Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 19

Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 19
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða er veitt 5 milljónum kr. til verksins árið 2005 og áætlað er að verkefninu ljúki 2007. Stafræna formið er algjör bylting fyrir notendur eins og fram hefur komið í fyrri skýrslum undiixitaðrar um Blindra- bókasafnið og sem einnig má lesa um í ársskýrslum safnsins undanfarin ár. Erla Kristín Jónasdóttir, fulltrúi Upplýsingar í stjórn Blindrabókasafns Islands Starfsgreinaráð upplýsinga- og fjölmiðlagreina Upplýsing hefur áheymarfulltrúa í Starfs- greinaráði Upplýsinga- og fjölmiðlagreina (UFG). Aðalfulltrúi er, Þórdís T. Þórarins- dóttir, og varafulltrúi Hulda Björk Þorkels- dóttir. Aðalfulltrúi sótti fjóra fundi á starfsárinu (fund 49 til 52) og varafulltrúi einn (49. fund). Á fundum starfsgreinaráðsins hefur meðal annars verið fjallað um ýmis erindi sem borist hafa og óskað hefur verið eftir umsögnum og áliti ráðsins á. Ennfremur hefur verið fjallað um skörun í námi í nokkrum greinum og starfsnám í ljósi styttingar til stúdentsprófs. Skipað hefur verið í vinnuhóp um endurskoðun á grann- námi á starfssviði ráðsins. Menntamála- ráðuneyti gerði samning við Prenttækni- stofnun um tilraunaverkefni tengt vinnu- staðanámi (starfsþjálfun) og námslokum í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum. Hvað varðar bókasafnstæknina var í framhaldi af samningnum skipað í vinnuhóp um mat á reynslu þeirra sem hafa lokið bóklegu námi í greininni. í vinnuhópnum era þær Hulda Björk Þorkelsdóttir, Pálína Magnús- dóttir og Þórdís T. Þórarinsdóttir. Þær Hulda Björk og Þórdís era tilnefndar af stjóm Upplýsingar og Pálína af Prent- tæknistofnun. Þann 11. mars fór starfsgreinaráðið í kynnisferð til Morgunblaðsins í Hádegis- móum, skoðaði nýja prentvél blaðsins og ræddi við ritstjóra þess. Heimsóknin var einstaklega vel heppnuð, fróðleg og ánægjuleg. Fyrir dyram stendur að ráðið fari í fræðsluferð út á land þar sem fengnir verði framsögumenn til að ræða mál sem eru ofarlega á baugi. Þórdís T. Þórarinsdóttir Verkefnisstjóm um náms- efnisgerð í séráföngum bóka- safnstækni Verkefnisstjórn um námsefnisgerð í sér- áföngum bókasafnstœkni skipa þær Hulda Björk Þorkelsdóttir sem fulltrúi Samtaka forstöðumanna almenningsbókasafna (SFA) og Þórdís T. Þórarinsdóttir, fulltrúi Upplýsingar. Á starfsárinu vora haldnir fjórir firndir. Hlutverk verkefnisstjómar var meðal annars að finna höfunda námsefnis í bóka- safnstækni (BST), gera samninga við þá, halda utan um námsefnisgerðina og fjár- mál verkefnisins. Meginverkefnið á starfsárinu var að fylgja eftir samningum sem verkefnis- stjómin hafði gert við höfúnda námsefnis í séráföngum í bókasafnstækni (20 einingar) og taka á móti námsefninu. Samningamir vora alls 14 við 11 einstaklinga en náms- efni hvers og eins var misumfangsmikið, allt frá hálfri einingu til fimm eininga (sjá Fregnir, 1/2004, s. 5). Nám í séráföngum hófst á vorönn 2004 með kennslu í BST 105. Á haustönn 2004 vora hinir séráfangamir kenndir (BST, 115, 115 og 125) og þurfti allt námsefnið að vera tilbúið haustið 2004. Námsefni skilaði sér í tæka tíð frá öllum höfundunum nema einum. Einn höfundur- inn, Sveinn Ólafsson, gaf út sitt námsefni í takmörkuðu upplagi á prentuðu formi, sem Upplýsing er útgefandi að, og einnig á rafrænan hátt, þ.e. Upplýsingatœkni á bókasöfnum og upplýsingamiðstöðvum og Upplýsingaöflun og -miðlun á Netinu. Menntamálaráðuneytið styrkti námsefnis- gerðina svo unnt var að greiða námsefnis- höfundum kr. 90.000 á einingu. Auk þess sóttu sumir um styrk vegna námsefnis- gerðar í framhaldsskólum og fengu styrk. Þann 18. desember 2004 vora starf- andi bókaverðir í dreifnámi, nemendur í bókasafnstækni, útskrifaðir í fyrsta skipti frá Borgarholtsskóla. (Fregnir 1/2005, s. 40-41). Nýr hópur í bókasafnstækni var tekinn inn í skólann síðastliðið haust (2004) þannig að námið heldur áfram við Borgarholtsskóla. Verkefnisstjórnin hefur nú lokið hlut- verki sínu en stofnaður hefur verið nýr vinnuhópur á vegum Prenttæknistofnunar (skv. samningi við menntamálaráðuneytið) 30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.