Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1998, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.03.1998, Blaðsíða 16
NÆRMYND viðskiptafræðingur, f. 1971. Hún býr í Reykjavík, gift Pétri Einarssyni, framkvæmdastjóra Icecon, dótturfyrirtækis Sölu- miðstöðvar hraðfrystíhúsanna hf. Þau eiga eitt barn. Yngsta dóttírin er svo Ragnhildur Þóra, f. 1976. Hún er í námi í Bandaríkjunum og býr með Júlíusi Kemp kvikmynda- gerðarmanni. Þau Ingibjörg og Sigurður búa sitt á hvorri hæðinni í ætt- aróðalinu, Clausenshúsi, sem er steinsnar frá skrifstofun- um. Hér er kannski rétt að nefna til sögunnar enn einn sem stundum er kallaður skrifstofústjóri en er áreiðanlega með- limur fjölskyldunnar. Það er tíkin Tófa af Labradorkyni sem fylgir sínu fólki í vinnuna og tekur á mótí gestum. Þótt trýnið sé grátt er kjarkurinn óbilaður og hún ver lóðina fyrir öðrum hundum af mikilli hörku ef hún sleppur út og sagt er að hún eigi það til að urra að rukkurum. bundnum skilningi þess orðs. Hún barðist ekki með kjafti og klóm fyrir því starfi sem hún gegnir heldur varð þetta eðlileg- ur hluti af hennar starfi. Hún er ósammála þeirri skoðun að konur í stjórnunarstöðum eigi að láta bera á sér tíl að vera kynsystrum sínum fyrirmynd. Að hennar mati skal dæma og meta stjórnanda af verkum hans og velgengni fyrirtækisins en ekki af því hvors kyns viðkomandi er. Þegar samstarfsmenn og félagar Rakelar úr sjávarútvegi eru spurðir álits á henni og rekstrinum í Sfykkishólmi koma fljótt upp á yfirborðið lýsingarorð eins og stefnuföst., einbeitt, ákveðin, fylgin sér og áfram yfir skalann yfir í stjórnsöm og ráðrík. Menn nefna einnig eiginleika eins og varkárni, trygg- lyndi, feimni og hæfileika til þess að gleðjast í góðra vina hópi. KVÓTIOG ATVINNA STJORNUN OG VOLD Rakel er stjórnarformaður fyrirtækisins. Þegar hún er spurð út í stjórnunarstíl eða stjórnunaraðferðir brosir hún góðlátlega og segir að það sem hún kunni í slíku hafi hún lært í skátunum í gamla daga. Hún segist hafa mjög gjarnan samráð við sína nánustu samstarfsmenn um hvaðeina sem lýtur að stjórn fyrirtækisins. Hún segir að það sé mikilvægt að hlusta á skoðanir annarra og gera sér grein fyrir því að fleiri en maður sjálfur getí haft rétt fyrir sér. Þetta læri stjórn- endur af reynslunni og geri þess vegna færri mistök eftir því sem þeir séu lengur í starfi. Ungum aldri fylgi oft óþolinmæði og vissa um hvað sé það rétta sem leiði stundum til fljótfærn- islegra ákvarðana. Rakel er settleg kona í framkomu og liggur lágt rómur þegar hún talar. Framkoma henn- ar er síður er svo valdsmannsleg, miklu frekar lágstemmd og góð- leg. Manni verður þó fljótlega ljóst að hún hefur skýrar og mótaðar skoðanir og er stefnuföst. Þetta er áreiðanlega kona sem er vön að fólk hlýði henni. Hennar álit er að sígandi lukka sé best í rekstri fyrirtækja. Það sé best að fara gætilega og hafa íhaldssemi að leiðarljósi í stað þess að taka mikla áhættu. Það telur hún að hafi verið ein- kenni á stjórn Sigurðar Agústssonar ehf. í gegnum árin og eigi ríkan þátt í farsælum rekstri. Einnig tekur hún fram að ekki megi gleyma að fyrirtækið hafi ávallt haft á að skipa góðu starfsfólki sem margt hafi unn- ið hjá fyrirtækinu um áratuga skeið. HÓGVÆR OG ÁKVEÐIN A þeim vettvangi sem Rakel starfar, í sjávarútvegi og fisk- vinnslu, eru konur sjaldséðir stjórnendur. Það væri hægt að nefna nöfn eins og Sæunni Axels á Olafsfirði og Guðrúnu Lár- usdóttir í Hafnarfirði en það er ekki alveg sambærilegt. Rakel var fyrsta konan sem settíst í stjórn Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna. Það var árið 1988 og hún situr þar enn, var kjörin aftur í stjórn á síðasta aðalfundi eftir að hafa verið utan stjórnar um ti'ma. Rakel segist sjálf ekki vera mikil kvenréttíndakona í hefð- Sigurður Agústsson ehf. er lokað einkafyrirtæki sem veltir um 1.200 milljónum árlega. Þrátt fyrir að mörg sjávarútvegs- fyrirtæki hafi látíð skrá sig á hlutabréfamarkaði og gróin fjöl- skyldufyrirtæki hafi sótt sér aukið ijármagn í formi hlutafjár, stendur það ekki til vestur í Sfykkishólmi. Það er afdráttarlaus skoðun Rakelar að fyrirtækið hafi ákveðnum skyldum að gegna við samfélagið í Stykkishólmi og fólkið sem þar býr. At- vinnuöryggi er tengt þeim kvóta sem á staðnum er og tíl að tiyggja að engar breytingar verði á þessu verður fyrirtækið ekki sett á hlutafjármarkað. Það er yfirlýst stefna Rakelar að láta lítið á sér bera per- sónulega og hún hefur árum saman ekki veitt viðtöl og frekar vikið sér undan umijöllun um fyrirtækið en þó sérstaklega sig og sina persónu. Kannski er þetta að breytast, eins og reynd- ar þessi grein ber vott um en marg- ir sem þekkja Rakel lyftu brúnum þegar hún kom fram í auglýsingu fyrir Eimskip í vetur. Árið 1979 létu Rakel og Ágúst af búsetu í Clausenshúsi og reistu sér afar veglegt einbýlishús að Ægis- götu 3 í Stykkishólmi. Húsið stend- ur alveg í flæðarmálinu og sjórínn sleikir stofugluggann á jarðhæð- inni. Þar er hægt að sitja og njóta óviðjafnanlegrar náttúrufeg- urðar Breiðafjarðar og horfast í augu við æðarfuglinn utan við gluggann. Að sögn kunnugra hafa Jjölmiðlar oft falast eftír að fá að heimsækja Rakel á heimavelli en til þessa dags hefur engum verið leyft að taka myndir inni í húsinu. Hún vinnur mikið og tekur ekki mikinn þátt í félagslífi í Stykkishólmi. Þó er hún félagi í Emblunum sem er merkileg- ur félagsskapur kvenna í Hólminum. Emblurnar hafa starfað í 15-16 ár og hafa það m.a. að markmiði að auðga menningar- og sögulega vitund félagskvenna. Félagafjöldi er takmarkaður við 30 og rætur sínar rekur félagið til starfsemi Málffeyja eða ITC í Sfykkishólmi fyrr á árum. Félagið heldur reglulega fundi, fer einu sinni á ári í makalausar menningarferðir til ýmissa staða á landinu og heldur árlega vorvöku með menningarlegu ívafi fyrir bæjarbúa. Fyrr á árum stóðu Rakel og Ágúst að öflugu skátastarfi í Hólminum en í dag eru það Ingibjörg og Einar Strand sem halda uppi merkinu á þeim vettvangi. Öll börnin voru reyndar alin upp við skátastarf og dæturnar dvöldu mörg VANN í TEHÚSINU Veitingastaðurinn hét Tehúsiö og þótti ekki lítil nýlunda aö því. Þar var hægt að fá tebolla en líka kaffi, hamborgara og sælgæti. Fyrstu árin eftir aö Rakel flutti vestur starfaði hún, ásamt Ágústi við þennan rekstur, seldi miða í bíóið og reif af og af- greiddi í Tehúsinu. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.