Frjáls verslun - 01.03.1998, Blaðsíða 18
MARKAÐSMAL
lafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og at-
hafnamaður, tók nýlega við stjórn umsvifa-
mikils fjármálafyrirtækis í Bandaríkjunum.
Mikil leynd hvíldi yfir breytingum í forstjórastól fyr-
irtækisins, Advanta áður en tilkynnt var formlega
um hana í stjórn þess. Hefði frést af breytingunum
eftir krókaleiðum hefði það getað haft áhrif á hluta-
bréfamarkaðinn. Advanta var að selja krítarkortafyr-
irtæki í sinni eigu þegar forstjóraskiptin voru í að-
sigi. Upplýsingar um það hefðu getað haft áhrif á
hlutabréfaverð.
ENGIN SMÁSMÍÐI
Advanta er gífurlega stórt fyrirtæki á íslenskan
mælikvarða og engin smásmíði á bandarískan mæli-
kvarða heldur. Samkvæmt upplýsingum í tímaritinu
Fortune var Advanta á 886. stærsta fyrirtæki í
Bandaríkjunum árið 1996 og fékk fyrstu einkunn
hvað arðsemi eiginijár snertir. Fjármálaumsýsla
Advanta nemur nú meira en tuttugu milljörðum
Bandaríkjadala á ári.
Hvers eðlis er þessi íjármálaumsýsla svo? Jú, fyr-
irtækið sinnir einstaklingum og smærri fyrirtækjum
á sviði krítarkorta, húsnæðislána, kaupleigu, trygg-
inga og innlána. Auk þess rekur Advanta fyrirtæki
sem stundar áliættufjármögnun. Starfsmenn fyrir-
tækisins eru 4.100 talsins og sex milljónir viðskipta-
vina skipta við fyrirtækið. Fjármunirnir, sem fyrir-
tækið sýslar með á ári hverju, nema nimum fimmt-
án hundruð milljörðum íslenskra króna.
FRÉTTNÆM RÁÐNING
Fleiri en Islendingar telja ráðningu Ólafs Jóhanns
til Advanta fréttnæma, því Wall Street Journal segir
frá henni og einnig má finna frétt í Philadelphia
Inquirer, American Banker, Los Angeles Times,
Reuters og hjá Bloomberg fréttaþjónustunni, um að
Ólafur Jóhann hafi tekið við forstjórastólnum.
I fréttatilkynningu frá Advanta lýsir Dennis Alter,
stjórnarformaður og aðalframkvæmdastjóri fyrir-
tækisins, sem auk þess er stærsti hluthafinn, yfir
ánægju sinni með að Ólafur Jóhann hafi samþykkt
að taka við forstjórastólnum. Þegar Ólafur Jóhann
tók sæti í stjórn fyrirtækisins í desember, sagði Alt-
er Ólaf Jóhann virtan fyrir störf sín á sviði tækni og
miðlunar upplýsinga. Hann hafi gert margmiðlunar-
deild Sony að leiðandi afli á sínu sviði á aðeins fimm
árum.
ÁÐUR UNNIÐ FYRIR ADVANTA
Ólafur Jóhann hafði komið að málefnum Advanta
áður en hann tók við forstjórastólnum. Á síðasta ári
var hann ráðunautur þess á sviði stefnumótunar og
markaðsmála. í desember tók hann sæti í stjórn fyr-
irtækisins. Áður varð Ólafur varaformaður stjórnar
dótturfyrirtækis Advanta, Advanta Information
Services, í október 1996.
18