sem fengu lóð.
Lengi vel voru lán úr Byggingarsjóði ríkisins aðeins veitt til
nýbygginga. Bæði verktakar og verkalýðsfélög stóðu vörð um
þetta skipulag til þess að tryggja áframhald-
andi byggingarstarfsemi í landinu. Meiðingi
varð sú, að ungt fólk gat ekki keypt sér íbúð
í gömlum hverfum, og mjög mikil aldurs-
skipting var milli hverfa. Að lokum sáu
menn, að þetta gekk ekki upp, og þá fengust
fyrst lán til kaupa á eldra húsnæði. Sá maður
væri álitinn bilaður, sem héldi fram gamla
kerfinu í dag.
Héðinn Valdimarsson átti frumkvæði að
því að byggja verkamannabústaði á íslandi.
Kratar settu bráðabirgðalög til þess að koma
honum út úr stjórn verkamannabústaðanna,
en þá kusu íbúarnir sjálfir stjórnina. I stað-
inn var komið á stjórnum verkamannabú-
staða, sem eru kosnar af öðrum en þeim,
sem búa í húsunum. Lengi vel hefur tíðkast
sú regla, að fólk, sem kaupir verkamannabú-
stað, þarf að sæta þvi, að verðlag á þessum
húsum er ekki i neinum takt við raunveru-
leikann. Fólk, sem verður að selja þessar
íbúðir sínar áður en skyldutiminn er liðinn,
tapar ævinlega stórfé, og það er í raun í átt-
hagaijötrum. Og því sterkari voru ijötrarnir,
sem fólkið var fátækara.
A torgum hreyktu hins vegar „vinir fá-
tæka fólksins” sér, og vörðu þetta kerfi með
kjafti og klóm.
Þar sem fátækt fólk hefur hingað til ekki
getað flúið annað en til Reykjavíkur, gefur
auga leið, að oít var húsnæðisekla í Reykja-
vík. Það hafði það einfaldlega í för með sér, að leiguhúsnæði
hækkaði í verði. Að sjálfsögðu reyndu „vinir fátæka fólksins” að
koma í veg fyrir hækkun leiguhúsnæðis með handafli, og var ár-
angurinn eftir því. Leiga er enn há í Reykjavík og raunar svo há,
að fólk getur ijármagnað íbúðarkaup með því að leigja íbúðina
út. Eg held að ástæðan sé einfaldlega sú, að stjórnvöld hafa ver-
ið andsnúinn því, að menn byggðu hús til útleigu. Vitað er, að
þeir einstaklingar, sem hafa gert slíkt, hafa yfirleitt leigt íbúðir
sínar á sanngjörnu verði. Og það sem skiptir mestu: fólk hefur
getað verið þar í friði án ótta um, að því verði sagt upp. Ef for-
ustumenn ASÍ og BSRB hafa áhuga á að lækka húsaleigu, ættu
þeir að beita sér fyrir því, að lífeyrissjóðir félaganna lánuðu til
byggingar leiguíbúða. Slíkt myndi skila skjótum og góðum ár-
angri.
I mörg ár hafa menn viljað endurskoða húsnæðislöggjöfina.
Það hefur ætíð verið erfitt, því að varðhundar kerfisins, - Alþýðu-
flokksmenn og Alþýðubandalagsmenn
hafa verið með stöðvunarvald í öllum ríkis-
stjórnum á íslandi frá árinu 1978. Það er
því vissulega fagnaðarefiii, að Páll Péturs-
son, félagsmálaráðherra skuli nú leggja
fram tillögur, sem gjörbylta kerfinu. Og
það sem er gleðilegast er, að frumvarpið er
allt í frjálsræðisátt. Öll hinn hrikalega mið-
stýring húsnæðislánakerfisins er afnumin.
Fátæka fólkið þarf ekki lengur að sæta því,
að fá aðeins að kaupa íbúðir á vissum stöð-
um, heldur fær að ráða því sjálft, hvar
keypt er. ASÍ og BSRB fá ekki að ráðskast
með félaga sína, heldur eru menn lausir
við afskipti þessara manna.
Vitanlega hafa „vinir fátæka mannsins”
rekið upp öskur og reynt að gera það tor-
tryggilegt, að Páll telji, að fátækir menn
kunni einnig forráð fótum sínum. Jóhanna
Sigurðardóttir varð raunar hlægileg með
spásögn sinni um 600 ijölskyldur á göt-
unni, - spásögn um að hér yrði álíka ástand
og í Sómalíu eða Bosníu. Svona yfirlýsing-
ar eru einn eitt dæmið um, að tími hennar
sé liðinn í íslenzkum stjórnmálum.
Þegar Páll Pétursson knúði fram frv.
sitt um vinnulöggjöfina, sýndi hann, að
hann hefur pólitískan kjark. Nú sýnir
hann, að skoðanir hans eru skoðanir frjáls-
lynds manns, sem hefúr frelsi einstak-
lingsins að leiðarljósi. SD
„VINIR FÁTÆKA MANNSINS"
Vitanlega hafa „vinir fátæka mannsins” rekiö upp öskur og reynt aö gera það tortryggilegt, að Páll Pétursson telji, aö fátækir
menn kunni einnig forráö fótum sínum. Frumvarp hans er allt í frjálsræðisátt!
33