Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2000, Síða 66

Frjáls verslun - 01.02.2000, Síða 66
STJÓRNUN Leiðtogaþjálfun fyrir konur Ein af ástæðunum fyrir því að mikil- vægt er að þjálfa konur í leiðtoga- hlutverkið er að konur eru stund- um hikandi við að vera í ábyrgðar- og stjórnunarstöðu vegna spennu sem kann að myndast á milli hlutverka innan heimilis annars vegar og atvinnu hins vegar. I viðbót við þá spennu kemur álagið af því að þurfa sífellt að líta vel út og vera harður af sér. Þær hafa gjarnan minni hvatningu en karlar í þeim skiln- ingi að þeirra bíður ekki eitthvert net sambanda og samskipta sem gott er að leita til sem stjórn- andi. Ljóst er að íslensk fyrirtæki þurfa að takast á við nýja og krefjandi stjórnarhætti á nýrri öld þar sem þörf er á betri nýt- ingu beggja kynja til að halda samkeppnisstöðu. Heilsárs leiðtogaþjálfun fýrir konur, sem gengur undir heitinu STEPS, var fyrst kynnt á kvennaráðstefnunni „Konur og lýð- ræði“ sl. haust af starfsþróunarfyrirtækinu Skref fyrir skref. Framvinda mála eftir ráðstefnuna hefur verið hröð en ásamt því að bjóða núna íslenskum konum í stjórnunarstöðum leið- togaþjálfun er hafinn útflutningur á verkefninu, m.a. til Rúss- lands og Litháen. Fyrsta þjálfunarnámskeiðið á Islandi hófst þann 29. febrúar og samanstendur þátttakendahópurinn af fjórtán konum víðsvegar að úr atvinnu- lífinu. Sérhönnuð þjálfun „STEPS er alfarið þróað innnan Skrefs fyrir skref og bygg- ist á rannsóknum og margra ára reynslu fyrirtækisins við almenna þjálfun stjórn- enda,“ segir Sigrún Jóhannesdóttir verkefnastjóri. „Notast er m.a. við þekk- ingu sem hefur fengist í rannsóknum fyrirtækisins, sem styrkt er af Evrópu- sambandinu, um þátttöku kvenna í ákvarðanatöku. A Islandi hefur ekki fyrr verið boðið upp á sérhannaða þjálfun sem þessa og er markmiðið að þjálfa kon- ur til forystu og leiðtogastarfa." Einnig er ætlunin að þær konur sem taka þátt í námskeiðinu geti flutt sína þekkingu áfram til annarra kvenna og orðið lærimeistarar þeirra, ef svo má að orði komast. Styrkur einnar konu verður þannig styrk- ur fleiri sem vilja gerast góðir og farsælir stjórnendur og leið- togar á sínu sviði. Markmið STEPS eru að auka hlut kvenna í framkvæmda- og stjórnunarstöðum, að virkja ónýttan mannauð kvenna og efla þannig samkeppnishæfni fýrirtækja. Að takast á Við hið Óvænta Einkenni góðra leiðtoga og frum- kvöðlahugsun eru meðal þess sem þátttakendur munu tileinka sér á þjálfunartimanum. Aukin þekking á og árangursrík- ar aðferðir við að skapa og þróa nýjar hugmynd- ir, þ.e. nýsköpun og upplýsingaleikni, eru einnig áberandi námskeiðsþættir. Þátttak- endur munu auka þekkingu sína og verk- lega færni í alþjóðlegum samskiptum og samvinnu og styrk sinn í myndun og viðhaldi tengslaneta að lokinni þjálfun. Þær munu hafa lært sérstakar aðferðir við að glíma við erfiðar aðstæður sem stjórnendur með aukinni sjálfsþekk- ingu og fengið þjálfun í að glíma við sið- ferðislegar spurningar. Auk þess má sérstaklega nefna að þátttakendur munu hafa eflt nauðsynlega hæfni til að breyta kvíða í jákvæða orku. I þvi felst m.a. hæfni til að takast á við hið óvænta í síbreyti- legu starfsum- hverfi 21. aldar- innar, m.a. með tilliti til tækninýjunga, Qölmiðla og fjölbreyttari samskipta- hátta. Konursitja aðeins í örfáum af œðstu stjórnunarstöðum hér á landi, innan við 2%, þrátt jyrir að þær hafi í auknum mœli afl- að sér menntunar til jafns við karla. Eftir Vigdísi Stefánsdóttur Myndir: Geir Ólafsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.