Frjáls verslun - 01.03.1998, Blaðsíða 48
Fyrirtækið hefur unnið til fjölda verð-
launa fyrir ffamleiðslu sina og markaðs-
setningu, þar meðtalin „Euro Beacon
Award” verðlaunin fyrir besta hópvinnu-
kerfi Evrópu en það eru verðlaun sem
IBM/Lotus veitir.
Hjá Hugviti og dótturfyrirtækjum þess
starfa í dag um 50 manns. Framkvæmda-
stjóri Hugvits er Olafur Daðason.
TÖLVUMIÐLUN www.tm.is
Tölvumiðlun er meðal elstu fyrirtækja í
íslenskum tölvuheimi, stofnað 1985.
Það hefur einkum starfað á fyrirtækja-
markaði og þekktasti hugbúnaður þess er
launakerfið H-Laun sem er í notkun hjá
yfir500 stórum og smáum launagreiðend-
um í dag. 91 sveitarfélag og skólar nota
SFS bókhaldskerfi og tengd kerfi, en SFS
kerfið var fyrsta kerfið sem Tölvumiðlun
þróaði og er því 13 ára gamalt. Unnið er að
nýju SFS kerfi hjá Tölvumiðlun.
Tölvumiðlun hefur átt gott samstarf við
sjúkrahúsin í landinu, þróað mörg kerfi
fyrir þau og má nefna röntgendeildarkerfi,
legudeildarkerfi og upplýsingakerfi fyrir
starfsmenn ásamt fleiri kerfum.
Tölvumiðlun hefúr einnig átt gott sam-
starf við Fasteignamat ríkisins og fleiri rík-
isstofnanir, s.s. dómsmálaráðuneytið.
Samstarfs- og systurfyrirtæki
Tölvumiðlunar er Tölvuþekking
sem hefur þróað og selt sérhæfðan
hugbúnað til röntgendeilda sjúkra-
húsa um allan heim undir nafninu KODAK
RIS 2010. Sá útflutningur er í samstarfi við
Kodak. Samstarfið hefur gengið vel og firek-
ari þróunar að vænta á næstunni.
Starfsmenn fyrirtækjanna tveggja eru
samtals 20 og framkvæmdastjóri er Ágúst
Guðmundsson.
NETVERK www. netverk.is
Netverk býður m.a. upp á samskipta-
lausnir, sem gera notendum kleift að senda
og móttaka upplýsingar í gegnum gervi-
hnetti á hagkvæman, öruggan og þægileg-
an hátt. Helstu notendur eru skip og skipa-
félög. Helsta tekjulind fyrirtækisins er út-
flutningur. Velta ársins 1998 stefnir í 400
milljónir króna.
Starfsmenn Netverks eru 26, en ætlað
er að þeir verði 50 - 60 í árslok. Fram-
kvæmdastjóri og aðaleigandi er Holberg
Másson, en Þróunarfélagið á 10,5% hlut.
Lokað hlutafjárútboð meðal erlendra og
innlendra tjárfesta stendur yfir.
VKS www.vks.is
VKS hefur allt frá stofnun árið 1979 ver-
ið í hópi stærstu hugbúnaðarfyrirtækja
landsins og var fyrsta hugbúnaðarfyrirtæk-
ið á Islandi til að fá vottun á gæðakerfi sitt
samkvæmt hinum alþjóðlega gæðastaðli,
ISO 9001. Gæðavottun tryggir viðskiptavin-
um fyrirtækisins markvissari vinnu-
brögð, færri villur í hugbúnaði og ná-
kvæmari verkáætlanir. Starfssvið
fyrirtækisins eru einkum fjögur:
Þróun hugbúnaðar fyrir fjármála-
markaðinn en VKS hefur starfað á þessu
sviði í rúman áratug og þróað kerfi fyrir
flest fjármálafyrirtæki á landinu. Nú vinnur
fyrirtækið að nýrri kynslóð ljármálakerfa.
Ráðgjöf á sviði upplýsingatækni. VKS
hefur greint tölvu- og upplýsingamál tuga
fyrirtækja hér á landi eftir vottuðu og þaul-
reyndu verklagi sem nýst hefur þeim afar
vel.
Þróun sérhæfðra tölvukerfa. VKS hef-
ur um árabil starfað með mörgum af
stærstu fyrirtækjum og stofnunum lands-
ins við þróun sérhæfðra tölvukerfa.
Þróun hópvinnulausna í Outlook -
Exchange sem er hópvinnukerfi
Microsoft sem er nýjasta starfssvið fyrir-
tækisins. Lausnirnar eru þróaðar til að
uppfylla þarfir fyrirtækja og stofnana
varðandi hópvinnukerfi sem auðveldar
þeim skráningu, geymslu, flokkun og
birtingu upplýsinga í þeim tilgangi að
auka hagkvæmni í rekstri. Lausnirnar
hafa þegar fengið frábærar viðtökur með-
al forráðamanna íslenskra fyrirtækja.
Hjá VKS starfa 30 starfsmenn og fram-
kvæmdastjóri er Ari Arnalds.
KÖGUN ww.kogun.is
Kögun hefur einkum starfað að hug-
búnaðargerð fyrir bandarísk fyrirtæki og
tengist það rekstri ratsjárstöðva NATO
hérlendis. Stærsta verkefni Kögunar er að
vinna úr merkjum frá slíkum stöðvum hér
og erlendis.
Kögun hefur verið í samvinnu við Hug-
hes Aircraft Company, Computer Sciences
Corporation, Asea Brown Bowery og fleiri
fyrirtæki. Nýlega varð fyrirtækið umboðs-
aðili Navision á íslandi.
Starfsmenn Kögunar eru 40 og fram-
kvæmdastjóri er Gunnlaugur Sigmunds-
son.
þú nærB
rorystu
í samkeppni með
NAVÍs-Landsteinar
sími 533 5400 www.navis.is
Finan
48