Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1998, Blaðsíða 58

Frjáls verslun - 01.03.1998, Blaðsíða 58
,...............Listir menninv................ tinar Benediktsson, sa?a um ævintýramann Guðjón Friðriksson: Einar Benediktsson. Iðunn 1997. Nú er dagur við ský, heyr hinn dynjandi gný, nú þarf dáðrakka menn, - ekki blundandi þý, það þarf vakandi önd, það þarf vinnandi hönd til að velta í rústir og byggja á ný. annig hljóðar erindi í þeim þætti Islandsljóða Einars Bene- diktssonar, sem hann orti er líða tók að aldamótum. Þetta er rómur eins þeirra manna sem kenna má við aldamótin, aldamótamannanna svo- kölluðu. Þeir voru brennandi í andanum og skorinorðir svo af bar. Þeir vissu að þeir voru að kveðja gamla öld og örþreytta en höfðu veður af leysingum í þjóð- lífinu sem boðuðu nýja framtíð þar sem nýtt Island var í mótun. Þessa framtíð þekktu þeir að vísu ekki en bundu við hana björtustu vonir og gerðu allt, sem í þeirra valdi stóð, til að létta fæðingarhríðir hennar. Þannig maður var Einar Benediktsson. Hið nýja verk Guðjóns Frið- rikssonar um Einar Benedikts- son hefur hlotið mikið lof manna og auk þess Islensku bók- menntaverðlaunin. Nú er það svo að mikið hefur verið ritað um þennan eldhuga sem átti sér svo margslunginn feril fram- kvæmdagleði og fjármálavafst- urs að þar komast fáir í samjöíh- uð. Bók Guðjóns bætir miklu við þá mynd Einars sem þjóðin hefur fengið af honum; lesandinn skilur betur en fyrr þá þræði sem gerðu líf hans að því ævintýri - og þrautagöngu - sem raun varð á. Guðjón eyðir miklu púðri í ætt Einars, einkum föðurættina, og þá fyrst og fremst Benedikt Sveinsson, einhvern mesta fullhuga 19. aldarinnar, gáfum gæddan og glæsimennsku, en merktan slíkum brestum að hvað eftir annað liggur við að hann koll- sigli sig og glati trausti samferðamannanna. Æskuár Ein- ars, sem er elsta barn Benedikts, eru lituð heimilislífi þar sem drykkjuskapur og hömluleysi föðurins og ósætti foreldranna setur allt úr skorðum. Þorbjörg Sveinsdóttir, systir Benedikts, fær einnig að njóta sín í stórskemmtilegum og fróðlegum lýsingum konu sem er engri annarri konu á Islandi lík. Þetta fólk virðist, þrátt fyrir augljósa hæfileika, skorta allar hömlur og hóf, og geðsýki sýnist skammt undan. Einar Benediktsson erfir kosti ættarinnar í ríkum mæli en brestirnir fylgja. í honum búa öfl sem hann fær lítt ráðið við. Hann er alþýðusinni og stórbokki, jalhvel spjátrungur. Hann er nútímamaður en þjáist af hræðslu við drauga svo að hann má ekki vera einn. Hann ann íslandi en margt bendir til að hann uni sér best meðal höfðingja erlendis. Menn geta líka velt því lengi fyrir sér hvers vegna Einar fer til Englands til að kynna sér geðlæknisfræði eftir að hafa lokið lögfræðiprófi. Var það vegna ótta við myrk öfl í eigin sálarlífi - eða vegna skáldskaparins? Sögu þeirra feðga, Benedikts og Einars, má skoða sem sögu manna sem eru of stórir fyrir þröngar aðstæður. Draumar þeirra og hugsýnir eru svo vold- ug að þröngar skorður lömuðu. Því hlaut að fara svo að ósigrar og vonbrigði yrðu jafnan á leið þeirra. Þetta verk er meira en ævi- saga Einars Benediktssonar. Ein- ar er hér sem einn aðalleikarinn í sögu lands og þjóðar sem Guðjón gerir firnagóð skil og gefur verk- inu stóraukið gildi. Hann hefur einnig augljóslega fundið ýmsar heimildir sem fram til þessa hafa verið huldar sjónum. Aðferð Guðjóns til að segja okkur sögu Einars er snjöll. Hann fer bil beggja, milli hins stranga fræðimanns annars vegar með heimildir að vopni og hins vegar rithöfundarins. Hann gæð- ir þessa sögu sína miklu lífi sem rithöfúndur, sviðsetur á þann hátt að það sem hann segir eða lýsir gæti verið satt, er það líklega, þótt það sé ekki stutt heimildum. Þannig er Einari lýst eftir að foreldrar hans skilja og móðirin flyst burt af heimilinu: „Einsi litli Benediktsson sættir sig illa við orð- inn hlut. Hann gengur um hús og garða með samanbitnar varir, skítugur strákur með hárlubbann í allar áttir og kreppta hnefa í vösum” (bls. 52). Sagnffæðingurinn og rithöfundurinn njóta sín báðir vel. Eftirtektarvert er hve málið er blæbrigðaríkt og les- andinn kynnist ýmsum orðum úr samtíma Einars sem bragð er að. Þessu bindi ævisögunnar lýkur árið 1907 þegar Ein- ar er 43 ára gamall. Hann er á kafi í þjóðmálabarátt- unni, ötull foringi Landvarnar, sem flestir virðast þó vantreysta, eitt virtasta skáld þjóðarinnar, hefur sagt af sér sýslumannsembætti og hyggur á enn meiri umsvif en nokkru sinni fyrr. Þá sögu leiðir annað bindi ævisögunnar í ljós. 33 Bókin Einar Benediktsson hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin nýlega 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.