Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1998, Síða 66

Frjáls verslun - 01.03.1998, Síða 66
Ingimar Sigurðsson, deiklarstjóri hjá Tryggingamiðstöðinni, kann vel við sig útí i náttúrunni. FV-mynd: Kristín Bogadóttir. itt starf er að vera deildarstjóri mark- aðsdeildar. Undir hana fellur sala á atvinnu- rekstrartryggingum, endur- tryggingar, umboðsmenn, auglýsingar og almennings- tengsl og sitthvað fleira. Tryggingamiðstöðin er þriðja stærsta tryggingafélagið á TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON markaðnum með iðgjaldatekj- ur upp á um 2,5 milljarða,” segir Ingimar Sigurðsson hjá Tryggingamiðstöðinni. Tryggingamiðstöðin varð 40 ára á árinu 1997. í tilefni afmælisins gaf fyrirtækið út veglega matreiðslubók og sendi öllum viðskiptavinum sínum og velunnurum. Bókin heitir Matartimi og vakti verðskuldaða aðdáun. Skúli Hansen matreiðslumaður sá um uppskriftirnar í bókinni en það kom í hlut Ingimars að vera formaður útgáfunefhdar bókarinnar fyrir hönd fyrir- tækisins. Tryggingamiðstöðin er til húsa við Aðalstræti 6-8 í Reykjavík en er með 30 um- boðsmenn um land allt, þar af fjórar skrifstofur með eigin starfsmönnum. Upphaflega var fyrirtækið stofnað af fyrir- tækjum og einstaklingum inn- an Sölumiðstöðvar hraðirystí- húsanna sem töldu hag sín- um betur borgið með þessum hættí. Af því leiddi að fyrstu áratugina var starfsemi fé- lagsins einkum á sviði skipa- trygginga, farmtrygginga og brunatrygginga á lausafé fyr- ir fyrirtæki í sjávarútvegi og fiskvinnslu. „Þetta er löngu breytt. Starfsemi okkar er orðin hefðbundin að flestu leytí. Við erum alhliða vátryggingafé- lag, sem tekur þátt í hvers- kyns tryggingastarfsemi. Enn eimir eftir af þeim grunni, sem félagið upphaf- lega byggði á, þvf okkar hlut- ur í skipatryggingum er enn mjög stór. Við tryggjum um helming þeirra fiskiskipa sem eru yfir 100 tonn og skammt er síðan bílatryggingar fóru að vega álíka mikið í iðgjöld- unum eins og sjótryggingar.” Tryggingamiðstöðin var lengst af lokað hlutafélag en fyrir þremur árum var félagið opnað og geta menn nú selt og keypt í félaginu án nokk- urra takmarkana. Ingimar er fæddur og al- inn upp á Blönduósi. Hann lauk verslunarprófi frá Versl- unarskóla Islands árið 1973 og starfaði næstu árin hjá Kaupfélaginu á Blönduósi. 1977 hóf hann störf hjá Tryggingamiðstöðinni og hefur starfað þar síðan, þar af síðustu 10 árin sem deildar- stjóri. Ingimar hefur alltaf starfað mikið að félagsmálum og var virkur innan Junior Chamber hreyfingarinnar árum saman og var m.a. landsforseti þeirra samtaka. I dag er hann virkur á öðrum vettvangi félags- mála, annars vegar í Sjálf- stæðisfélagi Seltirninga og einnig sem formaður Knatt- spyrnudeildar Gróttu. „Eg sinni auk þess al- mennum heimilisstörfum í mínum frítíma og allt sem við- kemur matargerð og þess háttar finnst mér mjög áhuga- vert.” Eiginkona Ingimars heitír Guðrún Hrönn Einarsdóttir hárgreiðslumeistari og þau eiga tvo syni, 6 og 11 ára. Guðrún rekur sína eigin stofu í Hafnarstrætí. Ingimar segist hafa mjög gaman af því að vera gestgjafi og leggja sig allan fram við matargerð og allt það sem þarf að gera tíl þess að gest- um líði vel. Sem dæmi má nefna árlegt síldarboð sem hann býður tíl i lok janúar fýr- ir vini og vinnufélaga. Þá koma félagarnir saman og borða síld frá því snemma á laugardagsmorgni tíl hádeg- is. Alla réttí, sem á borðum eru þá hefur Ingimar búið tíl frá grunni. „Þess utan líður mér alltaf vel úti í náttúrunni. Eg þarf ekki endilega að klífa fjöll eða fara í langar göngur. Það er nóg að vera útí.” 59 INGIMAR SIGURÐSSON, TRYGGINGAMIDSTÖDINNI 66

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.