Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1998, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.03.1998, Blaðsíða 63
•.................. agnúa hjá a.m.k. sum- um leikenda en Auði Bjarnadóttur tekst að gera. Það er td. erfitt að trúa því, að Hinrik Ólafsson þurfi að vera jafii stirðlegur í fram- göngu sem von Trapp; á frumsýningunni var engin leið að skynja þær kenndir sem Mar- ía á að kveikja í hon- um. Af fastakröftum L.A var Aðalsteinn Bergdal sérlega góð- ur sem tækifærissinn- aður heimsmaður, háll og sleipur. Leiksviðsumgerð Messíönu Tómas- dóttur þjónaði verkinu af látleysi, dró aldrei til sín athygli á kostnað leiksins. í heild var sýningin fulllöng og hefði vel mátt styttast á stöku stað. Tónlistin hljómaði vel í mínum leikmannseyrum. Það er ekki heldur að sökum að spyija; uppselt á sýningu eflir sýningu langt fram í tím- ann. Skaði að leikfélagið geti ekki lagt neitt lyrir til mögru ár- anna. Næst verður það að finna einhvern fámennan farsa til að fylla húsið. Sex í sveit staðfært að Flúðum? Lágt rísið í Loftkastalanum „Trainspotting" í Loftkastalanum * Leikgerð: Henry Gibson eftir skáldsögu Irvine Welsh Þýðandi: Magnús Þór Jónsson, Megas Leikstjóri: Bjarni Haukur Þórsson Leikmynd og búningar: Axel Hallkell Jóhannesson vað í ósköpunum kemur ungu íslensku leikhúsfólki til að leggja á sig að koma jafn lítilfjörlegu leikriti og þessu upp á sviðið? Fylgist það svona illa með því sem er skrifað af nýj- um leikritum í útlandinu? Eða er ástæðan sú, að verkið fjall- ar um eitt af helstu tískuefnum samtíðarinnar, dópismann? Imynda menn sér, að þeir séu að leggja eitthvað af mörkum til umræðunnar um þau efni með því að sýna það? Eða er tilgangur- inn - eins og bæði leikstjóri og þýðandi ýja að í leikskránni - und- ir niðri sá að ganga frarn af fólki? Sé svo, er óhætt að fullyrða, að það tekst ekki. Flestir nútíma leikhúsgestir eru orðnir svo vanir alls kyns sora, jafht í orðbragði sem athöfhum, að það þarf eitt- hvað kröftugra „stöff1 en þetta til að senda þá heim í sjokki. Kannski menn ættu næst að líta tíl Söru Kane, Mark Ravenhills eða annarra fiilltrúa þess ruddaskapar-raunsæis, sem hefur verið ofarlega á baugi í bresku leikhúsi að undanförnu. Leikrit þetta er byggt á skáldsögu, sem einnig hefur verið gerð eftir vinsæl kvikmynd. Leikritið var samið á undan kvik- myndinni og er mjög ólíkt henni. Það er á flestan hátt síðra; þar vottar ekki fyrir áhugaverðum söguþræði og persónurnar eru flestar eins leiðinlegar og hugsast getur. Manni stendur hjartan- lega á sama um allt þetta lið; jafn hörmu- legum atburði og dauða kornabarns í dópgreni er m.a.s. lýst svo kauðalega, að van- máttugar tilraunir leik- enda að gera úr því drama geta aðeins ork- að pínlega. Varð þó dauði barnsins og aft- urganga í einu af æðisköstum aðalper- sónunnar eitt af áhrifa- meiri atriðum kvik- myndarinnar í krafti snjallrar tækni og svið- setningar. Þegar á líður leysist leikritið upp í samsafn ótengdra og á köflum allt of langdreg- inna atriða, sem reynt er að hressa upp á með ýmsum þekktum leikhúsbrögðum, ljósagangi, tónlist, dansi, smástrippi og öðru slíku. En það lífgar enginn lík með því að setja það í öndunarvél. Bjarni Haukur Þórsson, sem titlar sig „framleiðanda" að amerískum hætti, hyggst greinilega nota sama bragð og þegar hann setti upp Master Class í fyrra; að láta einn stæltan stórleik- ara halda „sjóinu" uppi. Fjórir leikendur standa hér í ströngu, en Ingvar E. Sigurðsson ber hita og þunga kvöldsins í aðalhlut- verkinu. Ég gagnrýndi Ingvar nýlega fyrir að vera að festast í ákveðinni leikara-tilgerð; hér vottar varla fýrir henni. Hann hvílir í ógeðfelldu hlutverki sínu af því fyrirhafnarleysi, sem einkennir alla góða leiklist, og maður tekur varla eftír því að hann er ftill gamall fyrir það, a.m.k. sé miðað við myndina, þar sem þetta var aðeins stráklingur að leggja út á eiturbrautina. Þröstur Leó Gunnarsson stekkur úr einum ham í annan af mikilli fimi, en Gunnar Helgason ofleikur hressilega allan tímann. Þrúður Vil- hjálmsdóttir er daufgerð í hlutverkum sem bjóða víst ekki upp á nein sérstök tilþrif. Ekki hefur Bjarni Haukur fyrir því, frekar en í fýrra skiptið, að láta þýða heiti verksins; ég á a.m.k. bágt með að trúa því að Megas hafi gefist upp fyrir því. Það á sem sé að selja herlegheit- in út á bíómyndina. Tungan fer ekki fyrir mikið, þegar beinhörð markaðslögmálin eru annars vegar. Hvað þýðir annars orðið „tra- inspotting'? Ég tók ekki eftir því í leikritinu og finn það ekki í orðabókum. Er þetta kannski skoskt dópslangur? Að lokum eitt atriði varðandi almenna umgengni í Loftkastal- anum. Hvað eru stjórnendur leikhússins að hugsa að hleypa mönnum með bjórglös inn í salinn? Það er engin aðstaða í sætun- um til að stunda slíka drykkju, hvergi hægt að leggja glösin frá sér, svo að ekki þarf nema smáslysni til að sessunauturinn fái innihaldið yfir sig. Þegar sýning er hafin leggst bjórremman yfir salinn og þegar upp er staðið skrölta plastglösin fýrir fótum manna, því að flestir eru svo snyrtílegir að fleygja þeim einfald- lega frá sér að drykkju lokinni. Loftkastalamönnum veitír sjálf- sagt ekki af því að selja sem mestan bjór, en það eru líka hags- munir þeirra, að fólk flýi ekki staðinn sökum sóðaskapar. Œj Úr Sex í sveit. Frá vinstri: Rósa Guðný Þórsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir og Ellert Ingimundarson. Leikhúsgagnrýni Jóns Viðars Jónssonar 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.