Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1999, Síða 8

Frjáls verslun - 01.02.1999, Síða 8
Feðgarnir Ingi Már Helgason og Helgi Eiríksson sem eiga og reka Verslun Landssímans í Kringlunni. Eitt af verkefnum Lúmex. Lúmex. FV-mynd: Geir Ólafsson. Ljósmynd: Ari Magg. Umsvifamiklir feðgar á Ijósamarkaði □ fstaða fólks til lýsingar hefur breyst mikið á síðustu árum. Þess er nú krafist að lýsing hafi þægileg áhrif, örvi viðskipti og tryggi öryggi, allt eftir því sem við á hverju sinni. Lýsing heíúr aukist stig af stigi í verslunum jafht sem í verk- smiðjum á sama tima og annars konar breytingar hafa orðið á lýs- ingu skrifstofuhúsnæðis. Flöt og einhliða lýsing er þar á undan- haldi og í staðinn lýsa menn upp ákveðna staði og rými eftir þörf- um,“ segja feðgarnir Helgi Eiríksson og Ingi Már Helgason, eig- endur Lúmex. Fyrirtækið er fjölskylduíýrirtæki og hefur verið umsvifamikið á ljósamarkaði allt frá því það var stofnað árið 1985. „Lengi vel var ekki mikið lagt upp úr lýsingu í verslunum hér á landi en þetta hefur gjörbreyst. Mönnum er orðið ljóst að rétt lýs- ing færir versluninni meiri við- skipti,“ segir Helgi. „Hugmyndir hafa verið sóttar bæði til Banda- ríkjanna og Bretlands og nú er svo komið að við notum jafnvel meira ljós í verslunum en gert er í þess- um löndum. Hönnun skrifstofuhúsnæðis hef- ur verið að breytast og meira orðið um alrými en áður var. Þar vinnur fólk jöfnum höndum við tölvur, síma- vörslu og að hugmyndavinnu. Kröf- ur til skrifstofulýsingar hafa breyst úr flatri lýsingu í þægilega og ekki of mikla lýsingu einstakra vinnustöðva í samræmi við vinnuna sem þar fer fram. Þá er mönnum orðið ljóst að lýs- ing í verksmiðjum er veigamikill ör- yggisþáttur svo léleg lýsing hefur vikið og aukin og markviss lýsing komið í Betri sjón r Kringlunni. staðinn. Inni á heimilum er síðan farið að huga meira að vellíðan fólks en áður var. Einnig þar hefur lýsingin aukist og breyst með tilUti til þess að hún á að geta stuðlað að slökun fólks og að losa það undan þunglyndi." Fyrirtækið vex hratt Lúmex hefur vaxið mjög hratt síðustu ár og aukningin aðallega verið í sérhæfðum verkefnum. A síðasta ári, sem var besta ár í sögu fyrirtækisins, voru lýstir upp 40 þúsund fermetrar af atvinnuhúsnæði og 280-300 heimili þar sem notaðar voru heildarlausnir frá Lúmex. Án efa þekkir almenningur Lúmex best af versluninni en fyrirtækið hefur auk þess alla tíð rekið teiknistofu og verkstæði, annast sérsmíði og þjónustu en síðast en ekki síst verið umfangsmikill rafverktaki. Á teiknistof- unni er unnið að lýsingarhönnun fýrir heimili, fýrirtæki, stofiianir og bæjarfé- lög. Þar eru teiknaðar raflagnir og arki- tektum og hönnuðum veitt aðstoð við val á lampabúnaði og lýsingarlausnum auk þess sem veitt er ráðgjöf um lýsingu. Sé þess óskað fara starfsmenn Lúmex á staðinn og gera tillögur og tilboð. Fylgst með nýjungum erlendis Helgi og Ingi Már segja að nauðsynlegt sé að fylgjast vel með því sem er að gerast erlendis á sviði lýsingar og leggja því metnað sinn jafnt í þennan hluta starf- seminnar sem og annað er þeir vinna. Þrisvar til flórum sinnum á ári fara þeir á sýningar og í skoðunarferðir til að sjá það nýjasta á þessu sviði. Ljósmynd: Ari Magg■ 8

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.