Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1998, Síða 6

Frjáls verslun - 01.03.1998, Síða 6
RITSTJÓRNARGREIN HELGIHEFUR GLATAÐ TRAUSTINU! Þegar Landsbankinn var gerður að hlutafélagi um síð- ustu áramót tók nýr maður við starfi formanns bankaráðs Landsbankans; Helgi S. Guðmundsson, starfsmaður hjá VIS. Hann situr sem fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráðinu. A þeim þremur mánuðum sem hann hefur gegnt formennskunni hef- ur hann með ótrúlegri yfirlýsingagleði sýnt að hann er ekki starfi sínu vaxinn sem for- maður. I opinberri umræðu um málefiii bankans er hann ýmist með eigin hugleið- ingar eða þá að honum „skilst” hitt eða þetta. Hann hefúr sýnt á mjög efdrminni- legan hátt að hann getur skipt um skoðun á stórmáli varðandi bankann - eins og hendi sé veifað - og farið heilan hring í mál- inu. Vinnubrögð hans eru Landsbanka Is- lands hf. ósamboðin. Þau eru eins ótraust- vekjandi og hugsast getur. Ekkert er þó bankastarfsemi eins mildlvægt og einmitt traust! Framsóknarflokkurinn ætti að finna sér annan fúlltrúa til að setjast í bankaráðið. Helgin 21. til 22. mars rennur Helga örugglega seint úr minni - sem og öðrum landsmönnum. Þetta var erfið helgi fyrir Helga. I blaðaviðtali laugardagsmorguninn 21. mars vildi hann selja hlut Landsbankans í VIS með þeim rökum að eignin væri ekki nægilega arðbær, þ.e. að VIS væri ekki nægilega arðbært fyrirtæki. En Helgi er eimnitt starfsmað- ur VIS! Varla hefúr Axel Gíslason, forstjóri VIS, orðið sér- lega hrifinn af þessum ummælum starfsmanns síns en frá því að þau féllu hefúr verið greint frá methagnaði VIS. Undir kvöld þennan umrædda laugardag var hins vegar á Helgíi að heyra í fréttum að til greina kæmi að bankinn keypti meirihlutann í VIS! En viti menn! I skyndi var boð- að til bankaráðsfrmdar í Landsbankanum daginn efdr, á sunnudegi - af öllum dögum - til að íjalla um VlS-málið og framgöngu formannsins í fjölmiðlum. A sunnudeginum var formaðurinn kominn hring í málinu; hann var hættur við allt saman. Best væri að bankinn ætti áfram hlut sinn í VIS vegna allrar þeirrar umræðu sem orðið hefði um málið - en í þeirri umræðu var hann einmitt fremstur í flokld!!! Ilelgi situr í bankaráði Landsbankans sem stjórnmála- maður. Hann er fulltrúi Framsóknarflokksins og er því í raun sérstakur sendiherra Finns Ingólfsson- ar, ráðherra bankamála, í bankanum. Finn- ur hirti Helga í fjölmiðlum í kjölfer banka- ráðsfúndarins og sagðist afár ánægður með lyktir málsins; að það væri úr sögunni - eða hvers vegna liefði bankinn átt að kaupa helminginn í VIS fyrir aðeins tæpu ári ef um svo óhagkvæma fjárfestingu væri að ræða?! Hvað sem sagt verður um kaup Lands- bankans á helmingnum í VIS fyrir tæpu ári gengur ekld að formaður bankaráðs hans ræði um að selja hlutinn í fjölmiðlum og að það séu fyrst og firemst hans eigin hugleið- ingar. Það gengur heldur ekki að hann hafi farið með málið af stað án nokkurs stuðn- ings annarra í bankaráðinu. Þetta eru eins óbankaleg vinnubrögð og hugsast getur. Væri vilji innan bankaráðs- ins til að selja hlut bankans í VIS mætti ekld svo mildð sem nefúa málið - svo leynt yrði það að fara. I raun var Helgi líka vanhæfúr, samkvæmt bankalögum, til að fara með málið af stað í upphafi, bera það undir einhverja þijá sérfræðinga úti í bæ, vitringana þijá, eins og þeir hafa ver- ið nefndir, og leggja hugmyndir sínar um að selja hlutinn síðan fram í bankaráðinu fimmtudaginn 19. mars. Van- hæfiii Helga stafar af því að hann er starfsmaður VIS! I raun á hann að víkja af bankaráðsfúndum þegar málefrii VIS ber á góma. Hann var enda fjarverandi sem almenn- ur bankaráðsmaður þegar bankaráð Landsbankans Síim- þykktí kaupin í VIS í fyrra. Yfirlýsingar stjómmálamannsins sem situr sem banka- ráðsformaður Landsbankans, sýna brýna nauðsyn þess að bankinn verði einkavæddur, seldur einstaklingum og fyrirtækjum, eins og meirihlutí þjóðarinnar vill. Rílds- stjórnin ættí að gefa grænt ljós á það sem fyrst! Jón G. Hauksson ISSN 1017-3544 Stofhuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál - 59. árgangur RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson - AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfii Sigurgeirsdóttir - BLAÐAMAÐUR: Páll Ásgeir Ásgeirsson - LJÓSMYNDARAR: Geir Ólafsson og Kristin Bogadóttir- UMBROT: Ágústa Ragnarsdóttir. - UTGEFANDI: Talnakönnun hf. - RTTSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA: Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 561-7575, fax: 561-8646 -ÁSKRIFTARVERÐ: 2.895 kr. fyrir 1.-5. tbl. -10% lægra áskrif- tarverð ef greitt er með kreditkorti. - LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. nema bókin 100 stærstu sem er á 1.995,- - DREIFTNG: Tabakönnun, hf„ sími 561 7575 - FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. - LTTGREININGAR: Prentmyndastofan hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efiii og myndir. 6

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.