Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1998, Qupperneq 69

Frjáls verslun - 01.02.1998, Qupperneq 69
TEXTI: INGIBJÖRG ÓÐINSDÓTTIR Sigfús Sigfusson, forstjóri Heklu. Fyrirtækið flytur inn Scania vörubíla frá Svíþjóð og njóta þeir vaxandi vinsælda hér á landi. „Scania er annar mest seldi vörubíllinn á Islandi í flokki 16 tonna bíla og þar yfir.“ FV-myndir: Geir Ólafsson. ÞJÓÐ HÁTÆKNIOG KJNAÐAR Sigfús Sigfússon, forstjóri Heklu, segir ab Svíar séu afar jákvœðir í / garð Islendinga - og aó þeir séu mjög framarlega í viöskiptum. Hekla flytur inn Scania frá Svíþjóð. □ kkur þykir mjög gott að eiga viðskipti við Svía og við höfum átt við þá gott samstarf. Það kom okkur skemmtilega á óvart hvað þeir eru jákvæðir í garð okkar Islendinga,” segir Sig- fús Sigfússon, forstjóri Heklu sem m.a. flytur inn hina sænsku Scania bíla. Hekla tók við Scania umboðinu fyrir þremur árum, að sögn Sigfús- ar, þar sem viðskiptin höfðu aðallega beinst að Japan, Þýskalandi, Bandaríkjunum og Bretlandi. „Svíar hafa alltaf verið mjög framarlega í viðskiptum. Þetta er mikið iðnaðarveldi og mjög efnuð þjóð. Þeirra há- tækni hefur verið langt á und- an öðrum. A meðan t.d. Danir hafa verið meira eins og kaup- menn hefur Svíþjóð verið iðn- aðarveldi og átt miklar nátt- úruauðlindir,” segir Sigfús Hekla náði nýlega samn- ingi við SVR um að útvega þeim Scania strætisvagna fram yfir aldamót. Samning- urinn hljóðar upp á 221 millj- ón króna en um er að ræða tólf vagna sem tilheyra, að sögn Sigfúsar, nýrri kynslóð strætisvagna sem nú eru að koma á markað. SVR hefur nú einn slíkan tilraunavagn í umferð. „Þetta er gjörbylting. Þeir menga minna, hvort sem um loft- eða hávaðamengun er að ræða, eyða minna eldsneyti og eru mjög hagkvæmir í rekstri. Þetta eru ennfremur svo- kallaðir lággólfsvagnar þannig að hægt er að stíga beint af gangstéttinni upp í vagninn. Þeir eru öðruvisi í útliti og mjög þægilegir að sitja í. Þetta er án efa framtíð- in í strætisvögnum.” VINSÆLIR VÖRUBÍLAR Scania vörubíllinn er enn- fremur orðinn annar mest seldi vörubíllinn á Islandi, þ.e. 16 tonn og yfir, en Scania framleiðir eingöngu stóra bíla. „Við fengum umboð íyrir þá á sama tíma og við seldum helmingi fleiri í fyrra en árið áður,” segir Sigfús. Árið 1997 voru fluttir inn 97 stórir vörubílar og þá var Scania í 2. sæti á eft- ir MAN með 25 bíla, eða 26,9%. Þess má geta að meðal- verð á slíkum bíl er 8-12 millj- ónir fyrir utan virðisaukaskatt. „A sama tímabili voru fluttir inn 98 notaðir bíl- ar. Þar er Scania í 1. sæti með 35 bíla og 35,7% markaðshlut- deild. Við flytjum þá reyndar ekki inn sjálfir en þetta segir okkur að þeir, sem flytja inn og selja notaða vörubíla, vita að kaupendum Scania býðst góð þjónusta og gott vara- hlutaverð.” Hekla er einnig með um- boð fyrir General Electric og Good Year en bæði fyrirtæk- in eru með höfuðstöðvar fyr- ir Norðurlöndin í Svíþjóð. „Við erum því með mjög mikil samskipti við Svia og, að mínu mati, alveg sérstak- lega góð. Okkar reynsla er sú að það er líka mjög auð- velt að nálgast þá á pers- ónulegum nótum.” S3 . . ssVRum að selja þeim Scama lega samningi vi núna einn shtom ram yfir aldamot. hefit H;mn mengar , umferð. „Þetta «*«&**& segir sigfús. 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.