Fregnir - 01.06.2005, Qupperneq 24

Fregnir - 01.06.2005, Qupperneq 24
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða Upplýsing - félag bókasafns og upplýs- ingafræða hefur fengið í hendur frumvarp til laga um breytingar á höfundalögum. Innan Upplýsingar hefur starfshópur um höfundarétt haft það hlutverk að fylgjast með innleiðingu Infosoc tilskip- unar Evrópusambandsins í lög Islands og annarra Evrópulanda. I hópnum eru full- trúar hinna ýmsu tegunda bókasafna, þ.e. háskólabókasafna, almenningsbókasafna, sérfræðibókasafna og skólabókasafna. Fulltrúamir hafa m.a. fylgst með og kynnt sér viðbrögð sem orðið hafa í nágranna- löndunum við tilskipuninni. Hópurinn veitir því fuslega umsögn um frumvarpið f.h. Upplýsingar. I umsögninni er ijallað um þau atriði frumvarpsins sem snerta bókasöfn, bæði beint og óbeint. Hlutverk bókasafna er skilgreint í lögum um almenningsbókasöfn og í lögum um Landsbókasafn íslands - Háskólabóka- safn. í aðalatriðum er það tvíþætt, þ.e. varðveisluhlutverk og miðlunarhlut- verk. Svo dæmi sé tekið stendur í lögum um almenningsbókasöfn að þau skuli efla frjálsan og óheftan aðgang almennings að upplýsingum og þekkingarmiðlun. Við leggjum áherslu á að ákvæði í höfundalög- um hindri ekki söfnin í að sinna þessum hlutverkum. Bókasöfn hafa í áranna rás haft það meginmarkmið að veita öllum jafnan að- gang að upplýsingum og þar með að gögnum af ýmsu tagi og á mismunandi formi m.a. í því skyni „að skapa frumskil- yrði til ævimenntunar, sjálfstæðrar ákvarð- anatöku og menningarþroska einstaklinga og þjóðfélagshópa“. (Yfirlýsing UNESCO um almenningsbókasöfn, þýð. Sigrún Klara Hannesdóttir) I 31. grein tilskipunarinnar er tekið fram að nauðsynlegt sé að viðhalda rétt- látu jafnvægi milli mismunandi flokka rétthafa og notenda vemdaðs efnis. Bóka- verðir vilja gæta þess að hefðbundin þjón- usta við notendur bókasafna skerðist ekki um leið og þess er gætt að ekki sé hallað á hagsmuni rétthafa. Bókaverðir leggja áherslu á að í höfúndalögum sé tekið tillit til þessa atriðis. Þá er það bókavörðum mikið kappsmál að mögulegt verði að veita notendum safn- anna a.m.k. sömu þjónustu og hingað til. Það er ósk bókavarða að ný tækni og raf- rænn aðgangur að gögnum af ýmsu tagi geti auðveldað og flýtt fyrir afgreiðslu gagna og bætt þjónustu við safngesti í stað þess að seinka eða koma í veg fyrir eðli- lega afgreiðslu. Það væri bagalegt ef slíkar nýjungar yrðu til þess að takmarka aðgang notenda að upplýsingum en vissulega er veruleg hætta á því, bæði ef höfúndalög takmarka aðgengi og einnig ef þarf að greiða háar upphæðir fyrir miðlun upp- lýsinga sem hefúr alla tíð verið sjálfsögð þjónusta á bókasöfnum. Alþjóðleg samtök bókavarðafélaga (IFLA) hafa bent á að ef réttarvemd höfundalaga er of víðtæk eða þóknun til rétthafa of há getur það leitt til þess að eðlilegt aðgengi að upplýsingum skerðist. Jafnframt hefur verið bent á að ný tækni felur í sér nýja og aukna möguleika til aðgengis fyrir tiltekna hópa í þjóð- félaginu, t.d. fatlaða eða þá sem stunda fjamám, en felur líka í sér hættu á því að hægt verði að takmarka aðgengi fyrir þessa hópa. IFLA telur að meðhöndla skuli raf- rænt efni líkt og prentað efni. Það sé enginn eðlismunur á efninu heldur bara munur á formi. Það ætti ekki að skipta máli hvort bókavörður ljósriti pappírs- eintak af grein og sendi safngesti í pósti eða sendi honum rafrænt/stafrænt eintak í tölvupósti. Eins og segir að ofan er það bókavörð- um kappsmál að mögulegt verði að veita notendum safnanna a.m.k. sömu þjón- ustu, ef ekki betri, og hingað til án þess að raska réttlátu jafnvægi. Bókaverðir eru jafnframt sammála því að semja þurfi regl- ur um slíka dreifingu sem takmarka mögu- leika notenda á að brjóta höfundalög. Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins: 2. gr. Eintakagerð til einkanota varðar ekki bókasöfnin beint en fer þó oft fram innan veggja bókasafna, þar sem notendum er veittur aðgangur að ljósritunarvélum og tölvum til útprentunar. Ogemingur er fyrir starfsmenn bókasafna að fylgjast með því í hvaða tilgangi eintakagerð fer fram og hún hlýtur að vera alfarið á ábyrgð þess sem eintakið gerir. Við bendum samt á að erfitt getur orðið fyrir notanda að meta hvort eintakagerð til einkanota er talin vera í fjárhagslegum til- 30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 24

x

Fregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.