Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1998, Side 60

Frjáls verslun - 01.02.1998, Side 60
hverfi þeirra. Einnig er mikil áhersla lögð á heimaskrifstof- una í takt við breyttar aðstæð- ur á vinnumarkaði, þ.e. fólk vinnur meira heima með til- komu tölvuvæðingarinnar. í dag er IKEA orðið alþjóð- legt fyrirtæki því yfir 2 þúsund framleiðendur víðs vegar um heiminn framleiða nú vörurn- ar sem þar eru seldar. Lögð er áhersla á sænska upprunann með léttleika, birtu, hönnun og notagildi húsgagna. Stór- um hluta framleiðsluvaranna er dreift frá Svíþjóð en alls eru starfræktar 130IKEA verslan- ir í 30 löndum út um allan heim. Islenska verslunin er tæplega 10 þúsund fermetrar að stærð, þar af er sölurýmið 4700 fermetrar. Velta fyrirtæk- isins hefur verið í kringum 1200 milljónir á ári sl. 2-3 ár og þar eru nú um 80 stöðugildi.CÖ Jóhannes Rúnar Jóhannesson, framkvæmdastjóri IKEA á Islandi. FV-myndir: Kristján Maack. ISLENDINGAR ERU HEIMILISSINNAÐIR Jóhannes Rúnar Jóhannesson, framkvæmdastjóri IKEA, segir aó verslunin hafi verid hér frá / 1980 og IKEA sé oröin hluti afhúsbúnadarmenningu Islendinga. Aðalviðskiptavinir þeirra er fjölskyldufólk á aldrinum 20-45 ára en þangað kemur þó fólk úr öllum aldurs- og þjóð- félagshópum. „Samkvæmt lífsstílskönn- un sem við létum gera fyrir okkur fyrir tæpum 2 árum, eru Islendingar mjög alheims- sinnaðir, þ.e. þeir vilja fylgjast með og eru opnir fyrir nýjung- um. Þar af leiðandi hentar vöruval IKEA þeim vel þar sem þar er boðið upp á mjög breitt vöruúrval.” Markaðsárið hjá IKEA er frá september til ágúst. A hverju ári er, að sögn Jóhann- esar, lögð sérstök áhersla á ákveðnar vörulínur og kemur hún fram í auknu vöruvali, nýjungum og betra verði. í ár er þemað t.d. börn og um- TEXTI: INGIBJ0RG OÐINSDOHIR Á hverju ári er lögð sérstök áhersla á ákveðnar vörulínur. 1 ár er þemað t.d. börn og umhverfi þeirra. Einnig er mikil áhersla lögð á skrifstofur í heimahúsum. nKEA er að uppruna sænskt fyrirtæki og Jó- hannes Rúnar Jóhann- esson, framkvæmdastjóri IKEA hér á landi, segir þeirra reynslu af viðskiptum við Svía vera mjög góða. „Viðskipta- vinir okkar hafa líka mjög góða reynslu af vörunum. IKEA verslunin er búin að vera á Islandi frá 1980 og er orðin hluti af húsbúnaðar- menningu Islendinga. Verslun verður ekki að stórverslun nema hún njóti hylli viðskipta- vinanna,” segir Jóhannes. Hann segir markmið IKEA vera að bjóða upp á mikið úr- val af vel hönnuðum húsbún- aði með gott notagildi á það góðu verði að meginþorri fólks hafi efni á að kaupa hann. 60

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.