Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1998, Blaðsíða 66

Frjáls verslun - 01.03.1998, Blaðsíða 66
Ingimar Sigurðsson, deiklarstjóri hjá Tryggingamiðstöðinni, kann vel við sig útí i náttúrunni. FV-mynd: Kristín Bogadóttir. itt starf er að vera deildarstjóri mark- aðsdeildar. Undir hana fellur sala á atvinnu- rekstrartryggingum, endur- tryggingar, umboðsmenn, auglýsingar og almennings- tengsl og sitthvað fleira. Tryggingamiðstöðin er þriðja stærsta tryggingafélagið á TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON markaðnum með iðgjaldatekj- ur upp á um 2,5 milljarða,” segir Ingimar Sigurðsson hjá Tryggingamiðstöðinni. Tryggingamiðstöðin varð 40 ára á árinu 1997. í tilefni afmælisins gaf fyrirtækið út veglega matreiðslubók og sendi öllum viðskiptavinum sínum og velunnurum. Bókin heitir Matartimi og vakti verðskuldaða aðdáun. Skúli Hansen matreiðslumaður sá um uppskriftirnar í bókinni en það kom í hlut Ingimars að vera formaður útgáfunefhdar bókarinnar fyrir hönd fyrir- tækisins. Tryggingamiðstöðin er til húsa við Aðalstræti 6-8 í Reykjavík en er með 30 um- boðsmenn um land allt, þar af fjórar skrifstofur með eigin starfsmönnum. Upphaflega var fyrirtækið stofnað af fyrir- tækjum og einstaklingum inn- an Sölumiðstöðvar hraðirystí- húsanna sem töldu hag sín- um betur borgið með þessum hættí. Af því leiddi að fyrstu áratugina var starfsemi fé- lagsins einkum á sviði skipa- trygginga, farmtrygginga og brunatrygginga á lausafé fyr- ir fyrirtæki í sjávarútvegi og fiskvinnslu. „Þetta er löngu breytt. Starfsemi okkar er orðin hefðbundin að flestu leytí. Við erum alhliða vátryggingafé- lag, sem tekur þátt í hvers- kyns tryggingastarfsemi. Enn eimir eftir af þeim grunni, sem félagið upphaf- lega byggði á, þvf okkar hlut- ur í skipatryggingum er enn mjög stór. Við tryggjum um helming þeirra fiskiskipa sem eru yfir 100 tonn og skammt er síðan bílatryggingar fóru að vega álíka mikið í iðgjöld- unum eins og sjótryggingar.” Tryggingamiðstöðin var lengst af lokað hlutafélag en fyrir þremur árum var félagið opnað og geta menn nú selt og keypt í félaginu án nokk- urra takmarkana. Ingimar er fæddur og al- inn upp á Blönduósi. Hann lauk verslunarprófi frá Versl- unarskóla Islands árið 1973 og starfaði næstu árin hjá Kaupfélaginu á Blönduósi. 1977 hóf hann störf hjá Tryggingamiðstöðinni og hefur starfað þar síðan, þar af síðustu 10 árin sem deildar- stjóri. Ingimar hefur alltaf starfað mikið að félagsmálum og var virkur innan Junior Chamber hreyfingarinnar árum saman og var m.a. landsforseti þeirra samtaka. I dag er hann virkur á öðrum vettvangi félags- mála, annars vegar í Sjálf- stæðisfélagi Seltirninga og einnig sem formaður Knatt- spyrnudeildar Gróttu. „Eg sinni auk þess al- mennum heimilisstörfum í mínum frítíma og allt sem við- kemur matargerð og þess háttar finnst mér mjög áhuga- vert.” Eiginkona Ingimars heitír Guðrún Hrönn Einarsdóttir hárgreiðslumeistari og þau eiga tvo syni, 6 og 11 ára. Guðrún rekur sína eigin stofu í Hafnarstrætí. Ingimar segist hafa mjög gaman af því að vera gestgjafi og leggja sig allan fram við matargerð og allt það sem þarf að gera tíl þess að gest- um líði vel. Sem dæmi má nefna árlegt síldarboð sem hann býður tíl i lok janúar fýr- ir vini og vinnufélaga. Þá koma félagarnir saman og borða síld frá því snemma á laugardagsmorgni tíl hádeg- is. Alla réttí, sem á borðum eru þá hefur Ingimar búið tíl frá grunni. „Þess utan líður mér alltaf vel úti í náttúrunni. Eg þarf ekki endilega að klífa fjöll eða fara í langar göngur. Það er nóg að vera útí.” 59 INGIMAR SIGURÐSSON, TRYGGINGAMIDSTÖDINNI 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.