Frjáls verslun - 01.03.1998, Blaðsíða 60
IMr rnennin?
kmarið '37 endurreist
Sumarið '37 eftír Jökul Jakobsson í Borgarleikhúsinu
***l/2
Leikstjóri: Kristín Jóhannesdóttir
Leikmynd og búningar: Stígur Steinþórsson
egar Sumarið '37 var frumsýnt í Iðnó fýrir réttum þrjátíu
árum, urðu þáttaskil á ferli Jökuls Jakobssonar. Hin róman-
tíska vesturbæjarmynd í Hart í bak og Sjóleiðinni til
Bagdad var horfin fýrir fullt og allt og með henni ljúfsárar
ástarsögur og kómískar hliðarpersónur sem höfðu vakið mikinn
hlátur í meðförum Iðnó-leikara undan-
gengin ár. Jökull hafði fiskað vel á þeim
miðum, nú leitaði hann á önnur dýpri.
Hið nýja leikrit fjallaði um úrkynjun og
upplausn auðugrar útgerðarfjölskyldu. Þó
að leikurinn gerist á rétt hálfum sólarhring,
er þar brugðið upp svipmynd af sögu fjög-
urra kynslóða ættar sem hafist hefúr til
mikilla efna og borgaralegrar virðingar, en
stendur nú frammi fyrir skapadómi sínum.
Atburðarás er naumast nokkur í hefð-
bundnum skilningi; roskinn ekkjumaður
eyðir nokkrum klukkustundum að lokinni
útför eiginkonu sinnar í félagsskap tveggja
barna sinna og tengdabarna, eitt og annað
smálegt kemur upp á, en ekkert sem mun
skilja eftir varanleg spor. Þegar dagur ris
eftir svefnvana nótt, vitum við að þetta fólk
á sér enga von. Það mun reyna að halda
áfram að bera sig vel út á við, en um gagn-
kvæma virðingu, að ekki sé minnst á ást,
verður ekki að ræða. Líf þess er ein rjúk-
andi rúst.
Eins og Jóhanna Kristjónsdóttir rekur í bók sinni um árin með
Jökli ollu þær daufu undirtektir, sem leikurinn fékk, honum afar
sárum vonbrigðum. Helstu gagnrýnendur landsins voru mjög
ósammála um ágæti verksins: Olafur Jónsson og Agnar Bogason
jákvæðir, en Asgeir Hjartarson og Sigurður A. Magnússon lítt
hrifnir, einkum sá síðarnefndi. Áhorfendur höfnuðu sýningunni,
hún féll, gekk aðeins seytján sinnum í litlu Iðnó. Leikarar
sneru baki við gulldrengnum Jökli, sem áður hafði verið
hampað mest af öllum; sú er a.m.k. sögn Jóhönnu. Síðar
náði Jökull sér aftur á strik í nýjum leikritum. En hann lá
ekki á því í samtölum við fólk, að hann mæti Sumarið
einna mest verka sinna.
Eg hef ekki séð Sumarið '37 á sviði fýrr en nú.
Engu að síður tel ég mig þekkja það vel. Eg bjó það á
sínum tíma til prentunar, hef fjallað um það í kennslu
og hlustað oftsinnis á hljóðritun þess, sem Ríkisút-
varpið lét gera eftir frumuppfærslunni. Það var því
óneitanlega með talsverðri eftirvæntingu sem ég
mætti til sýningar L.R. á því nú.
Um fýrri sýninguna hef ég ekki aðrar heimildir en leikdóma,
ljósmyndir og útvarpsleikinn. I honum eru ýmis falleg andartök
hjá aðalleikendunum, Þorsteini Ö. Stephensen, Helga Skúlasyni
og Helgu Bachmann. En Þorsteinn Ö. var ekki réttur leikari í
burðarhlutverkið, Davíð útgerðarforstjóra, heimilisföðurinn sem
neitar að horfast í augu við sjúkleika og auðnuleysi afkomenda
sinna og flýr veruleikann með endalausum orðavaðli um allt og
ekki neitt Túlkun Þorsteins á persónunni var of hlý og mild,
mettuð þeirri angurværð sem Iðnó-leikarar töldu aðalsmerki Jök-
uls, sjálfsagt eftir kynni þeirra af Hart í bak og
Sjóleiðinni. Svipuðu máli gegndi um aðra leik-
endur.
Þessi nálgun er mjög hæpin, að ekki sé
meira sagt. I Sumrinu '37 ríkir enginn ljúfsár
tregi. Helstu persónurnar eru að vísu á kafi í
nostalgískri þrá eftir glataðri hamingju og vel-
sæld, hreinleik bernskunnar, gleði hinnar
fyrstu ástar og öðru slíku. En höfundur tekur
tilfinningasemi þeirra ekki gilda. Hann horfir
á þær köldum augum, eins og læknir sé að
semja sjúkraskýrslu dauðvona fólks. A bak
við glæst yfirborðið leynist ein lastabenda: ást
á ytri lífsþægindum, hégómagirnd, beiskja,
leti, taumlaus frygð, ástleysi, grimmd, hatur.
Þetta ríka og volduga fólk finnur sér allt til af-
sökunar til að flýja undan mannlegum skyld-
um sínum. Geðveiki Sjafnar, dóttur Davíðs, er
sópað undir teppið. Kalli litli, þroskaheftur
sonur Stefáns, sonar Davíðs, sem nú rekur
fýrirtæki tjölskyldunnar, og Sigrúnar, konu
hans, er geymdur á hæli. Geðveiki hinnar
látnu eiginkonu og móður var að sjálfsögðu
nokkuð sem enginn talaði um. Huggunarmeðulin eru síðan af
ýmsu tagi: Draumórar um fortíðina, alkóhól, sjúklegt kynlíf eða
hreinir kynórar. Auðvitað slá þau aðeins á sársaukann stutta
stund í einu.
Það er flest gott um sýningu Kristínar Jóhannesdóttur að
segja. Hún tekur leikritið hárréttum tökum, þó að lengi megi
deila um einstakar áherslur í jafn brothættu og blæbrigðaríku
verki. Pétur Einarsson gerir Davíð að þeim heimilisharð-
stjóra sem höfundur hefur greinilega séð fyrir sér - en Þor-
steinn Ö. breytti í vinalegan gamlan mann - og dregur
hvergi fjöður yfir bresti hans, innantóma sjálfumgleði, yf-
irgang í daglegu lffi, en gunguskap og vanmátt þegar á
hólminn kemur. Gervið er prýðisgott, en veikleiki
Péturs er sem löngum fyrr framsögnin, sem á til að
verða ærið tafskennd þegar verst lætur. Annars ger-
ir Pétur hér flest vel, sérstaklega aíhjúpa leikrænar
handahreyfmgar tilgerð forstjórans og ein-
lægniskort.
Effiert Þorleifsson lýsir hinum útbrunna
Eggert Þorleifcson og Pétur Einarsson
í Sumrinu ‘37.
Sumarið '37 í Borgarleikhúsinu
60