Fregnir - 01.06.2005, Síða 19
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða
er veitt 5 milljónum kr. til verksins árið
2005 og áætlað er að verkefninu ljúki
2007. Stafræna formið er algjör bylting
fyrir notendur eins og fram hefur komið í
fyrri skýrslum undiixitaðrar um Blindra-
bókasafnið og sem einnig má lesa um í
ársskýrslum safnsins undanfarin ár.
Erla Kristín Jónasdóttir, fulltrúi Upplýsingar
í stjórn Blindrabókasafns Islands
Starfsgreinaráð upplýsinga- og
fjölmiðlagreina
Upplýsing hefur áheymarfulltrúa í Starfs-
greinaráði Upplýsinga- og fjölmiðlagreina
(UFG). Aðalfulltrúi er, Þórdís T. Þórarins-
dóttir, og varafulltrúi Hulda Björk Þorkels-
dóttir. Aðalfulltrúi sótti fjóra fundi á
starfsárinu (fund 49 til 52) og varafulltrúi
einn (49. fund).
Á fundum starfsgreinaráðsins hefur
meðal annars verið fjallað um ýmis erindi
sem borist hafa og óskað hefur verið eftir
umsögnum og áliti ráðsins á. Ennfremur
hefur verið fjallað um skörun í námi í
nokkrum greinum og starfsnám í ljósi
styttingar til stúdentsprófs. Skipað hefur
verið í vinnuhóp um endurskoðun á grann-
námi á starfssviði ráðsins. Menntamála-
ráðuneyti gerði samning við Prenttækni-
stofnun um tilraunaverkefni tengt vinnu-
staðanámi (starfsþjálfun) og námslokum í
upplýsinga- og fjölmiðlagreinum. Hvað
varðar bókasafnstæknina var í framhaldi af
samningnum skipað í vinnuhóp um mat á
reynslu þeirra sem hafa lokið bóklegu
námi í greininni. í vinnuhópnum era þær
Hulda Björk Þorkelsdóttir, Pálína Magnús-
dóttir og Þórdís T. Þórarinsdóttir. Þær
Hulda Björk og Þórdís era tilnefndar af
stjóm Upplýsingar og Pálína af Prent-
tæknistofnun.
Þann 11. mars fór starfsgreinaráðið í
kynnisferð til Morgunblaðsins í Hádegis-
móum, skoðaði nýja prentvél blaðsins og
ræddi við ritstjóra þess. Heimsóknin var
einstaklega vel heppnuð, fróðleg og
ánægjuleg. Fyrir dyram stendur að ráðið
fari í fræðsluferð út á land þar sem fengnir
verði framsögumenn til að ræða mál sem
eru ofarlega á baugi.
Þórdís T. Þórarinsdóttir
Verkefnisstjóm um náms-
efnisgerð í séráföngum bóka-
safnstækni
Verkefnisstjórn um námsefnisgerð í sér-
áföngum bókasafnstœkni skipa þær Hulda
Björk Þorkelsdóttir sem fulltrúi Samtaka
forstöðumanna almenningsbókasafna
(SFA) og Þórdís T. Þórarinsdóttir, fulltrúi
Upplýsingar. Á starfsárinu vora haldnir
fjórir firndir.
Hlutverk verkefnisstjómar var meðal
annars að finna höfunda námsefnis í bóka-
safnstækni (BST), gera samninga við þá,
halda utan um námsefnisgerðina og fjár-
mál verkefnisins.
Meginverkefnið á starfsárinu var að
fylgja eftir samningum sem verkefnis-
stjómin hafði gert við höfúnda námsefnis í
séráföngum í bókasafnstækni (20 einingar)
og taka á móti námsefninu. Samningamir
vora alls 14 við 11 einstaklinga en náms-
efni hvers og eins var misumfangsmikið,
allt frá hálfri einingu til fimm eininga (sjá
Fregnir, 1/2004, s. 5).
Nám í séráföngum hófst á vorönn
2004 með kennslu í BST 105. Á haustönn
2004 vora hinir séráfangamir kenndir
(BST, 115, 115 og 125) og þurfti allt
námsefnið að vera tilbúið haustið 2004.
Námsefni skilaði sér í tæka tíð frá öllum
höfundunum nema einum. Einn höfundur-
inn, Sveinn Ólafsson, gaf út sitt námsefni í
takmörkuðu upplagi á prentuðu formi, sem
Upplýsing er útgefandi að, og einnig á
rafrænan hátt, þ.e. Upplýsingatœkni á
bókasöfnum og upplýsingamiðstöðvum og
Upplýsingaöflun og -miðlun á Netinu.
Menntamálaráðuneytið styrkti námsefnis-
gerðina svo unnt var að greiða námsefnis-
höfundum kr. 90.000 á einingu. Auk þess
sóttu sumir um styrk vegna námsefnis-
gerðar í framhaldsskólum og fengu styrk.
Þann 18. desember 2004 vora starf-
andi bókaverðir í dreifnámi, nemendur í
bókasafnstækni, útskrifaðir í fyrsta skipti
frá Borgarholtsskóla. (Fregnir 1/2005, s.
40-41). Nýr hópur í bókasafnstækni var
tekinn inn í skólann síðastliðið haust
(2004) þannig að námið heldur áfram við
Borgarholtsskóla.
Verkefnisstjórnin hefur nú lokið hlut-
verki sínu en stofnaður hefur verið nýr
vinnuhópur á vegum Prenttæknistofnunar
(skv. samningi við menntamálaráðuneytið)
30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 19