Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1998, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.03.1998, Blaðsíða 65
FOLK ompass er svissneskt fyrirtæki stofnað árið 1946. Það er stærstí viðskiptagagnagrunnur heims sem nær tíl 2 milljóna fyrir- tækja í 72 löndum um allan heim,“ segir Steinar Viktors- son, svæðisstjóri Kompass á íslandi, Grænlandi og Færeyj- um. Kompass Internatíonal hef- ur verið á Islandi í um 10 ár og lengst af boðið þjónustu sína í formi uppsláttarrita. í dag er Kompass beinlínu- tengt, notendavænt tölvukerfi ,sem notendur hafa við hönd- ina á veraldarvefnum og geta fyrirvaralaust nálgast fjölþætt- ar og ítarlegar upplýsingar um fyrirtæki, vöru og þjónustu og skapað sér viðskiptatækifæri um allan heim. Með þessu má segja að fyrirtækið hafi stigið Steinar Viktorsson, fyrrverandi trommuleikari og útvarpsmaður, er svæðisstjóri Kompass á íslandi. FV-mynd: Geir Ólafsson. STEINAR VIKTORSSON, KOMPASS skref inn í nútímann og nálg- ast nú verkefni sín með nýjum hættí. Árið 1996 var starfsemi Kompass á Islandi endur- skipulögð frá grunni og allur tölvubúnaður og hugbúnaður endurnýjaður og nýtt fólk ráð- ið til starfa og í dag starfa þar fimm fastráðnir starfsmenn. Að sögn Steinars Viktors- sonar nýta íslensk fyrirtæki sér Kompass gagnabankann í mjög vaxandi mæli og berast frá þeim um 200 fyrirspurnir á dag. Kompass safnar saman upplýsingum um fyrirtæki, framleiðsluvörur og þjónustu og miðlar til annarra fyrir- tækja. Og höfðar einkum tíl stjórnenda fyrirtækja, mark- aðs- sölu- og innkaupastjóra. Kompass er því kjörið mark- aðstorg fyrir framleiðendur, dreifingaraðila, heildsala og aðra þá sem stunda viðskipti. Leit að vörum og þjónustu fer fram eftír öflugu kerfi en leið- beiningar eru alltaf við hend- ina á skjánum. Ahersla er lögð á að upplýsingar séu alltaf ferskar og því uppfærðar um leið og breytíngar berast til Kompass. Fyrirtæki greiða fast árgjald fyrir aðild að Kompass, eða fyrir að vera í Kompass fjölskyldunni, eins og Steinar kallar það. Steinar segir að um 90% þeirra fyrirtækja, sem nýta sér Kompass, endurnýi aðildina árlega. I dag eru um 400 ís- lensk fyrirtæki aðilar að Kompass en Steinar segir það markmið fyrirtækisins að þre- falda þann fjölda. „Það liggur í hlutarins eðli að því fleiri sem nota Kompass, því betri verður nýt- ingin sem slík. Við teljum markmið okkar raunhæft mið- að við stærð íslensks markað- ar og fjölda fyrirtækja á hon- um. Við höfúm verið að skrá fyrirtæki af öllum stærðum og í öllum greinum, bæði iðnfyrir- tæki, inn- og útflytjendur og verslanir og stofnanir." Steinar Viktorsson lauk landsprófi úr Vogaskóla á sín- um tíma og hefur alltaf síðan verið á leiðinni í frekara nám en ekki gefið sér tíma tíl þess. Hann hefur unnið mikið að dagskrárgerð í útvarpi, aðal- lega á Sígilt FM, FM 95,7 og Aðalstöðinni. Samhliða því hefur hann ávallt starfað mikið að markaðssetningu og mark- aðsmálum, bæði fyrir einstök verkefni, samtök eða atburði eða fyrir stærri fyrirtæki. Má þar nefiia meðal annars KA- sumar á Selfossi, verslanir 11- 11 og Umferðarráð. Steinar er tónlistarmaður, nánar tíltekið trommuleikari, og hefur fengist við það með hléum frá 15 ára aldri. Hann var í hljómsveitum á borð við Bendix úr Hafnarfirði, sem er þekktust fyrir að hafa haft Björgvin Halldórsson innan- borðs, og einnig mætti nefna hljómsveitir eins og Rósina o.fl. Steinar hefur í mörg ár verið í framkvæmdanefhd Is- lensku tónlistarverðlaunanna þannig að tónlistín er aldrei langt undan þótt hann spili ekki sjálfur í dag. Við tónlistarkaflann má bæta því að báðir synir Stein- ars hafa fetað í fótspor hans í poppinu. Birgir Örn er með- limur í hljómsveitínni Maus og Viktor spilar með Reggae on Ice. Steinar er kvæntur Jór- unni Andreasdóttur sem starf- ar hjá Vinnumiðlun Reykjavík- urborgar. Hann segir að þegar frí- stundir gefist leití hann oft í flugið og samfélag flugáhuga- manna, en hann hefur lengi haft einkaflugmannspróf og hefur lengst af átt hlut í flug- vél. 35 TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSS0N 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.