Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1998, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.03.1998, Blaðsíða 17
NÆRMYND sumur í skátabúðum á Úlfljótsvatni meðan Sig- urður var í sveit á Minni-Borg í Miklaholtshreppi hjá Ingu og Halldóri Asgrímssyni. SKUTA OG SKIÐI Rakel og Agúst ferðuðust mikið fyrr á árum, sérstaklega um óbyggðir Islands en einnig er- lendis. Agúst var mikill áhugamaður um sigl- ingar og eftir að skútan Busla mín var keypt árið 1984 átti fjölskyldan margar sínar bestu frí- stundir þar um borð með vinum sínum. Skútan er geymd í Danmörku. Um svipað leyti fóru þau hjónin að stunda skíðaferðir til Austuríkis og eignuðust þar marga af sínum bestu vinum. Rakel á margt góðra vina, bæði fyrir vestan og víðar um land, en hún er ekki fáanleg til að nefiia nein nöfn en hún metur vini sína mikils. Rakel hefur haldið miklu og góðu sambandi við systur sínar í Keflavfk. Ragnar, bróðir henn- ar, er búsettur í Rifi og hefúr unnið hjá fyrirtæk- inu síðan 1969 og sá um reksturinn i Rifi meðan hann var einhver. I dag er hann útgerðarstjóri og ekur á milli flesta daga. Hin seinni ár hefur Rakel lagt sig eftir því að rækta sambandið við Rakel stendur fyrir utan gamla pakkhúsið sem Tang&Riis byggði 1890 og hýsir nú skrifstofúr fyrir- tækisins. Húsið hefúr verið gert upp af alúð og það er eins og koma inn á atvinnu- sögusafn að ganga þar inn. föðurfólk sitt í Færeyjum. Þannig sýnir nærmyndin af Rakel Olsen okkur prúða og hlédræga konu sem stjórnar milljarðafyrirtæki en hefur komist upp á lag með að stjórna án þess að þurfa að hækka róminn. Við sjáum líka konu sem er kvenréttindakona þó að hún segist ekki vera það, samviskusöm móðir og dugandi atvinnurekandi. (£] BAK m TJÖLDIN í SH Eitt af því sem vakti athygli manna á síðasta ári voru breytingar sem gerðar voru á Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Félaginu var breytt úr samlagsformi í hlutafélag og við þá breytingu var fækkað í sljórn úr 15 manns í 9. Við þá breyt- ingu féll Rakel út úr stjórn. Þegar aðalfundur SH var síðan haldinn í febrúar sl vakti það nokkra athygli að Rakel var kosin í stjórn á ný. Á bak við þetta er ákveðin saga sem fróðlegt er að varpa Ijósi á því hún segir jaínframt sína sögu um stefnufestu Rakelar og ákveðni. Á síðasta ári urðu nokkrar eignatilfærslur innan SH og voru ýmsir þar að losa um hlut sinn meðan enn giltu forkaupsreglur áður en félagið yrði opnað og skráð á Verðbréfaþingi eins og nú hefur verið gert. Meðal annars seldi HB á Akranesi hluta af sinni eign eins og fleiri en mestu munaði um það þegar Sigurður Einars- son í Vestmannaeyjum seldi hlut Isfélags Vestmannaeyja fýrir 750 milljónir króna. Rakel keypti helminginn af hlut Sigurðar en seldi jafnframt hlut í Trygginga- miðstöðinni. Fiskverkun Kristjáns Guðmundssonar í Rifi keypti einnig hluta af því sem var falt. Við þetta jókst hlutur Sigurðar Ágústssonar í SH í 7.59% sem gerir fyrirtækið að fimmta stærsta eigandanum. Við þessi umskipti gekk Sigurður Ein- arsson eðlilega úr stjórn SH. Rakel og fleiri Snæfellingum mislíkaði mjög og þótti fram hjá sér gengið þegar Kristján Jóhannsson, forstjóri Gunnvarar ehf. á ísafirði, var kjörinn í hans stað og töldu þau hlut síns fjórðungs fyrir borð borinn þar sem Vestfirðingar áttu fýrir einn mann í stjórn. Þegar síðan kom til aðalfundar höfðu allir eigendur SH á Snæfellsnesi með samtals 17% eignarhlut á bak við sig myndað bandalag og óskuðu eftir margfeld- iskosningu við stjórnarkjör. Slikt hefur ekki verið gert áður og þótti mörgum íhaldssömum stjórnarmönnum það hið mesta óráð og var því samið um málin fyr- ir fund, „plottað" eins og það heitir, og því komu aðeins fram framboð jafh margra og þurfti í stjórn. Gæðahirslur á góðu verði. Fagleg ráðgjöf og þjónusta. dKrOfnasmiðjan Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100 Verksmiðja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.