Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1998, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.03.1998, Blaðsíða 6
RITSTJÓRNARGREIN HELGIHEFUR GLATAÐ TRAUSTINU! Þegar Landsbankinn var gerður að hlutafélagi um síð- ustu áramót tók nýr maður við starfi formanns bankaráðs Landsbankans; Helgi S. Guðmundsson, starfsmaður hjá VIS. Hann situr sem fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráðinu. A þeim þremur mánuðum sem hann hefur gegnt formennskunni hef- ur hann með ótrúlegri yfirlýsingagleði sýnt að hann er ekki starfi sínu vaxinn sem for- maður. I opinberri umræðu um málefiii bankans er hann ýmist með eigin hugleið- ingar eða þá að honum „skilst” hitt eða þetta. Hann hefúr sýnt á mjög efdrminni- legan hátt að hann getur skipt um skoðun á stórmáli varðandi bankann - eins og hendi sé veifað - og farið heilan hring í mál- inu. Vinnubrögð hans eru Landsbanka Is- lands hf. ósamboðin. Þau eru eins ótraust- vekjandi og hugsast getur. Ekkert er þó bankastarfsemi eins mildlvægt og einmitt traust! Framsóknarflokkurinn ætti að finna sér annan fúlltrúa til að setjast í bankaráðið. Helgin 21. til 22. mars rennur Helga örugglega seint úr minni - sem og öðrum landsmönnum. Þetta var erfið helgi fyrir Helga. I blaðaviðtali laugardagsmorguninn 21. mars vildi hann selja hlut Landsbankans í VIS með þeim rökum að eignin væri ekki nægilega arðbær, þ.e. að VIS væri ekki nægilega arðbært fyrirtæki. En Helgi er eimnitt starfsmað- ur VIS! Varla hefúr Axel Gíslason, forstjóri VIS, orðið sér- lega hrifinn af þessum ummælum starfsmanns síns en frá því að þau féllu hefúr verið greint frá methagnaði VIS. Undir kvöld þennan umrædda laugardag var hins vegar á Helgíi að heyra í fréttum að til greina kæmi að bankinn keypti meirihlutann í VIS! En viti menn! I skyndi var boð- að til bankaráðsfrmdar í Landsbankanum daginn efdr, á sunnudegi - af öllum dögum - til að íjalla um VlS-málið og framgöngu formannsins í fjölmiðlum. A sunnudeginum var formaðurinn kominn hring í málinu; hann var hættur við allt saman. Best væri að bankinn ætti áfram hlut sinn í VIS vegna allrar þeirrar umræðu sem orðið hefði um málið - en í þeirri umræðu var hann einmitt fremstur í flokld!!! Ilelgi situr í bankaráði Landsbankans sem stjórnmála- maður. Hann er fulltrúi Framsóknarflokksins og er því í raun sérstakur sendiherra Finns Ingólfsson- ar, ráðherra bankamála, í bankanum. Finn- ur hirti Helga í fjölmiðlum í kjölfer banka- ráðsfúndarins og sagðist afár ánægður með lyktir málsins; að það væri úr sögunni - eða hvers vegna liefði bankinn átt að kaupa helminginn í VIS fyrir aðeins tæpu ári ef um svo óhagkvæma fjárfestingu væri að ræða?! Hvað sem sagt verður um kaup Lands- bankans á helmingnum í VIS fyrir tæpu ári gengur ekld að formaður bankaráðs hans ræði um að selja hlutinn í fjölmiðlum og að það séu fyrst og firemst hans eigin hugleið- ingar. Það gengur heldur ekki að hann hafi farið með málið af stað án nokkurs stuðn- ings annarra í bankaráðinu. Þetta eru eins óbankaleg vinnubrögð og hugsast getur. Væri vilji innan bankaráðs- ins til að selja hlut bankans í VIS mætti ekld svo mildð sem nefúa málið - svo leynt yrði það að fara. I raun var Helgi líka vanhæfúr, samkvæmt bankalögum, til að fara með málið af stað í upphafi, bera það undir einhverja þijá sérfræðinga úti í bæ, vitringana þijá, eins og þeir hafa ver- ið nefndir, og leggja hugmyndir sínar um að selja hlutinn síðan fram í bankaráðinu fimmtudaginn 19. mars. Van- hæfiii Helga stafar af því að hann er starfsmaður VIS! I raun á hann að víkja af bankaráðsfúndum þegar málefrii VIS ber á góma. Hann var enda fjarverandi sem almenn- ur bankaráðsmaður þegar bankaráð Landsbankans Síim- þykktí kaupin í VIS í fyrra. Yfirlýsingar stjómmálamannsins sem situr sem banka- ráðsformaður Landsbankans, sýna brýna nauðsyn þess að bankinn verði einkavæddur, seldur einstaklingum og fyrirtækjum, eins og meirihlutí þjóðarinnar vill. Rílds- stjórnin ættí að gefa grænt ljós á það sem fyrst! Jón G. Hauksson ISSN 1017-3544 Stofhuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál - 59. árgangur RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson - AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfii Sigurgeirsdóttir - BLAÐAMAÐUR: Páll Ásgeir Ásgeirsson - LJÓSMYNDARAR: Geir Ólafsson og Kristin Bogadóttir- UMBROT: Ágústa Ragnarsdóttir. - UTGEFANDI: Talnakönnun hf. - RTTSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA: Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 561-7575, fax: 561-8646 -ÁSKRIFTARVERÐ: 2.895 kr. fyrir 1.-5. tbl. -10% lægra áskrif- tarverð ef greitt er með kreditkorti. - LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. nema bókin 100 stærstu sem er á 1.995,- - DREIFTNG: Tabakönnun, hf„ sími 561 7575 - FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. - LTTGREININGAR: Prentmyndastofan hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efiii og myndir. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.