Frjáls verslun - 01.03.1998, Blaðsíða 27
STJORNMAL
ndanfarið hafa birzt i blöðum ályktanir frá hinum og þess-
um félögum, þar sem lagt er tíl, að leyfilegt áfengismagn
í blóði verði lækkað úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill. Ég
lield, að þetta sé ekki skynsamleg tíllaga, - raunar held ég, að hún
sé arfavitlaus.
Tillögumenn halda, að hægt verði að draga úr ölvunarakstri
með því að minnka leyfilegt áfengismagn. Ég er sannfærður um,
að slíkt verður ekki gert með lagasetningu. Þvert á mótí er stór-
hætta á því, að svo ströng löggjöf, sem hér er lagt tíl að setja, geti
orðið tíl þess að auka ölvunarakstur, þ.m.t. auka slysahættu. Og
hún er til þess fallin að gera fjölmarga löghlýðna Islendinga að lög-
brjótum. Menn geta nefnilega fengið meira en 0.2 % í blóðið af því
að drekka pilsner, eplasíter eða mysu.
Þessi tillaga sver sig í ætt við ýmsar aðrar tillögur, sem settar
eru fram og sumar samþykktar sem lög í þeirri trú, að lífi manna
verði bezt stjórnað með lagasetningu.
Ohugnanlegt dæmi um slíkt er hækkun sjálf-
ræðisaldurs, - lög sem eru í beinni andstöðu
við heilbrigða skynsemi, - í andstöðu við
reynslu íslendinga af 16 ára sjálfræðisaldri og
lýsa forkastanlegri vantrú á unglingum. Sjálf-
stæðismenn ættu að losa sig við þá þingmenn,
sem léðu þessari tillögu atkvæði sitt.
SVIPUÐ TALA í 30 ÁR
Fjöldi þeirra, sem teknir hafa verið fyrir
ölvun við akstur, hefur verið svipaður sl. 30 ár.
A sama tíma hefur bifreiðaeign margfaldast.
Þetta þýðir þó ekki, að ölvuðum ökumönnum
hafi fækkað. Tölurnar segja einfaldlega, að
lögreglan laki álíka marga ölvaða ökumenn í
hverri viku, og líklega eru ílestir þeirra að
koma að kvöldlagi frá veizlum, annaðhvort af
veitingastöðum eða úr heimahúsum. Einn
hluti þeirra tímir ekki að kaupa sér leigubíl,
en annar hluti freistast til þess að keyra vegna
þess, að engan leigubíl er að fá, og svo er lítill
hlutí, sem telur sig ekki vera drukkinn, t.d.
vegna þess að menn misreikna sig á því,
hvenær rennur af þeim.
Þetta eflirlit lögreglu hefur verið svipað í
áratugi, og lögreglan hefur ekki fjárveitingu
eða mannskap til þess að auka þetta eftirlit.
I þessu sambandi má svo benda á, að víða
erlendis má lögregla ekki stöðva ökumenn af
handahófi, heldur verður hún að hafa rök-
studdan grun um, að viðkomandi hafi verið ölvaður. Vel getur ver-
ið, að við séum búin að kalla slíkt yfir okkur með inngöngu í EES
eða með undirskrift einhverra alþjóðasáttmála. Hins vegar hefur
enginn Jón rakari eða Þorgeir Þorgeirsson látíð á þetta reyna.
Mér vitanlega hefur aldrei farið fram nein könnun á því, hvað-
an menn eru að koma, sem eru teknir ölvaðir, eða hvert þeir eru
að fara. Mér vitanlega liggur heldur ekki fyrir nein skýrsla um,
hvernær dagsins menn eru teknir. Af blaðafregnum sýnist þó
mega ráða, að menn séu aðallega teknir um helgar og að nætur-
lagi.
STERKT ALMENNINGSÁLIT
Svo er Guði fýrir að þakka, að almenningsálit gegn ölvun-
arakstri er mjög sterkt hér á landi. Og það er nauðsynlegt að við-
halda þessu sterka almenningsáliti. Það þarf einnig að vera full-
komlega ljóst, að þeir, sem aka drukknir,
gera það á eigin ábyrgð og komi eitthvað
fyrir, eiga þeir engan bótarétt úr trygging-
um. Og það sem meiru skiptir, - það verður
að halda fast við þá reglu, að setjist menn
upp í bíl hjá drukknum ökumanni, taka þeir
sjálfviljugir þátt í áhættunni af fylliriisakstr-
inum, og sitja uppi með skaða sinn, ef illa
fer. Eins er með mann, sem lánar drukkn-
um manni vitandi vits bifreið sína.
Ég hefi líka heyrt kenningar um, að
slaka verði á þessum hörðu og einföldu
reglum. Ég fullyrði, að ef slíkt verður gert,
mun það hafa mjög slæmar afleiðingar. Allir
vita um þessar reglur, og þær hafa haft mjög
mikil og góð varnaðaráhrif.
Eitt af því, sem taka verður afstöðu tíl, ef
áfengismarkið verður minnkað, er, hvort
reglan um eigináhættu eigi að breytast í
samræmi við það. Ég stórefa, að slíkt verði
hægt. Og þá er hætta á, að hrapað verði tíl
þess að losa um þessar nauðsynlegu reglur.
Staðreyndin er sú, að núverandi regla
um áfengismagn í blóði hefur reynzt vel. Al-
menningur hefur það að viðtekinni reglu að
aka ekki, ef hann smakkar áfengi. Þó er
sveigjanleikinn þannig, að það sé „í lagi“ að
drekka rauðvínsglas eða öl með mat, enda
sannað með tílraunum, að áfengismagn inn-
an við 0,5 prómill hefur engin áhrif til hins
verra á aksturshæfni manna. 55
ARFAVITLAUS TILLAGA
Undanfarið hafa birzt í blööum ályktanir frá hinum og þessum félögum, þar sem lagt er til, aö leyfilegt áfengismagn í blóði veröi
lækkaö úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill. Ég held, að þetta sé ekki skynsamleg tillaga, - raunar held ég, aö hún sé arfavitlaus.
27