Frjáls verslun - 01.02.1999, Page 43
ftJÁRMÁL
vegar ákveður að kjósa fimm þá fær hver um sig 100 atkvæði. Hann getur líka ákveðið að skipta at-
kvæðamagninu þannig að einn maður fái 150 atkvæði og annar 350.“
Hann bendir á að bæði hlutfallskosning og margfeldiskosning leiði til þess að minnihlutinn eigi
meiri möguleika á að koma mönnum í stjórn. í lögunum sé ákvæði um það að tiltekinn hluti hlut-
hafa geti gert kröfu um að það verði beitt hlutfallskosningu eða margfeldiskosningu við kjör stjórn-
armanna en slíka kröfu verður þá að gera bréflega til stjórnar minnst fimm dögum fyrir hluthafa-
fund. Ef tveir hópar gera kröfu til framkvæmd kosninganna, annar fer fram á hlutfallskosningu en
hinn margfeldiskosningu, þá skal beita margfeldiskosningu. Ef engin krafa berst fer meirihlutakosn-
ing fram.
Þrír til SjÖ í Stjúrn Þegar þá spurningu ber á góma hver mæting hluthafa þurfi að vera til að sam-
þykktir og ályktanir séu gildar, segir Baldur að meginreglan sé sú sem kveðið er á um mætingu í
samþykktum einstakra félaga. Hann segir að í eldri félögum séu gjarnan ákvæði um að til þess að
hluthafafundur sé lögmætur þurfi að vera mættir hluthafar sem fari með eitthvert ákveðið hlutfall
hlutafjár, oft helming. Þetta segir hann þó að hafi stundum valdið erfiðleikum, sérstaklega í eldri og
ijölmennari félögum, þar sem erfiðlega hefur gengið að ná þessum ijölda saman. Upp á síðkastið er
því í vaxandi mæli farið að taka tfam í samþykktum að fundur sé löglegur óháð þvi hversu margir
hluthafar sæki hann ef aðeins sé löglega staðið að boðun fundarins.
„Til lagabreytinga þarf yfirleitt samþykki tveggja þriðju þeirra sem eru á fundinum en afar lítið
hlutfall hluthafa getur verið á fundinum ef ekkert ákvæði er um lágmarksmætingu. Nokkrar undan-
tekningar eru þó frá meginreglunni, fyrst og fremst varðandi ákvarðanir sem breyta grundvelli fé-
lagsins, svo sem það að skerða rétt hluthafa til arðgreiðslu, öðrum en hluthöfum til hagsbóta, það
að auka skuldbindingar hluthafa gagnvart félaginu eða að innleiða hömlur á meðferð eða heimild
hluthafa til að selja og framselja sína hluti þannig að það eru ákveðnir hlutir sem þurfa samþykki
allra hluthafa, ekki bara þeirra sem eru á fundi. Eins þarf samþykki tveggja þriðju allra hluthafa í fé-
lagi til að samþykkja að slíta félagi. Þetta eru undantekningar frá meginreglunni sem er sú að það
er ákvörðun hvers félags hvað það áskilur um mætingu á fund til að fundur sé lögmætur," segir Bald-
ur.
Yfirleitt skipa þrír til sjö menn stjórn hlutafélags en þó er vitað um félög með níu menn í stjórn.
Sami maður má ekki vera stjórnarformaður og framkvæmdastjóri eða forstjóri. Hins vegar getur
framkvæmdastjóri eða forstjóri verið í stjórn. Ekkert kemur í veg fyrir að í félagi geti verið bæði
framkvæmdastjóri og stjórnarformaður í starfi. Stjórnarformaðurinn hugsar þá um stefnumörkun
en framkvæmdastjórinn sfyrir hinum daglega rekstri. B3
ADALFUNDIR
^ 1. Aðalfundur er hluthafafundur og hann er skylt
^ að halda einu sinni á ári.
2. Tilgangur aðalfundar er að taka til afgreiðslu
ársreikning félagsins, taka ákvörðun um með-
\ ferð hagnaðar og taps, úthlutun arðs og kosn-
ingu stjórnar.
\
3. Samkvæmt hlutafélagalögum getur kjörtíma-
bil stjórna verið allt að fjögur ár.
4. Aðalfund ber að halda eigi síðar en átta mán-
uðum eftir lok reikningsárs, þ.e. fyrir lok
ágústmánaðar.
V 5. Almenna reglan er sú að til hluthafafundar
skuli boðað með minnst einnar viku og mest
fjögurra vikna fyrirvara.
N
6. 1 fámennari félögum er oft boðað til fundar
með ábyrgðarbréfi en í fjölmennari félögum
má boða til fundar með auglýsingum í fjölmiðl-
> um.
I
7. Kosningin skal framkvæmd sem meirihluta-
kosning milli einstaklinga ef ekki er kveðið á
um annað. í reynd þýðir það að þeir sem fara
L-,V/Vvnw.|,.-> 'v>-vvv-. ~V.
með meirihluta atkvæða í félaginu geta ráðið
öllum sfiórnarmönnum ef þeir kjósa allir þá
sömu.
8. Hlutfallskosning kallast það þegar kosið er í
stjórn eftir hlutfallslegri stærð hluthafa.
9. Margfeldiskosning er það þegar atkvæða-
magn hluthafa er margfaldað með fiölda
þeirra sem kjósa á í stjórn. Ef viðkomandi hlut-
hafi fer með 100 atkvæði í félaginu og kjósa
skal fimm stjórnarmenn telst hann í raun hafa
yfir 500 atkvæðum að ráða.
10. Minnihlutinn á meiri möguleika á að koma
mönnum í stjórn með margfeldiskosningu.
11. Til lagabreytinga þarf yfirleitt samþykki
tveggja þriðju þeirra sem eru á fundinum.
Hins vegar þarf samþykki tveggja þriðju allra
hluthafa í félagi til að slíta því.
12. Sami maður má ekki vera stjórnarformaður
og framkvæmdastjóri eða forstjóri. Ekkert
kemur hins vegar í veg fyrir að í félagi geti ver-
ið bæði framkvæmdastjóri og stjórnarformað-
ur í starfi.
"**■•" ^ V. V -ws, "
m
/=y/_/VI£7/=
Á frábæru verði
Ræstivagnar
stórir
og allt
þar á milli
Einfalt og gott
moppukerfi
Öll áhöld og tæki til
hreingeminga. Fyrir fólk
og fallegra umhverfi.
v3
BLINDRAVINNUSTOFAN
Hamrahlíð 17
SÍMI
525 00 25
43