Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1998, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.03.1998, Blaðsíða 15
NÆRMYND fæddust. Þetta var íyrir tíma GSM og farsíma og Rakel vildi ekki missa af neinu. Frá upphafi skelfisksvinnslunnar lagði fyrirtækið áherslu á vinnsluna sjálfa en lét öðrum útgerðarmönnum eftir veið- arnar og gerði lengst af ekki út bát til skelveiða nema að litlu leyti. Lengst af var hörpudiskskvótinn tengdur vinnslunni en þegar kvótakerfið brast á varð vinnslukvóti tengdur vinnsl- unni samhliða veiðikvótanum. Þetta fyrirkomulag gafst vel en fyrir fáum árum var skrefið stigið til fulls og útgerðarmönn- um afhentur hörpudiskskvótinn. Rakel telur að með því hafi stjórnvöld metið til lítils það brautryðjendastarf sem unnið hafði verið og þá áhættu sem því ávallt fylgir. Sigurður Agústsson ehf. var gert að hlutafélagi árið 1976 en það breytti engu um eign- arhlutföll í fyrirtækinu sem alla tíð hefur verið 100% í eigu íjölskyldunnar og er enn. Miklar breytingar voru gerð- ar á rekstrinum í lok síðasta áratugar til þess að laga fyr- irtækið að breyttum aðstæð- um í kjölfar kvótakerfis. Öllum rekstri var hætt í Rifi, kvótaeign aukin og lögð meiri áhersla á skelfisksveiðar á eigin skipum. Árið 1992 var hætt að vinna bolfisk hjá fyrirtækinu og árið 1993 var ný og fullkomin rækjuverksmiðja og pökkunarstöð tekin notkun. RÆKJA 0G HÖRPUDISKUR I dag rekur fyrirtæk- ið fullkomna hörpu- disksvinnslu og rækjuverksmiðju. Það gerir út tvö skip, Kristin Friðriksson SH, 104 brl. togbát og Hamrasvan SH, 274 brl. frystitogara. Samtals veiðiheimildir beggja skipanna eru um 3.000 þorskígildistonn, þar af 2.200 tonn af hörpudiski sem lætur nærri að vera ijórðungur skel- fiskskvótans í Breiðafirði. Mælt í þorskígildistonnum er fyrirtækið ekki mjög stórt, neðarlega á lista yfir 50 stærstu og þar í félagsskap fyrirtækja eins og Borgeyjar, Siglfirðings og Hólmadrangs. Mælt með öðrum kvörðum, t.d. framleiddum tonnum af skelfiski eða rækju, er fyrirtækið auðvitað meðal hinna stærstu. Mjög stór hluti framleiðslu fyrirtækisins er fullunninn á staðnum og settur í neytendapakkningar. Á síðasta ári voru um 90% af rækjunni seld í neytendapakkningum. í vinnslu á hörpudiski er þetta hlutfall heldur lægra og nokkuð breyti- legt eftir árum og var á síðasta ári í kringum 60%. Um þessar mundir er engin vinnsla í rækjuverksmiðju Sigurðar Agústs- sonar því þar standa yfir miklar breytingar. Verið er að setja upp nýtt og fullkomið samvals- og vogakerfi sem eykur möguleika á fjölbreytni í pakkningum. Rétt er að nefna hér að Sigurður Agústsson ehf. á helm- ingshlut í fyrirtækinu Nora í Sfykkishólmi, sem framleiðir kavíar, og Frostfiski ehf. í Reykjavík sem er stórútflytjandi á ferskum fiski. TANG&RIIS Það er sérstætt að koma í heimsókn í bækistöðvar Sigurð- ar Ágústssonar ehf. í Stykkishólmi og óhætt að segja að saga Stykkishólms og saga fyrirtækisins komi í fangið á þeim sem þar gengur inn. Skrifstofur fyrirtækisins eru í gömlu pakkhúsi sem reist var árið 1890 af Grams verslun. Upphaflega var sláturhús í kjallaranum þar sem fénu var slátrað. Síðan voru skrokkarn- ir dregnir upp í gegnum hlera á öllum hæðum og upp á efsta loft þar sem þeir voru látnir hanga þar til kjötið var höggvið og saltað í tunnur og sent til útlanda undir heitinu Spaðkjöt. Enn sjást ryðgaðir krókarnir í bit- unum á efsta loftinu og hler- arnir í gólfinu. Á Kaffi Tang&Riis, eins og kaffistofan heitir, má síðan sjá stafamótin fyrir Spaðkjot. Made in Iceland. I anddyrinu stendur gamla faktorspúltið frá Tang&Riis, snjáð og lúið. Þar sat faktorinn bak við rimla og hefur sjálfsagt rýnt ströngum augum yfir lonníetturnar á vaðmálsklædda viðskiptavini. Nú er það einfald- lega húsprýði og skemmtilegur minnisvarði. Húsið hefúr verið gert upp af alúð og gömlum hlutum haldið til haga af slíkri kostgæfni að minnir á byggðasafn atvinnusögunnar. Gamlar línubyssur, peningaskápur frá einokunarkaupmönnum, fyrstu forstjórahúsgögnin frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, gamlar myndir og munir. Allt fellur þetta í eina heild í þessu gamla húsi sem þó er svo lifandi. Nútíminn er ekki nær á efri hæðinni þar sem eldfornir loft- bitar speglast í tölvuskjáum og gólfið hallar niður að höfninni. Rakel er með skrifstofu sína í öðrum endanum og gamlar fjöl- skyldumyndir, einkar virðulegt og lúið leðursófasett og falleg- ar myndir mynda sérstæða heild. Tvær stórar myndir skera sig úr. Málverk af Sigurði Agústssyni eftir Baltasar og sérlega falleg mynd af hesti eftir Louisu Matthíasdóttur. SIGURÐUR 0GINGIBJÖRG Það eru tvö börn Rakelar og Ágústs sem starfa, ásamt móður sinni, við ijölskyldufyrirtækið. Elsta dóttirin, Ingibjörg Helga, f. 1963, vinnur á skrifstofunni. Sambýlismaður hennar er Einar Þór Strand, kennari. Næstur kemur Sigurður f. 1965 sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins ásamt Ellert Kristins- syni. Hann er kvæntur Erlu Björgu Benediktsdóttur stílista. Fyrir áttu þau sitt hvora dótturina en eru nýbúin að eignast þá þriðju saman. Börnin eru alls fjögur og næst kemur Ingigerður Selma 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.