Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1998, Side 69

Frjáls verslun - 01.02.1998, Side 69
TEXTI: INGIBJÖRG ÓÐINSDÓTTIR Sigfús Sigfusson, forstjóri Heklu. Fyrirtækið flytur inn Scania vörubíla frá Svíþjóð og njóta þeir vaxandi vinsælda hér á landi. „Scania er annar mest seldi vörubíllinn á Islandi í flokki 16 tonna bíla og þar yfir.“ FV-myndir: Geir Ólafsson. ÞJÓÐ HÁTÆKNIOG KJNAÐAR Sigfús Sigfússon, forstjóri Heklu, segir ab Svíar séu afar jákvœðir í / garð Islendinga - og aó þeir séu mjög framarlega í viöskiptum. Hekla flytur inn Scania frá Svíþjóð. □ kkur þykir mjög gott að eiga viðskipti við Svía og við höfum átt við þá gott samstarf. Það kom okkur skemmtilega á óvart hvað þeir eru jákvæðir í garð okkar Islendinga,” segir Sig- fús Sigfússon, forstjóri Heklu sem m.a. flytur inn hina sænsku Scania bíla. Hekla tók við Scania umboðinu fyrir þremur árum, að sögn Sigfús- ar, þar sem viðskiptin höfðu aðallega beinst að Japan, Þýskalandi, Bandaríkjunum og Bretlandi. „Svíar hafa alltaf verið mjög framarlega í viðskiptum. Þetta er mikið iðnaðarveldi og mjög efnuð þjóð. Þeirra há- tækni hefur verið langt á und- an öðrum. A meðan t.d. Danir hafa verið meira eins og kaup- menn hefur Svíþjóð verið iðn- aðarveldi og átt miklar nátt- úruauðlindir,” segir Sigfús Hekla náði nýlega samn- ingi við SVR um að útvega þeim Scania strætisvagna fram yfir aldamót. Samning- urinn hljóðar upp á 221 millj- ón króna en um er að ræða tólf vagna sem tilheyra, að sögn Sigfúsar, nýrri kynslóð strætisvagna sem nú eru að koma á markað. SVR hefur nú einn slíkan tilraunavagn í umferð. „Þetta er gjörbylting. Þeir menga minna, hvort sem um loft- eða hávaðamengun er að ræða, eyða minna eldsneyti og eru mjög hagkvæmir í rekstri. Þetta eru ennfremur svo- kallaðir lággólfsvagnar þannig að hægt er að stíga beint af gangstéttinni upp í vagninn. Þeir eru öðruvisi í útliti og mjög þægilegir að sitja í. Þetta er án efa framtíð- in í strætisvögnum.” VINSÆLIR VÖRUBÍLAR Scania vörubíllinn er enn- fremur orðinn annar mest seldi vörubíllinn á Islandi, þ.e. 16 tonn og yfir, en Scania framleiðir eingöngu stóra bíla. „Við fengum umboð íyrir þá á sama tíma og við seldum helmingi fleiri í fyrra en árið áður,” segir Sigfús. Árið 1997 voru fluttir inn 97 stórir vörubílar og þá var Scania í 2. sæti á eft- ir MAN með 25 bíla, eða 26,9%. Þess má geta að meðal- verð á slíkum bíl er 8-12 millj- ónir fyrir utan virðisaukaskatt. „A sama tímabili voru fluttir inn 98 notaðir bíl- ar. Þar er Scania í 1. sæti með 35 bíla og 35,7% markaðshlut- deild. Við flytjum þá reyndar ekki inn sjálfir en þetta segir okkur að þeir, sem flytja inn og selja notaða vörubíla, vita að kaupendum Scania býðst góð þjónusta og gott vara- hlutaverð.” Hekla er einnig með um- boð fyrir General Electric og Good Year en bæði fyrirtæk- in eru með höfuðstöðvar fyr- ir Norðurlöndin í Svíþjóð. „Við erum því með mjög mikil samskipti við Svia og, að mínu mati, alveg sérstak- lega góð. Okkar reynsla er sú að það er líka mjög auð- velt að nálgast þá á pers- ónulegum nótum.” S3 . . ssVRum að selja þeim Scama lega samningi vi núna einn shtom ram yfir aldamot. hefit H;mn mengar , umferð. „Þetta «*«&**& segir sigfús. 69

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.