Fregnir - 01.06.2005, Síða 32

Fregnir - 01.06.2005, Síða 32
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða á IFLA ráðstefnunni og ákveðið var að kanna afstöðu til þess á fundinum Osló. Um kvöldið buðu Danir fundargestum til hátíðarkvöldverðar ásamt landsbóka- verði Færeyja og framámönnum Bóka- varðafélags Færeyja. Daginn eftir var fundinum svo haldið áfram og hófst á kynningu á bókasafns- málum í Færeyjum og á Bókavarðafélagi Færeyja sem stofnað var árið 1986 og hef- ur um 25 félagsmenn en skilyrði er að þeir séu bókasafnsfræðingar. Fyrir dyrum stendur skipulagsbreyting og stefnt er að meiri virkni, meðal annars að taka meiri þátt í norrænu samstarfi. Einnig kynntu aðrir fundarmenn það helsta sem er á döfinni í hverju félagi um sig. I Noregi var nýbúið að samþykkja ný lög um höfúnda- rétt og lét norska félagið mjög til sín taka í sambandi við það og barðist hart fyrir hagsmunum bókasafnanna til að miðla efni. í Danmörku hafa sveitarfélög samein- ast sem fækkar félögum í danska félaginu þar sem sveitarfélög greiða til þess. I Finn- landi er í deiglunni að sameina félög og er vinnuhópur að fjalla um sameiningarmál. Næst á dagskrá voru umræður um mál- efni IFLA við Gunnar Sahlin og hvemig mætti efla starf IFLA að málefnum bóka- safna og upplýsingamála. Fram kom að mikilvægt er að IFLA vinni að stefnu- mótun og hafi aðgerðaáætlun þar sem sett er fram forgangsröð. Drepið var á „Three Pillars“ IFLA (sjá www.ifla.org ) en í reynd væri um tvo máttarstólpa að ræða, þ.e. „society" og „profession“ en IFLA tel- ur „members" vera þann þriðja. Rætt að mikill tími fari í skipulagningu ráðstefn- unnar sem sé jafnframt aðaltekjulindin ásamt aðildargjöldunum. Fram kom að tíð framkvæmdastjóraskipti upp á síðkastið hafa staðið starfinu fyrir þrifum. Einnig kom fram að breyting á greiðslu aðildar- gjalda mun breyta valdahlutföllunum í samtökunum en mörg félög þurfa nú að greiða mun hærra mun gjald en áður. Akveðið var að auka samráð við norræna fulltrúann í stjóminni og samráð norrænu félaganna til að hafa aukin áhrif innan IFLA. Þá var rætt frekar um dagskrá Nor- dic Caucus á IFLA þinginu í Ósló og IFLA þingið í Osló almennt en skráning gengur mjög vel. Fram kom að vinnsla samnor- ræna bæklingsins (Nordic Libraries - and their Organisations - in the 21 st Century) sem dreifa á IFLA-ráðstefnunni er á eftir áætlun en síðustu greinamar bámst um miðjan maí (áætluð skil vom um miðjan febrúar). Danir, sem sjá um vinnsluna, fullvissuðu fúndannenn að hann yrði til- búinn í tæka tíð. Síðast á dagskránni vom frásagnir og ýmsar fréttir frá norrænu bókavarðafélög- unum, t.d. var sagt frá því að eitt ríkasta sveitarfélagið í Noregi, Bæmm rétt utan við Ósló, hefði sagt upp bókasafnsfræð- ingum og ætlaði að manna safnið með sjálfboðaliðum! Við frá Upplýsingu lögðum fram skýrslu um starfsemi félagsins, dreifðum Fregmtm í nýjum búningi, Bókasafninu og afhentum Landsbókasafni Færeyja og Bókavarðafélagi Færeyja eintak af ritinu A LEIÐ TIL UPPLÝSINGAR en hin félögin fengu bókina afhenta á fundi í Kaup- mannahöfn í nóvember 2004. Eftir fúndinn var boðið í gönguferð um elsta hluta Þórshafnar, sem var mikil upp- lifun að skoða, gömul smáhús sem stóðu þétt saman eins og til að standa af sér stór- viðri. Styrki til að sækja fundinn veitti Nor- ræna ráðherranefndin, Norræna húsið sér um úthlutun, og menntamálaráðuneytið. Kann stjóm Upplýsingar styrkveitendum bestu þakkir fyrir stuðninginn. Stjómin telur enn sem fýrr afar mikilvægt að taka þátt í norrænu samstarfi eftir föngum þar sem það auðveldar félaginu að fylgjast með og taka þátt í því sem er á döfinni hjá öðmm bókavarðafélögum og í bókasafna- samfélaginu almennt. Stefnt er að því að næsti fundur nor- rænu bókavarðafélaganna verði haldinn í Reykjavík 5. til 6. október 2006. Þórdís T. Þórarinsdóttir Fréttir af NORDBOK Vorfundur Nordbok var haldinn 30. og 31. maí síðastliðinn í Vilnius höfðuborg Lit- háen. Astæða þess að fundurinn var hald- inn þar var sú að nefndinni gafst þannig kostur á að kynna sér starf norrænu upp- lýsingamiðstöðvanna í Eystrasaltslöndun- um og Norðvestur-Rússlandi en aðsetur þeirrar skrifstofu er í Sankti Pétursborg. Aðalefni vorfundarins var að venju að úthluta styrkjum, annarsvegar til þýðinga 30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 32

x

Fregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.