Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1998, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.03.1998, Blaðsíða 12
NÆRMYND KAUPMENN OG ATHAFNAMENN akel Olsen hefur verið þekkt innan sjávarútvegsins áratug- um saman eftir að hafa rekið stærsta skelframleiðslufyrirtæki lands- ins ásamt eiginmanni sínum Ágúst Sigurðssyni í Stykkishólmi. Hún komst í fréttirnar fyrr í vetur þegar hún var kjörin aftur í stjórn SH en margir höfðu spáð sviptingum í því stjórnarkjöri. Hún er skeldrottningin í Stykkishólmi og í þessari nærmynd verður reynt að skyggnast inn fyrir skelina. Rakel Olsen, eða Rakel Sigurbjörg Olsen eins og hún heitir fullu nafni, er fædd í Keflavík 17. janúar 1942. Hún er önnur í röð Jjögurra systkina. Rakel er sjómannsdóttir. Faðir hennar var Ole Olsen, sjómaður frá Færeyjum, nánar tiltekið frá Tóftum á Austurey. Móðir hennar var Þóra Gísladóttir frá Eskifirði og er móðurættin grónir Austfirðingar úr Reyðarfirði og Papey en hún getur einnig rakið ættir sínar til eldklerksins Jóns Steingrímssonar. Ole lést 1979 og Þóra 1995. Rakel óx úr grasi í Keflavík meðan plássið, eins og landið allt, sigldi hrað- byri inn í nútímann í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Árin fram til 1960 einkenndust af nýsköpun, uppbygg- ingu og meiri hraða en áður hafði þekkst í íslenskum sjávarplássum. SKÁTAR 0G ÁST Rakel gekk í barnaskóla og gagn- fræðaskóla í Keflavík en tók virkan þátt í blómlegu skátastarfi sem þá var haldið úti í Keflavík í skátafé- laginu Heiðarbúum. Þau gildi sem skátar hafa í heiðri, ábyrgð, reglusemi og staðfesta, féllu vel að hennar hugsunarhætti og hafa ef- laust mótað hana talsvert. Það má segja að örlög Rakelar hafi ráðist á vettvangi skátahreyfingarinnar því árið 1960 fór hún, ásamt félögum sínum úr Heiðarbúum, austur á Úlfljóts- vatn á svokallaðan Gilwell-skátaskóla sem er ætlaður fullorðnum skátum sem vilja taka að sér leiðbeinendastörf innan hreyfingarinnar. Þar var einnig ungur maður vestan úr Sfykkishólmi, skátaforingi þeirra, í sömu erindagjörðum. Þetta var Agúst Sigurðsson einka- sonur Sigurðar Ágústssonar kaup- manns, þingmanns og athafhamanns í Stykkishólmi. Agúst var fæddur 18. .júlí 1934 og því tæpum átta árum eldri en Rakel. Ekki þarf að orðlengja það að þau felldu hugi saman og 1963 fluttist Rakel vestur í Stykkishólm, giftist Agústi og þau áttu samleið allt til þess að hann féll frá 8. mars 1993. Agúst var einkabarn hjónanna Sig- urðar Ágústssonar og Ingibjargar Helgadóttur. Sigurður Agústsson var fæddur í Stykkishólmi 1897. Hann var sonur Ágústs Þórarinssonar, kaup- manns og verslunarstjóra, sem starfaði áratugum saman í Hólminum lengst af hjá Leonard Tang og síðan hjá Tang&Riis. Ágúst flutti til Stykkishólms skömmu fyrir aldamótin og bjó þar til dauðadags. Agúst var bróðir hins sögu- fræga klerks og prófasts séra Árna Þór- arinssonar sem Þórbergur Þórðarson gerði ódauðlegan í stórmerkri ævisögu sem hann færði í letur. Þar eru til ýms- ar sögur af ,Ágústi bróður" sem var gamansamur og orðheppinn náungi og naut vinsælda á staðnum. Fyrirtækið Sigurður Agústsson ehf. var í rauninni stofnað 18. febniar 1933 þegar Sigurður keypti eignir Tang&Riis á upp- boði en hann var þá þegar kominn á fulla ferð í eigin atvinnu- rekstri og fékkst við útgerð og refarækt. Hann hafði gott lag á hlutunum eins og sést á því að hann skyldi hafa bolmagn til að kaupa þrotabú verslunarinnar í miðri kreppunni. Sigurður færði fljótlega út kvíarnar og rak frystihús, sláturhús, refa- og minkarækt og umsvifamikla bænda- verslun í Stykkishólmi og frysting bol- fisks hófst hjá fyrirtækinu 1942 þegar Sigurður reisti frystihús. Þótt hann væri sjálfstæður atvinnurekandi var bændaverslunin rekin nákvæmlega eins og kaupfélag og í rauninni með sama sniði og danskir kaupmenn höfðu rekið verslun í Hólminum um aldir. Bændur lögðu inn afurðir og tóku út vörur. HVAÐ FINNST ÞEIM? Þegar samstarfsmenn og félagar Rakelar úr sjávarútvegi eru spurb- ir álits á henni og rekstrinum í Stykkishólmi koma fljótt upp á yf- irboröiö lýsingarorð eins og stefnuföst, einbeitt, ákveðin, fylg- in sér og áfram yfir skalann yfir í stjórnsöm og ráðrík. TEXTI Páll Ásgeir Ásgeirsson FV-myndir: Geir Ólafsson. DROTT Rakel Olsen sem veltir 1.200 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.