Fregnir - 01.06.2005, Side 39
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða
Varla kemur Landskerfi bókasafna til
greina, hlutverk þess er fyrst og fremst
tengt gagnagrunninum sjálfum og rekstri
hans.
Þarf að búa til eina stofnunina enn til að
leysa þetta mál eða er hægt að efla Lands-
bókasafn Islands - Háskólabókasafn svo
það geti sinnt skyldum sínum og tekið að
auki að sér að vera skráningarmiðstöð fyrir
önnur söfn á Islandi?
Það er eins og byrjað hafí verið á öfug-
um enda í þessu máli og fólk vaknað upp
við vondan draum á miðri leið. Söfnin hafa
kappkostað að eignast að minnsta kosti
einn starfsmann með skráningarheimild
því ekki glitti í neina aðra lausn í sjónmáli
en að hver yrði að bjarga sér sjálfur eins
og verið hefur hingað til. Að mínu mati
hefði þurft að skipuleggja þennan þátt
strax frá upphafí og hafa hann frágenginn
áður en gefin var heimild til að tengja og
skrá í gagnagrunninn. Málið verður ekki
leyst með því að setja gjald á námskeið
Landskerfís í skráningu í Gegni til að
reyna að draga úr aðsókn að þeim.
Mörgum söfnum, sem hafa jafnvel ekki
enn getað sent neinn starfsmann á skrán-
ingamámskeið, þykir ósanngjamt að eiga
allt í einu að fara að greiða fyrir sitt fólk
meðan önnur söfn hafa getað sent fjölda
starfsmanna fyrir ekki neitt á námskeiðin.
Verðlagningin á umræddum námskeiðum
er einnig umdeild og varla sanngjamt að
taka mið af verðlagningu námskeiða End-
urmenntun HI þegar innheimta á nám-
skeiðsgjöld af eigendum hlutafélagsins.
Brýnt er að leysa málið hið fyrsta og
taka tillit til ólíkra þarfa safnanna í Gegni.
Mér hugnast betur að styrkja stofnanir,
sem fyrir eru til að sinna þessu verkefni,
frekar en að búa til nýja stofnun.
Hulda Björk Þorkelsdóttir
Fréttir frá skráningarráði
Skráningarráð var skipað að nýju með
erindisbréfi 19. okt. 2004 með starfstíma
til 31. ágúst 2005. í því eiga nú sæti auk
mín, Fanney Sigurgeirsdóttir sem tók ný-
verið við af Auði Gestsdóttur, Guðný
Ragnarsdóttir, Hulda B. Ásgrímsdóttir og
Þórdís T. Þórarinsdóttir. Þrír aðilar aðrir
starfa með skráningarráði, Sigrún Hauks-
dóttir Landskerfi bókasafna, Hildur Gunn-
laugsdóttir ritstjóri bókfræðigmnns Gegnis
og Ragna Steinarsdóttir ritstjóri efnisorða.
í maí 2004 kom í ljós að bókfræði-
færslur höfðu skemmst eftir að kerfið var
tekið í notkun vegna rangrar uppsetningar
þess. Meðal annars eyddu ákveðnar skip-
anir greinamerkjum. Skráningarráð sam-
þykkti 27. maí að setja á skráningarbann
meðan leitað væri leiða til að leiðrétta
vandann og til að koma í veg fyrir að
gögnin skemmdust frekar. Þessi ákvörðun
skráningarráðs var vægast sagt mjög um-
deild.
Leitað var til sérfræðinga Aleph í ísrael
og Þýskalandi varðandi lagfæringar á upp-
setningunni og leiðréttingu gagna sem
skemmst höfðu. Skráning var leyfð aftur
23. júní þegar ljóst var að gögnin ættu ekki
á hættu að skemmast lengur. Leiðréttingar
fengust ekki endanlega fyrr en nú um
miðjan júní þegar kerfinu var lokað í tvo
daga.
Mikið hefur verið rætt um stöðu þeirra
safna sem ekki hafa skráningarheimild og
gerð þjónustusamninga milli safna eða ein-
staklinga um skráningu. Stjóm Aleflis
kannaði hversu mörg söfn sem ekki hafa
skráningarheimild þurfa á skráningarað-
stoð að halda og reyndust þau ekki mjög
mörg og ekki um verulegt magn safngagna
að ræða. Athugað verður hverjir em til-
búnir að taka að sér skráningu fyrir aðra.
Efnisorðaráð sem skráningarráð skip-
aði hefur lagt fram tillögur að skipulagi
bæði varðandi leiðréttingar og hvemig
skuli staðið að áframhaldandi þróun
Kerfisbundins efnisorðalykils. Lykillinn er
nú aðgengilegur á vef Landskerfis og von-
andi verður gert átak í viðhaldi hans fljót-
lega.
Unnið hefur verið að því að skipta
greiniskráningu tímarita milli safna og er
sú vinna nokkuð á veg komin.
í desember samþykkti skráningarráð
reglur um lágmarkskóðun íyrir mismun-
andi efnisform í Gegni. Einnig hafa verið
settar reglur um hverju þarf að breyta í
færslum sem sóttar em í OCLC.
Meðal verkefna skráningarráðs er gæða-
eftirlit og reynt hefur verið að finna leiðir
til að sinna því. Það em um 115 manns
með skráningarheimild í Gegni. Gæði
skráningar eru ekki nógu mikil, of margir
skrásetjarar hafa ekki nægilega skrán-
ingarfæmi, bæði hvað varðar almenna
30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 39