Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 32

Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 32
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða á IFLA ráðstefnunni og ákveðið var að kanna afstöðu til þess á fundinum Osló. Um kvöldið buðu Danir fundargestum til hátíðarkvöldverðar ásamt landsbóka- verði Færeyja og framámönnum Bóka- varðafélags Færeyja. Daginn eftir var fundinum svo haldið áfram og hófst á kynningu á bókasafns- málum í Færeyjum og á Bókavarðafélagi Færeyja sem stofnað var árið 1986 og hef- ur um 25 félagsmenn en skilyrði er að þeir séu bókasafnsfræðingar. Fyrir dyrum stendur skipulagsbreyting og stefnt er að meiri virkni, meðal annars að taka meiri þátt í norrænu samstarfi. Einnig kynntu aðrir fundarmenn það helsta sem er á döfinni í hverju félagi um sig. I Noregi var nýbúið að samþykkja ný lög um höfúnda- rétt og lét norska félagið mjög til sín taka í sambandi við það og barðist hart fyrir hagsmunum bókasafnanna til að miðla efni. í Danmörku hafa sveitarfélög samein- ast sem fækkar félögum í danska félaginu þar sem sveitarfélög greiða til þess. I Finn- landi er í deiglunni að sameina félög og er vinnuhópur að fjalla um sameiningarmál. Næst á dagskrá voru umræður um mál- efni IFLA við Gunnar Sahlin og hvemig mætti efla starf IFLA að málefnum bóka- safna og upplýsingamála. Fram kom að mikilvægt er að IFLA vinni að stefnu- mótun og hafi aðgerðaáætlun þar sem sett er fram forgangsröð. Drepið var á „Three Pillars“ IFLA (sjá www.ifla.org ) en í reynd væri um tvo máttarstólpa að ræða, þ.e. „society" og „profession“ en IFLA tel- ur „members" vera þann þriðja. Rætt að mikill tími fari í skipulagningu ráðstefn- unnar sem sé jafnframt aðaltekjulindin ásamt aðildargjöldunum. Fram kom að tíð framkvæmdastjóraskipti upp á síðkastið hafa staðið starfinu fyrir þrifum. Einnig kom fram að breyting á greiðslu aðildar- gjalda mun breyta valdahlutföllunum í samtökunum en mörg félög þurfa nú að greiða mun hærra mun gjald en áður. Akveðið var að auka samráð við norræna fulltrúann í stjóminni og samráð norrænu félaganna til að hafa aukin áhrif innan IFLA. Þá var rætt frekar um dagskrá Nor- dic Caucus á IFLA þinginu í Ósló og IFLA þingið í Osló almennt en skráning gengur mjög vel. Fram kom að vinnsla samnor- ræna bæklingsins (Nordic Libraries - and their Organisations - in the 21 st Century) sem dreifa á IFLA-ráðstefnunni er á eftir áætlun en síðustu greinamar bámst um miðjan maí (áætluð skil vom um miðjan febrúar). Danir, sem sjá um vinnsluna, fullvissuðu fúndannenn að hann yrði til- búinn í tæka tíð. Síðast á dagskránni vom frásagnir og ýmsar fréttir frá norrænu bókavarðafélög- unum, t.d. var sagt frá því að eitt ríkasta sveitarfélagið í Noregi, Bæmm rétt utan við Ósló, hefði sagt upp bókasafnsfræð- ingum og ætlaði að manna safnið með sjálfboðaliðum! Við frá Upplýsingu lögðum fram skýrslu um starfsemi félagsins, dreifðum Fregmtm í nýjum búningi, Bókasafninu og afhentum Landsbókasafni Færeyja og Bókavarðafélagi Færeyja eintak af ritinu A LEIÐ TIL UPPLÝSINGAR en hin félögin fengu bókina afhenta á fundi í Kaup- mannahöfn í nóvember 2004. Eftir fúndinn var boðið í gönguferð um elsta hluta Þórshafnar, sem var mikil upp- lifun að skoða, gömul smáhús sem stóðu þétt saman eins og til að standa af sér stór- viðri. Styrki til að sækja fundinn veitti Nor- ræna ráðherranefndin, Norræna húsið sér um úthlutun, og menntamálaráðuneytið. Kann stjóm Upplýsingar styrkveitendum bestu þakkir fyrir stuðninginn. Stjómin telur enn sem fýrr afar mikilvægt að taka þátt í norrænu samstarfi eftir föngum þar sem það auðveldar félaginu að fylgjast með og taka þátt í því sem er á döfinni hjá öðmm bókavarðafélögum og í bókasafna- samfélaginu almennt. Stefnt er að því að næsti fundur nor- rænu bókavarðafélaganna verði haldinn í Reykjavík 5. til 6. október 2006. Þórdís T. Þórarinsdóttir Fréttir af NORDBOK Vorfundur Nordbok var haldinn 30. og 31. maí síðastliðinn í Vilnius höfðuborg Lit- háen. Astæða þess að fundurinn var hald- inn þar var sú að nefndinni gafst þannig kostur á að kynna sér starf norrænu upp- lýsingamiðstöðvanna í Eystrasaltslöndun- um og Norðvestur-Rússlandi en aðsetur þeirrar skrifstofu er í Sankti Pétursborg. Aðalefni vorfundarins var að venju að úthluta styrkjum, annarsvegar til þýðinga 30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.