Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1998, Page 40

Frjáls verslun - 01.02.1998, Page 40
NÆRMYND Kristín byrjar daginn á Iíkamsrækt hjá Lindu P. og endar úrvinda heima á Leifsgötunni undir miðnættið. Hún gefúr sér samt tíma tíl að fylgjast með í faginu og fletta myndabókum. Samband Kristínar við móður sína er sér- stakur kapítuli en þær eru afar góðar vin- konur, fara saman í bíó reglulega, fara saman í helgarferðir til útlanda og fleira. Kristín hefur mikinn áhuga á ljós- myndun og hefur alla tíð tekið mikið af myndum af verkefnum, sem hún hefur unnið, og á mikið safn mynda. Auk þess tekur hún myndir á gönguferðum sér til heilsubótar sem hún fer í þegar færi gefst. Kristín mun hafa haft nokkurn áhuga á því að læra ljósmyndun ef tæki- færi hefðu verið til þess og auðvitað ekki útilokað að hún hrindi þeim áformum ung kona, var diskótónlist allsráðandi og fatatíska þessa tíma setti mikinn svip á bæinn. Hollywood, Óðal og Broadway voru helstu skemmtistaðir bæjarins og þar stigu menn og konur „bump“ dansa við tónlist úr kvikmyndum eins og Grease og Saturday Night Fever, Duran Duran, Wham og Gleðibankinn eru allt nöfn sem hreyfa við minningunum. Strákarnir voru með sítt að aftan og notuðu snyrtivörur á tyllidögum og stelpurnar voru í glansgöllum og galla- buxum sem voru svo þröngar að þær urðu að leggjast á gólfið til þess að renna upp. Þetta voru árin þegar HLH flokkur- inn var það allra fínasta, Utangarðs- menn með Bubba Morthens voru sann- arlega utan garðs og Maggi „fíni“ Krist- jánsson var skemmtanastjóri í Hollywood. BARBIEKLÚBBURINN OG BJUTÍBOLLURNAR Á þessum árum var Kristín félagi í Barbieklúbbnum sem var nokkurs kon- ar saumaklúbbur ungra stúlkna sem áttu það sameiginlegt að lifa og hrærast í snyrtivörubransanum og tolla í tísk- unni. Stúlkurnar í Barbieklúbbnum klæddu sig stundum upp á í síðkjóla og skart og settu svip á bæinn og skemmt- analífið hvar sem þær fóru. Klúbburinn liðaðist í sundur þegar meirihlutí félag- anna sneri sér að barneignum og Ijöl- skyldustússi í staðinn fyrir útstáelsi og glaum. Upp úr þessum klúbb var hinsvegar stofnaður annar sauma- og skemmti- klúbbur sem starfar blómlega í dag og STEFNUFESTA OG EINBEITNI Vinkonur Kristínar segja að hún sé gríðarlega stefnuföst og einbeitt og þeg- ar hún hafi bitið eitthvað í sig verði henni ekki haggað. Hún sé mjög áhuga- söm um flest, sem vinir hennar taka sér fyrir hendur, og allt að því ráðn'k. Sum- um finnst nóg um athafnasemi hennar og finnst hún vera ofvirk eða eitthvað í þá áttina. Hún sé jaíhframt afskaplega opin, glaðlynd, jákvæð og umhyggju- söm um vini sína og látí sér annt um að rækta samband við þá. Hún eigi afar auðvelt með að umgangast fólk og mynda tengsl við það, eins og sé ákaf- lega mikilvægt í starfi eins og þessu. Kristín sé fljóthuga og stundum gæti óþolinmæði í fari hennar en hún sé samt góður kennari sem eigi auðvelt með að miðla þekkingu sinni til fólks. Kristín og Halldór völdu sér sjálf það hlutskipti að eignast ekki börn og létu engan bilbug á sér finna þótt athuga- semdir og fyrirspurnir ífá ættingjum og vinum dyndu á þeim en slíkan þrýsting þekkja þeir vel sem kjósa sér slíkt hlut- skipti. Vinir Kristínar segja það sýna ein- þeitni hennar og stefnufestu hvernig hún hefur náð að halda sínu striki í því máli þrátt fyrir föst og laus skot. EVA MARÍA HEITIN Kristín er hinsvegar mikill dýravin- ur og má ekkert aumt sjá. Hún átti árum saman litla tík sem hét Eva Mar- ía Albertsdóttír og var af kínversku smáhundakyni. Á ellefta aldursári veiktist Eva María af hjartveiki og lést. Hennar var sárt saknað. Það er fullyrt að Kristín vilji fá sér hund aftur og í BARBIE EÐA „BJUTIBOLLA" Stúlkurnar í Barbieklúbbnum klæddu sig stundum upp á í síökjóla og skart og settu svip á bæinn og skemmtanalífið hvar sem þær fóru. Klúbburinn liðaðist í sundur þegar meirihluti félaganna sneri sér að barneignum og fjölskyldustússi í staðinn fyrir útstáelsi og glaum. Upp úr þessum klúbb var hinsvegar stofnaður annar sauma- og skemmtiklúbbur sem starfar blómlega í dag og ber nafnið sínum í framkvæmd. Starfið útheimtir mjög oft nána samvinnu með ljósmynd- urum því förðunarmeistarar eru yfirleitt fengnir tíl þess að farða fyrirsætur, sér- staklega fyrir ákveðnar tökur, og í tílfelli Kristínar er það stór hluti af starfinu. DISKÓTÍMINN Kristín tilheyrir þeirri kynslóð sem stundum er kölluð diskókynslóðin. Á þeim árum, sem hún var unglingur og Bjútíbollurnar. ber nafnið Bjútíbollurnar. Það vísar til þess að allar stúlkurnar, sem eru félag- ar, fást við snyrtingu og förðun, þær hafa lært þetta fag og eru góðar vin- konur. Fyrir utan Kristínu eru eftír- taldir félagar: Kristín Friðriksdóttir sminka á Stöð 2, Helga Jónsdóttir, Lilja Matthíasdóttir og Hjördís Erlingsdótt- ir, veitingastjóri á Vegamótum. Allt eru þetta förðunarmeistarar sem starfa meira eða minna við sitt fag. þetta skiptí mexíkanskan chihuahua sem er kvikur og starfsamur smá- hundur. Þannig sýnir nærmyndin af Kristínu okkur starfsama og duglega nútíma- konu sem hefur haslað sér völl á sviði viðskipta þar sem sérþekking hennar og áhugamál njóta sín. í það beinir nútíma- konan allri sinni orku en hefðbundin hlutverk móður og húsmóður bíða betri tíma. B3 40

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.