Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1998, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.03.1998, Blaðsíða 46
HUGBÚNAÐUR EÐA HEILAGUR ANDI? „Ætti ekki Háskólinn aö geta fært til fjármagn innan stofnunarinnar og tekið frá öðrum greinum til að mæta þessari þörf. Hvort er mikilvægara að mennta guðfræðinga eða tölvunarfræðinga?11 Friðrik Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Tölvumynda, er formaður Félags íslenskra hugbúnaðarfyrir- tækja. Hann segir að skortur á fólki til starfa við hugbúnaðar- gerð sé eitt stærsta vandamál greinarinnar. þar sem auglýst er eftir starfsfólki þá sýnist um helmingur auglýsinganna vera frá tölvuíyrirtækjum sem vantar starfsfólk, ekki bara tölvufræðinga heldur líka alls konar fólk sem kann á tölvur. Er fólksfæð verulegt vandamál í hugbúnaðar- fyrirtækjum? „Þetta er mikið vandamál. Það hafa út- skrifast innan við 400 tölvunarfræðingar frá HI og um 200 frá Tölvuháskóla Verslun- arskólans. Að auki starfa í þessu fagi við- skiptafræðingar, verkfræðingar og sjálf- menntaðir menn. Þegar allt kemur til alls er þetta lítill hópur og það er algengt að fyr- irtæki auglýsi eftir fólki og fái engin við- brögð. Þetta er okkar stærsta vandamál í dag og hefur verið erfitt mjög lengi. Það þarf ekki mikið til að skapa spennu á þessum markaði. Fyrirtækin haía reynt að bregð- ast við þessu með því að flytja inn fólk í ein- hverjum mæli en þetta er vestrænt vanda- mál svo það leysir lítinn vanda. Það vantar fólk með tölvumenntun alls staðar á Vest- urlöndum. Við viljum breyta mynstrinu á markaðn- um. Staðreyndin er sú að tölvunarfræð- ingar vinna mjög margir hjá hinu op- inbera. Því viljum við breyta og fá hið opinbera til þess að hætta að keppa við einkageirann í hugbúnaðarfram- leiðslu. Staðreyndin er sú að allt of viða í ríkisstofnunum er verið að framleiða hug- búnað og leysa verkefni sem ættu að koma frá fyrirtækjunum í greininni. Það var ekki fyrr en á síðasta ári sem tölvunarfræðingar í vinnu hjá einkafyrirtækjum urðu fleiri en þeir sem vinna hjá opinberum eða hálfop- inberum aðilum.“ HUGBÚNAÐUR EÐA HEILAGUR ANDI? Tölvunarfræðiskor Háskóla Islands hefur átt erfitt með að keppa við hugbún- aðargeirann í launum og á stundum hefur verið erfitt að halda uppi kennslu í einstök- um greinum vegna mannfæðar. Til þess að mæta þessum vanda hefur fyrirtækið Tölvumyndir tekið að sér ákveðna þætti í kennslu við tölvunarfræðiskor, sent starfs- menn fyrirtækisins til kennslu í tölvunar- fræði. „Eg veit ekki annað en að þetta sé eins- dæmi,“ segir Friðrik. Hann segir það lýsa vanda greinarinnar og vanda Háskólans að svo virðist sem menntamálaráðuneytið geti ekki hlaupið undir bagga og leyst vanda Háskólans með sérstökum flárveitingum. „Það liggur fyrir að hver útskrifaður tölvufræðingur úr Háskólanum kostar 200 þúsund á ári. Ráðuneytið borgar á sama tíma 375 þúsund á ári með hverjum nem- anda sem Tölvuháskóli VÍ útskrifar. Það liggur þess vegna á borðinu að það kostar hið opinbera meira að mennta kerfisfræð- ing í tvo vetur hjá VÍ en að borga fyrir þijá vetur i námi hjá HI. Við lítum á þetta sem vandamál en hvort þetta er vandamál ráðu- neytisins eða vandamál Háskólans er ekki alveg ljóst. Ætti ekki Háskólinn að geta fært til ijármagn innan stofnunarinnar og tekið frá öðrum greinum til að mæta þess- ari þörf. Hvort er mikilvægara að mennta guðfræðinga eða tölvunarfræðinga?" S9 r Hæstánægðir með H-Laun! Á síðustu mánuðum hafa yfir 130 launagreiðendur tekið upp H-Laun með góðum árangri. H-Laun Tölvumiðlun • Grcnsásvegi 8 • 108 Rvk • Sími: 568 8882 • Fax: 553-9666 Heimasíða: www.tm.is • Netfang: tm@tm.is vi'* K 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.