Frjáls verslun - 01.03.1998, Blaðsíða 39
MARKAÐSMÁL HBHHBHBBBI
umtalsverður. Eign starfsmanna í ís-
lenskri erfðagreiningu er trúnaðar-
mál hjá einkafyrirtæki sem þessu uns
það verður opið hlutafélag, væntan-
lega síðar á árinu. Það ræðst af því
hvernig markaðurinn er hverju sinni
og hvort menn meti það svo að ásætt-
anlegt verð fáist. Undirbúningur að
skráningu fyrirtækisins á eriendum
hlutabréfamarkaði er þó þegar haf-
inn. Aðalskráning mun fara fram er-
lendis. Ástæða þess að ísland verður
vart fyrir valinu er sú að menn vilja
laða meira ijármagn til landsins og að
markaður sá sem Islensk erfðagrein-
ing er skráð á, þarf að vera af ákveð-
inni stærð og nokkuð þróaður til að
geta tekið við fyrirtæki eins og ís-
lenskri erfðagreiningu. Einnig er
æskilegt, að sögn Hannesar, að vera
innan um fleiri fyrirtæki af sama
toga.
Islendingum hefur þó þegar gefist
kostur á að kaupa í Islenskri erfða-
greiningu. Hópi íslenskra fyrirtækja,
Jjárfesta og einstaklinga var boðinn
hlutur í Islenskri erfðagreiningu í lok-
uðu útboði sem Fjárfestingabankinn,
Landsbréf, Kaupþing og VÍB önnuð-
ust. Hlutabréfin seldust vel en selt var
fyrir sjö hundruð og tuttugu milljónir
króna. Fyrir útboðið var markaðsvirði
íslenskrar erfðagreiningar metið á
hundrað og tíu milljónir Bandaríkja-
dollara eða á tæpa átta milljarða ís-
lenskra króna. Hver hlutur var seldur
á 5 dollara. Lágmarkskaupupphæð
nam 75.000 Bandaríkjadölum eða um
5,4 milljónum króna, svo það var vart
á færi Péturs eða Páls að kaupa, nema
þeir lægju á digrum sjóðum.
Gera má því skóna að helstu stór-
fyrirtæki landsins og lífeyrissjóðir,
auk Ijársterkra einstaklinga, hafi ijár-
fest í Islenskri erfðagreiningu þegar
þetta færi gafst.
AÐ HÁLFU í EIGU ÍSLENDINGA
Eftir þetta lokaða lilutafjárútboð er
talið láta nærri að fyrirtækið sé að
hálfu í eigu útlendinga og að hálfu í
eigu Islendinga, þ.e. starfsmanna,
stofnenda og innlendra ijárfesta auk
eriendu ijárfestanna sem fyrst komu
að fyrirtækinu.
Horfur um afkomu í árslok ráðast
talsvert af því hversu mikið fyrirtækið
ijárfestir í eigin verkefnum.
Hannes Smárason, framkvæmdastjóri fjármála- og þróunarsviðs: „Starfsmönn-
um er umbunað bæði með launum og þátttöku i velgengni fyrirtækisins.”
EINS 0G AÐ GERA STÓRMYND
Grein um arfgengi handskjálfta
hefur þegar birst í erlendu fagtímariti
á grundvelli rannsókna Islenskrar
erfðagreiningar. Fleiri fréttir munu
væntanlega verða af uppgötvunum
fyrirtækisins fyrr en varir. Grundvöll-
ur starfseminnar er að geta starfað á
Islandi og forsendur starfsins að geta
náð betri árangri en aðrir og á
skemmri tíma.
Staða Islenskrar erfðagreiningar er
sterk eftir stórsamning við Svisslend-
inga.
Hannes Smárason lýsir stöðunni
svo: „Ef litið er á þróun líftæknifélaga
má fyrst sjá uppbyggingarferli þar
sem afurð er búin til. Hún skilar sér
einhvern tímann seinna. Því er ekkert
óeðlilegt að gera jafnvel ráð fyrir
nokkurra ára tímabili þar sem fyrir-
tæki á líftæknisviði er rekið með tapi
eða nánast á núlli á meðan byggt er
upp. „Það, sem við erum að vinna að,
er að nokkru leyti eins og að fram-
leiða stórmynd. Þú þarft að hjálpa til
við að afla þekkingar sem unnt er að
nota við lyíjagerð sem getur skipt
sköpum. Árangurinn kemur í ljós síð-
ar.“
Þegar stórmyndin Titanic var fram-
leidd gekk á ýmsu á meðan á tökum
stóð og fyrirhöfnin var mikil, en hún
hefur verið vel þess virði. Titanic stal
senunni á óskarsverðlaunahátíðinni,
eftir fjölda tilnefninga til verðlauna og
aðsóknin hefur verið ævintýri líkust.
Ef ævintýri Islenskrar erfðagreiningar
endar jafn vel og sölutölur og tilnefn-
ingar stórmyndarinnar, sem hrifið hef-
ur hug og hjörtu meyja og sveina á öll-
um aldri, gefa til kynna er ekkert að
óttast. Framtíðin er gulltryggð! S3
39