Frjáls verslun - 01.02.1999, Qupperneq 10
FRÉTT1R
Baðaöur í leifturljósum Ijósmyndara rœsti Davíð Oddsson forsætisráðherra hina nýju og fullkomnu
Heidelberg rúlluprentvél Prentsmiðjunnar Odda. FV-myndir: Geir Ólafsson.
Davífl ræsli Oddavélina
□ að var í nógu að snú-
ast hjá Davíð Odds-
syni forsætisráðherra
fimmtudaginn 18. febrúar sl.
Baðaður í leifturljósum ljós-
myndara ræsti hann nýja
prentvél hjá Prentsmiðjunni
Odda um sexleytið þennan
dag. Að því loknu hélt hann
rakleitt upp á Skipaskaga í
fimmtugsafmæli Ingibjargar
Pálmadóttur, heilbrigðis- og
tryggingaráðherra.
Hin nýja prentvél Odda er
af gerðinni Heidelberg Harris
en hún er fullkomnasta prent-
vél sinnar tegundar hérlendis
og brýtur blað í íslenskum
prentiðnaði, svo vitnað sé í yf-
irskrift kynningar á henni.
Hún er 92 tonn að þyngd og
32 metrar að lengd. Prentað er
samtíms báðum megin á rúllu-
pappír - sem eftír prentun fer í
gegnum sérstakan gashitara
sem þurrkar prentvélina. Að
lokum fer pappírinn í brotvél
sem skilar samanbrotínni örk
á endastöð. Vélin er sérlega af-
kastamikil og prentar 40 þús-
und eintök af 16 síðna blaði í
ijórlit á aðeins einni klukku-
stund.
Vélin er ætluð fyrir vinnslu
á innanlandsmarkaði en mikil
aukning hefur orðið á svo-
nefndum mark- og fjölpósti á
undanförnum árum þar sem
ítrustu kröfur eru gerðar til
skjótrar og vandaðrar prent-
unar. Þá auðveldar hún sölu-
starf Odda í Bandaríkjunum.
Prentsmiðjan Oddi er stærsta
prentfyrirtæki landsins. I
Benediktsson sendiherra. mtamalara^erra og Einar
Þorgeir Baldursson, þrentsmiðjustjóri Odda, stóð uþþi á nýju þrent-
vélinni er hann kynnti hana til sögunnar og bauð gesti velkomna.
Vélin er engin smásmíði, 92 tonn að þyngd og 32 metrar að lengd.
Einar S. Einarsson, forstjóri Visa íslands, og Steinar J. Lúðvíks-
son, aðalritstjóri Fróða, en Séð og heyrt, eitt aftímaritum Fróða,
er m.a. þrentað á methraða í nýju þrentvélinni.
10