Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1998, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.03.1998, Blaðsíða 14
Tvö börn af fjórum börnum Rakelar og Ágústs Sigurðs- sonar starfa með henni við fyrirtækið. Hér stilla þau sér upp fyrir framan málverk Baltasars af Sigurði Ágústssyni, stofhanda fyrirtækisins. Þau standa sitthvorum megin Sigurður Ágústsson yngri og Ingibjörg Helga, elsta dóttir- in. Rakel heldur á nokkurra vikna gamalli óskírðri dótt- ur Sigurðar og Erlu. Innskrift var verslunarformið og peningar sjaldséðari en nú. TEHÚS OG BÍÓ Ágúst, eiginmaður Rakelar, vildi standa á eigin fótum í sín- um atvinnurekstri þótt hann væri sjálfsagður arftaki föður síns. Hann fór til náms og starfa í Bandaríkjunum um tíma, skömmu eftir tvítugt, og þegar hann kom heim 1958 setti hann á stofn veitingastað og kvikmyndahús í Stykkishólmi og flutti þannig andblæ rokks og brilljantíns með sér inn í sam- félagið í Hólminum þar sem stundum var sagt fyrr á öldinni að íbúarnir töluðu dönsku á sunnudögum. Veitingastaðurinn hétTehúsið og þótti ekki lítil nýlunda að því. Þar var hægt að fá tebolla en líka kaffi, hamborgara og sælgæti. Fyrstu árin eftir að Rakel flutti vestur starfaði hún, ásamt Ágústi við þennan rekstur, seldi miða í bíóið og reif af og afgreiddi í Tehúsinu. Á þessum árum var verið að sýna bæði leikrit og kvikmynd eftir Somerset Maugham sem hét Tehús ágústmánans og menn voru fljótir að sjá ákveðna sam- líkingu. Agúst og Rakel bjuggu, ásamtforeldrum hans, í svonefndu Clausenshúsi. Það er kaupmannsbústaður í hjarta bæjarins, reistur árið 1874 þegar íslendingar eignuðust stjórnarskrá og héldu fyrstu þjóðhátíðina. Húsið hafði fylgt með í kaupunum á Tang&Riis og hefur því næstum alla öldina hýst fleiri en einn ættlið þessarar stórhuga fjölskyldu. Öll fjögur börn Ágústs og Rakelar eru fædd þar og alin upp í nánu sambýli við afa og ömmu þar sem uppeldi foreldranna sleppti. Til gamans má geta þess að vitað er að þegar Clausenshús var byggt 1874 var það reist að hluta úr viði enn eldra kaup- mannshúss sem var byggt 1764. Mikið af rúmlega 230 ára gömlu burðarvirki er enn að finna í húsinu og gerir það, und- ir ytra borðinu, elsta húsið í Stykkishólmi. ÁGÚST 0G RAKEL Þegar Sigurður, faðir Ágústs, fór að reskjast tóku Ágúst og Rakel í auknum mæli við stjórnartaumunum í fyrirtækinu, öxluðu ábyrgðina sem því fylgdi og tóku alfarið við rekstrin- um 1968. Kvíarnar voru færðar út strax árið 1969 þegar sölt- unarstöð í Rifi var keypt og hafin saltfisksverkun þar. Fyrir- tækið jók síðar við umsvif sín í Rifi þegar frystihús var keypt þar árið 1975 sem síðar hýsti rækju- og bolfisksvinnslu í nokkur ár. í dag er engin starfsemi á vegum SigurðarÁgústs- sonar ehf. í Rifi en saltfiskverkunarhúsið þar er enn í eigu fyr- irtækisins. Merkasta nýjungin sem Ágúst hrinti í framkvæmd, var þó tvímælalaust sú að heija vinnslu hörpudisks hjá Sigurði Ágústssyni ehf. árið 1970. Allar götur síðan hefur hörpudisk- ur veiddur í Breiðafirði verið aðalframleiðsla fyrirtækisins og það jafnframt stærsta fyrirtæki landsins á þvi sviði. Með þessu vann Ágúst mikið brautryðjenda- starf sem segja má að flestir íbúar Stykkishólms og víðar á Snæfells- nesi hafi notið góðs af. Ágúst og Rakel voru ólík að því leyti að hann var iðulega ótrauðari við að taka þátt í nýjung- um og gera tilraunir með nýjungar á ýmsum sviðum meðan hún var varkárari. Það er mat flestra sem til þekkja að þau hafi verið samhent við rekstur fyrirtækisins og deilt með sér þeim þáttum í stjórn þess sem hvoru fyrir sig hentaði betur. Þó segja sumir að Rakel hafi alltaf ráðið því sem hún vildi ráða og fylgst með rekstrinum af sama áhuga og Ágúst. Þessu til staðfestingar segja gárungarnir að hún hafi verið með labb- rabb tæki með sér á fæðingardeildinni þegar yngri börnin Það var einnig rekið kaupfélag í Stykkishólmi og í byijun sjötta áratugarins, þegar Rakel flutti vestur, var mikil sam- keppni milli þessara tveggja fylkinga bæði um viðskipti og vinnuafl. Þarna mátti auðveldlega einnig greina línur sem skiptu mönnum í pólitískar fylkingar eins og víðar á lands- byggðinni. Framsóknarmenn fylgdu kaupfélaginu en sjálf- stæðismenn hölluðu sér að Sigurði. Það er því óhætt að fullyrða að Sigurður Ágústsson ehf. í Stykkishólmi sé ekki alveg dæmi- gert fjölskyldufyrirtæki í sjávar- plássi á Islandi. Sá öflugi atvinnu- rekstur, sem þar er stundaður í dag, teygir sig aftur fyrir aldamótin í fjórar kynslóðir. Við að byggja á grunni hins forna verslunarveldis við Breiðafjörð má segja að þræðirnir liggi óslitnir aftur til miðalda, til tíma selstöðukaupmanna og einokunarverslunar. Þess vegna er saga fyrirtækisins og þar með saga fjölskyld- unnar í raun ofin saman við íslandssöguna á þessari öld og þótt lengra væri horft. AVALLT VIÐBUIN Þegar hún er spurö út í stjórnunarstíl eða stjórnunaraðferðir brosir hún góðiátlega og segir að það sem hún kunni í slíku hafi hún lært í skátunum í gamla daga. NÆRMYND 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.