Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1998, Page 44

Frjáls verslun - 01.02.1998, Page 44
Guðný Harðardóttir hjá ráðningastofunni STRA. „Heilbrigður fimmtugur maður á örugglega eftir að skila sínu i starfi næstu fimmtán til sautján árin.” FV-myndir: Kristján Maack. / Gubný Harðardóttir hjá ráðningastofunni STRA: UNGIR STJORNENDUR RAÐA SIÐUR ÞA ELDRI ATVINNUMÁL „Sjálfur brotnaði ég aldrei niður, ég er tiltölulega skapgóður og var alltaf svo bjartsýnn. Eg gaf það ekkert eftir að fara snemma á fætur á hverjum morgni þó að ég væri ekki að fara í vinnu. Eg horfði hins vegar á nokkra félaga mína brotna alveg niður. Þeir sátu heima hjá sér í allt að fjög- ur ár, reru fram í gráðið og lásu minningar- greinar í Morgunblaðinu. Einn þeirra er orðinn sjúklingur 56 ára gamall en var áður mjög friskur og hress maður. Konan hans vinnur úti og hjúkrar honum þegar hún kemur heim,” sagði einn. Hann sagðist hafa farið daglega að leita sér að vinnu en hann heimsótti í kringum 70 fyrirtæki auk þess að fara á allar ráðn- ingastofurnar. „Þetta kom ansi mikið við mig og er gífurlega mikil lífsreynsla. Þetta er með því versta sem ég hef lent í á ævinni hvað sjálfan mig varðar.” ALGENGAR LAUSNIR Atvinnuleysið virðist halda innreið sína í allar stéttir þjóðfélagsins. Þó að menn hafi e.t.v. gegnt stöðu forstjóra, fram- kvæmdastjóra, fiármálastjóra eða álíka er engin trygging fyrir því að sú reynsla sé metin þegar menn eru komnir af léttasta skeiði. I hinum síbreytilega viðskiptaheimi er ungur aldur hreinlega talinn skipta höf- uðmáli og e.t.v. aldrei meira en nú, eins og dæmin sanna. Viðmælendum blaðsins bar saman um að atvinnulausir yfirmenn nytu jafnvel minni samúðar en hinir. Fallið er því hærra hjá þeim. Margir enda því á því að stofna sitt eig- ið fyrirtæki. Til þess að geta það þurfa þeir hins vegar að hafa eitthvað fjármagn á milli handanna, sem ekki er alltaf raunin. Aðrir þiggja stöður fjarri heimahögun- um, annaðhvort útí á landsbyggðinni eða jafnvel í útlöndum. Sumum tekst að skil- greina sig upp á nýtt og þiggja störf með lægri laun og minni ábyrgð og enn aðrir kaupa sig inn í fyrirtæki í fullum rekstri. Nokkrum þeirra tekst að selja sig sem ráð- gjafa en sjaldgæfara er að þessir menn menntí sig frekar með það að markmiði að fá þannig meiri sérþekkingu og betri stöðu. „Þetta hefur breytt mér. Sérstaklega gagnvart fólki, því miður. Mikið ofboðs- lega voru vinirnir og kunningjarnir fljótír að hverfa þegar maður var kominn í vand- ræði. Þeir tóku manni ekkert illa, gáfu manni kaffi og svoleiðis, en mikið lifandis ósköp var maður lítils virði þegar á reyndi. Það er það sem mér fannst erfiðast i þessu.” 33 g get alveg tekið undir að það er erfitt fyrir miðaldra menn að fá störf. Við erum hins vegar með fjöldann allan af slíkum mönnum á skrá og við leggjum okkur fram við að finna störf fyrir þá eins og alla aðra. Við gefum þeim aldrei þau svör að þeir séu orðnir of gaml- ir en ég veit að hjá einstaka ráðningastof- um hefur fólk á þessum aldri ekki fengið nógu góðar móttökur," sagði Guðný Harð- ardóttir hjá STRA Starfsráðningum ehf. Hún taldi miðaldurinn hafa færst ofar. „Hér áður fyrr var talað um fimmtugt svo nú hlýtur hann að vera í kringum 60 - 70 ára. Við lifum í velferðarþjóðfélagi og fólk hugsar mun betur um heilsuna en áður. Hafi fimmtugur maður lifað heilbrigðu og eðlilegu lífi á hann ekki að vera síðri kost- ur hvað heilbrigði snertír, hann á örugg- lega eftír að skila sínu í starfi næstu 15 -17 árin. Eldri menn eru einnig komnir með ákveðinn þroska, sem eykur trúverðug- leika, og hafa oftar en ekki náð góðu jafn- vægi á lífi sínu. Yngri menn, milli tvítugs og þrítugs, eru að stofna fjölskyldur. Þeir eru líka meira leitandi og hreyfa sig jafnvel á 4-5 ára frestí á leið upp metorðastígann. Eldri menn eru kannski meðvitaðri um hvað þeir vilja, eru oftar en ekki búnir að koma ár sinni vel fyrir borð og eru stöðugri starfskraftur.” En af hveiju vilja menn þá ekki í vinnu? „Hafi þessir menn verið í ábyrgðarstöðum eða haft með stjórnun að gera eru þeir jafn- vel með meiri reynslu en þeir sem eru að ráða þá tíl starfa. Yngri menn eru oft ekki tílbúnir til að ráða sér eldri og reyndari menn sem undirmenn,” sagði Guðný. „Fái ég t.d. inn stjórnanda úr hálaun- uðu starfi, sem hefir stjórnað 15 - 20 manna deild og er með yfir 20 ára reynslu, veit ég að það verður erfiðara að íinna starf fyrir hann en hina. Það myndi aldrei ganga stórslysalaust að einhver þrítugur færi að stjórna honum. Eg held að fólk sé almennt meðvitað um slíkt, þetta er einfaldlega mannlegt atferli. ARUR A BYRJUNARREIT! Stjórnendur, sem missa starf sitt skyndilega um fimmtugt, verða að skilgreina sig öðruvísi og hugsa dæmið alveg upp á nýtt; þeir eru á byrjunarreit. Bent er á leiðir eins og námskeið í auknu sjálfstrausti, endurmenntun, sérhæfingu á sviði sem þeir hafa reynslu á, horfa „nibur fyrir sig“ í störfum og verðleggja sig lægra, kaupa fyrirtæki og stofna fyrirtæki. 44

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.