Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1998, Qupperneq 77

Frjáls verslun - 01.02.1998, Qupperneq 77
•............................................................. í stímabraki við glæsibúið illþýði, sem rakar saman gróða á þjónustu við lægstu fysnir og þarfir mannskepnunnar. Krimmahópurinn, sem þeir Ormar og Ranúr lenda inni í, heldur til á kránni Rauðu Önnu; þetta er skrautlegt lið, ekki syndlaust sem sé en góðhjartað og hliðhollt veglausum Islendingum, þegar á reynir. Svo er ástín á næsta leiti hjá Ranúr, sem tekur saman við eina smámelluna, sem er víst til allrar lukku hætt að praktísera, svo að ekki þarf að banna leik- ritið inn á sextán vegna þess, og í leikslok, þegar Ormur snýr heim laus og liðugur, ákveður vinurinn að fara að búa í Danmörku. En Ormur kemur víst örugglega aftur næsta sumar og fær þá vinnu hjá einum af góðu glæponunum, sem einnig er vikinn af braut lastanna og búinn að ráða sig hjá Securitas. Sú var tíð, að ýmsir voru vongóðir um, að Olafur Haukur Símon- arson yrði með tímanum alvöru leikskáld. En það hefur farið fyrir honum eins og mörgum öðrum ágætum höfundum: Hann hefur fundið formúlu sem aflar honum vinsælda hjá stórum hópi áhorf- enda, og nú hugsar hann um fátt annað en halda þeim vinsældum. Hann veit við hveiju þessir áhorfendur hans búast af honum og hann tekur enga áhættu í von um að stækka ofurlítíð andlegan sjón- hring þeirra eða hefja smekk þeirra á æðra stig. Hann er líka svo heppinn að eiga aðgang að færum leikstjóra, sem leggur alla fag- mennsku sína að fótum hans og þjónar honum af fullkominni holl- ustu og algeru gagnrýnisleysi. í þeim heimi, sem Ólafúr býður nú orðið gestum sínum reglulega að ganga í, fer ílest vel að lokum, nema hvað ein og ein sál verður að fá að glatast, svona rétt til að gjal- da raunsæinu lágmarks varaþjónustu. En það platar engan nema kannski blindustu aðdáendur skáldsins. Hér fer ein af pæjunum á Rauðu Önnu í hundana í eitursukki stórborgarinnar og það brást ekki: Tregaljóðið, sem Helgi Björnsson í gervi hins sorgmædda elskhuga var látinn syngja yfir týndri ástkonu sinni, varð eitt hjart- næmasta andartak sýningarinnar. Tilfinningasemin er eitt af aðal- trompum Ólafs Hauks, að ógleymdri frábærri hnyttni hans í leik tíl- svaranna, sem bregst hér ekki frekar en endranær. Að öðru leyti er heldur fátt um fína drættí í þessum leik. Hljóm- sveitargryfjan gín milli sviðs og salar, þannig að leikendur verða að taka á öllu sínu tíl að ná fram í salinn, en það verður til þess, að leik- urinn fær allur fremur stórkarlalegt, jalhvel hávaðakennt yfirbragð. Efniviðurinn, sem Ólafur Haukur leggur leikendum tíl persónu- sköpunar, er að þessu sinni með rýrasta móti, en það er samt ekk- ert upp á þá Baldur Trausta Hreinsson og Berg Þór Ingólfsson að klaga í aðalhlutverkunum. Af liðinu á Rauðu Önnu var Litli-Jens Jóhanns Sigurðarsonar langskemmtilegastur, enda hlutverkið betur skrifað en hin. Eg fann að vísu sjaldan votta fyrir hinu fræga danska „lune“ hjá Jóhanni eða öðrum leikendum, en það verður ein- nig að vera smekksatriði. Ekki fann ég heldur mikinn keim af Dan- mörku í steinveggjum Grétars Reynissonar sem umlykja sviðið eins og fangelsismúrar. 33 Ósamið leikrit Kaffi eftír Bjarna Jónsson á Litla sviði Þjóðleikhússins k k Leikstjóri: Viðar Eggertsson Leikmynd og búningar: Helga I. Stefánsdóttír Íleikriti Bjarna Jónssonar, sem af einhverjum lítt skiljanleg- um ástæðum ber heitíð Kaffi, er fólk að beijast við fortíðina með ýmsum hættí. Aldraður maður við dyr dauðans verður Margrét Vilhjálmsdóttir kemur á óvart í Poppkorni. fyrir ásókn drukknaðs sonar, sem hann áttí víst á sínum tíma þátt í að hrinda í glötun með harðneskjulegri framkomu. Gamalt kærustupar inttíst aftur - rétt eins og hjá Jökli - og kemst að raun um, að fennt er í öll spor tíl baka. Þarna er líka ung kona að leita að hamingjunni og heldur sig finna hana i brennivíni eða sexi, sem kemur að sjálfsögðu fyrir lítíð. Allt tengist þetta í ijölskyldu- sögu, sem fer fram í smáþorpi úti á landi, þar sem fótboltinn skip- ar stóran sess í hugum fólksins, eins og í heimabæ höfundar, Akranesi. Því skal síst neitað: Á þó nokkrum stöðum bregður í orðræðu þessa leiks íyrir hnyttnum tilsvörum og skemmtílegum tilþrifum, jafnvel frumlegum og óvæntum myndhverfingum, eins og þegar unga konan hamingjuþyrsta er látín segja: „Það er svo lítið að ger- ast hjá mér í lífinu að ég gufa upp á hverjum einasta degi! Svo rign- ir mér niður í hin og þessi rúm, um allan bæ.“ Hitt er þó miklu ai- gengara, að samtölin lyppist niður í hreina flatneskju, og þá getur útkoman orðið eitthvað á þessa leið (það er gömlu elskendurnir að fmnast): „Steinar: Þú ert ekki frjáls. Vilborg: Af hverju segirðu það? Steinar: Eg er næmur á óhamingju fólks. Vilborg: Þá skaltu hlusta. Steinar: Hvað...? Vilborg: Það er einn hlutur sem þú verður að skilja. Það eiga allir sína eigin veröld. Það eiga aliir sinn sannleika! Skilurðu það semégsegi?! (Dok). Steinar: Eg er búinn að komast að þvi hvað það er sem ég hef ailtafþráð. (Þögn). Og ég hef beðið eftir því alla ævi. (Þögn). Ást. Ég vil ást. ÁST! ÁST! ÁST! (Hann segir orðið í sífellu og ber um leið hnúum í veggi. Hættir.) Vilborg: Farðu. Steinar: Ég elska þig.“ Bjarni Jónsson hefur sem sagt ekki enn uppgötvað, að orð eru dýr á leiksviði og lifa þar fremur í kraftí þess, sem okkur er leyft að ráða í, undirtextanum eins og það er stundum nefnt á fagmáli, en því sem klesst er framan í áheyrendur. Kannski hann hefði eftir allt saman þurft að lesa Jökul betur. Leikhúsgagnrýni Jóns Viðars Jónssonar 77
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.