Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1998, Page 35

Frjáls verslun - 01.02.1998, Page 35
SKYNDIBITAMARKAÐURINN Neyslukönnun 1997 vísindastofrmnar frá árinu 1997 þar sem spurt var um neyslu á skyndiréttum og til- búnum réttum getur þó gefið ákveðna vis- bendingu. Notaðar voru til viðmiðunar niðurstöður úr spurningunni „Hversu oft borðar þú skyndi- rétti?”. Þótt spurningin mæli ekki neyslu í krónum og magni má finna heildar- fjölda máltíða og þannig áætla stærð og veltu markaðarins að gefnum ákveðnum forsendum um inannfiölda og verð hvers réttar. Til viðbótar var einnig spurt almennt um neyslu nokkurra vörumerkja sem flokkast sem tilbúnir réttir, eins og t.d. 1944, Ömmupizzur, Findus og Pizzaland. Sú könnun ætti því að gefa raunhæfa mynd af stærð þess markaðar sem hér er fjallað um, þ.e. markaðar fyrir rétti sem seldir eru í matvöruverslunum, ýmist kældir eða frosnir. Samkvæmt niðurstöðunum er heildar- fjöldi málfi'ða um 7,1 milljón miðað við að neysla þeirra, sem þátt tóku í könnuninni, endurspegli neyslu allra annarra lands- manna. Það þýðir að heildarveltan sé rúm- lega 2,1 milljarður króna, ef miðað er við RETTUM Ætla má að á síóasta 2 milljaröa króna. að hver réttur kosti um 300 krónur. Hvað snertir neyslu einstakra rétta sögðust 23% þeirra, sem neyta skyndirétta, oftast kjósa 1944 réttina. Aðrar tegundir voru hins veg- ar með mun lægra hlutfall. Þó ber að hafa í huga þegar tölur úr þessari könnun eru skoðaðar að þær geta einnig innihaldið neyslu annarra rétta, t.d. þeirra sem neytt er á skyndibitastöðum því það getur jú ver- ið misjafnt hvaða merkingu fólk leggur í orðið „skyndiréttur”. En hvað er það sem veldur þessari auknu eftirspurn og stækkun markaðar- ins? Hvers vegna kýs fólk i ríkari mæli að spara sér tíma og fýrirhöfn sem fýlgir matreiðslu með því að kaupa tilbúna rétti? Engin ein skýring er algild í þessu sambandi. Almennt er talið að or- sakirnar séu fyrst og fremst fólgnar í ýmsum þjóðfélags- breytingum og öðruvísi neysluvenjum. Meðalfjöl- skyldan hefur minnkað og fleiri kjósa að búa einir. Auk- in atvinnuþátttaka kvenna hefur orsakað að minni tími gefst til að sinna matseld, jafnframt því sem ráðstöfunartekjur heim- ilanna hafa aukist sem gerir fólki frekar kleift að kaupa meira af unnum matvælum. Loks eru örbylgjuofnar orðnir mun al- gengari en áður. Reyndar er engin önnur þjóð í heimin- um sem slær Islendinga út í örbylgjuofna- eign en samkvæmt neyslukönnun Hagstof- unnar frá árinu 1995 kemur fram að ör- bylgjuofnar eru til á um 64% íslenskra heimila. I sambærilegri könnun tíu árum áður var sama hlutíall rúmlega 12%. Eitt atriði til viðbótar er sérstaklega talið hafa haft áhrif á neyslu tilbúinna rétta en það er sú staðreynd að meðalaldur Is- lendinga, sem og annarra vestrænna þjóða, er að hækka en neyslukannanir hér- lendis hafa sýnt að tilbúnir réttir eru sífellt að verða vinsælli hjá eldri aldurshópum. Ymsar aðrar breytingar á mörkuðum hafa mikil áhrif á ffamleiðslu matvæla. Til dæmis eru neytendur orðnir meðvitaðri um hollustu og gæði matvæla, jafnframt því sem þær raddir verða sífellt háværari sem krefjast þess að framleiðslan fari fram á umhverfisvænan máta. Þá eru sérein- kenni í matarvenjum að minnka og fram- boð matvæla sem eiga sér fýrirmynd í mat- arvenjum framandi þjóða að aukast. Loks eru áhrif smásala á framleiðsluna sífellt að aukast. En hvaða áhrif hafa þessar breytingar á íslenskan markað fyrir tilbúna rétti? Hafa þær t.d. komið fram í breyttu vörufram- boði? Könnun, sem greinarhöfundur gerði á nokkrum fýrirtækjum sem framleiða og selja tilbúna rétti á Islandi, leiddi i ljós að forsvarsmenn þeirra eru mjög meðvitaðir um þá þró- un sem hér hefur verið rakin. Það er hins vegar misjafnt hvernig fýrirtækin hafa brugðist við þessum breyt- ingum að þvf er snertir vöru- framboð og áherslur í mark- aðsmálum. Rétt er að taka fram að fyrirtæki í þessum geira hérlendis eru mjög misjafnlega stödd hvað varð- ar fjármagn til vöruþróunar og markaðssetningar. Það, sem helst aðgreinir fyrirtækin, er stærð þeirra. Hjá stærri fyr- irtækjum er framleiðsla tilbúinna rétta að- eins hluti af heildarstarfseminni, aðalá- herslan er ennþá fólgin í framleiðslu minna unninna matvæla. Hér er átt við fýrirtæki eins og Sláturfélag Suðurlands og Kjötum- boðið auk nokkurra stórra frystihúsa, eins og t.d. Vinnslustöðvarinnar f Vestmanna- eyjum, sem hafa á síðustu árum sett á markað hér á landi fullunnar fiskafurðir í neytendaumbúðum. Flest þessara fyrirtækja eru gömul og rótgróin í íslensku atvinnulífi og hafa því yfir að ráða starfsfólki með mikla reynslu og fagþekkingu á sínu sviði. Möguleikar þeirra í tengslum við vöruþróun og mark- aðssetningu eru því mun meiri en smærri fýrirtækjanna. Minni fýrirtækin hafa flest aðeins starfað í fáein ár og er starfsmanna- fjöldi þeirra yfirleitt á bilinu 5-10 manns. Það, sem einkennir þau, er sérhæfing í vöruframboði en þau sinna nær eingöngu framleiðslu á tilbúnum réttum. Staða þeirra flestra er því gjörólík þeim stærri að því er snertir reynslu á markaði, fagþekk- ingu og fjárhagsstöðu. Það, sem reyndar fyrst og fremst háir þeim, er skortur á þessu þrennu lil að geta þróað og sett á markað tilbúnar vörur. Urræði þeirra hafa verið fólgin í að leita aðstoðar hjá opinber- um aðilum, eins og t.d. Iðntæknistofnun, og hjá hinum ýmsu sjóðum í sambandi við faglega ráðgjöf og fjármögnun. Ef skoðaðar eru þær breytingar sem orðið hafa á neytendamörkuðum og hvern- ig íslenskir framleiðendur hafa brugðist við þeim kemur ýmislegt athyglisvert í Réttir sem spurt var um í könnuninni. 1944 Ömmupizzur Borgarnespizzur Daloon Bónuspizzur Hagkaupspizzur Findus Pizzaland Linda McCartney Goði Prakkarapizzur Heimild: Félagsyísindastofnun Háskóla íslands RÉTTUR ER SETTUR! í neyslukönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla íslands á síðasta ári var spurt um 11 rétti - en Askur víðförli var þar ekki á meðal því hann kom ekki á markað fyrr en sl. vor. Út frá könnuninni má ætla að 7,1 milljón tilbúinna rétta - að söluverðmæti 2,1 milljarður króna - seljist í matvöruverslunum á ári! 35

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.