Fregnir - 01.06.2005, Qupperneq 41
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og applýsingafrœða
ingu starfshátta í íslenskum bókasöfnum.
Ritstjóm safnar efni og semur nýtt eftir at-
vikum. Aðrir sérfræðingar innan og utan
Landsbókasafns leggja hönd á plóg að
beiðni ritstjórnar eða eftir því sem tilefni
gefast. Fyrirspurnir og athugasemdir varð-
andi handbókina óskast sendar á netfangið
hask@bok.hi.is.
Hildur Gunnlaugsdóttir gœðastjóri skráningar
Landsbókasafni Islands - Háskólabókasafni
Námskeið í lyklun
Upplýsing og efnisorðaráð Gegnis stóðu
fýrir námskeiði í lyklun í maí og fengu
virtan bandarískan sérfræðing á alþjóða-
vísu sem aðalfyrirlesara.
Það var ánægjulegt að fá enn frekari
staðfestingu á að okkar lykill er unninn í
samræmi við viðurkenndar alþjóðlegar
reglur um gerð kerfísbundinna efnisorða-
lykla og vonandi em hvergi í heiminum
nema á íslandi dæmi urn að eini útgefni
kerfisbundni efnisorðalykillinn í landinu sé
upphaflega unninn í sjálfboðavinnu af
tveimur áhugasömum fræðingum eftir
vinnu og um helgar, þvílíkt þrekvirki sem
þessar mætu konur hafa unnið. Þetta sýnir
best hve lítill skilningur ráðamanna hefur
verið á þörf fyrir samræmd vinnubrögð við
bókfræðilega skráningu og efnisorðagjöf.
Það er ekki nóg að setja ákvæði í lög um
skyldur ef því fylgja engir ijánnunir.
Hafið bestu þökk fyrir gott námskeið.
Hulda Björk Þorkelsdóttir
Niðurstöður könnunar um
þjónustu á Landsbókasafni
íslands - Háskólabókasafni
Notendakönnun var gerð meðal safngesta
Landsbókasafns Islands - Háskólabóka-
safns 10. mars síðastliðinn. Meginmark-
mið hennar var að kanna viðhorf notenda
til ýmissa þátta í þjónustu og starfsemi
safnsins og safna ábendingum um það sem
betur má fara. Áslaug Agnarsdóttir, sviðs-
stjóri þjónustusviðs safnsins, hafði umsjón
með framkvæmd könnunarinnar og vann
úr niðurstöðum hennar. Svipuð könnun var
framkvæmd árið 2003.
Alls 400 spurningablöðum var dreift til
gesta í safninu og í lok dags hafði 345 ein-
tökum, eða rúmlega 86%, verið skilað.
Meðal þess sem spurt var um var viðhorf
þátttakenda til þjónustunnar í heild, við-
horf til starfsfólksins, um útlán og milli-
safnalán, framboð prentaðs efnis, vef
bókasafnsins, tölvukost, rafræn gögn og
upplýsingaþjónustu, húsnæði bókasafnsins
og lesaðstöðu.
Langflestir þátttakendur eða rúmlega
83% voru nemendur við Háskóla íslands
enda bókasafn Háskóla íslands til húsa í
Þjóðarbókhlöðu. 2,3% voru kennarar við
HÍ og 3,5% nemendur við aðra háskóla,
svo sem Háskólann í Reykjavík, Bifröst og
Tækniháskólann. Tæplega helmingur þátt-
takenda, eða 49,5%, reyndust vera á aldr-
inum 21-25 ára sem er algengur aldur
nemenda við HI. Mikill munur var á ijölda
nema í safninu eftir deildum Háskóla Is-
lands og voru um 40% nemanna skráðir í
félagsvísindadeild.
Þjónustan
Rúmlega 88% tilspurðra voru í heildina
ánægðir með safnið og þjónustu þess og
verður það að teljast mjög jákvæð niður-
staða. Þátttakendum þótti starfsfólkið sýna
spumingum sínum meiri áhuga, vera vin-
gjamlegra og að það gengi betur að fá
þjónustu hjá starfsfólkinu en árið 2003.
Körlum fannst starfsfólk frekar sýna fyrir-
spumum sínum áhuga en konum.
Fleiri þátttakendum þótti auðvelt að
finna efni í safninu og mun fleirum þótti
leiðbeiningar starfsfólks við heimildaleit
góðar en fyrir tveimur ámm. Nemendur
telja sig frekar sjálfbjarga á safninu eftir
því sem þeir eru lengra komnir í nárni.
Þessar niðurstöður benda til þess að leið-
beiningar starfsfólksins nái til fleiri aðila
og að þeir sem nýta sér leiðbeiningamar
séu nokkuð ánægðir með þær. Sama til-
hneiging er til staðar þegar finna á gögn og
upplýsingar. Aðrir hópar en nemendur við
HÍ höfðu frekar sent fyrirspumir til safns-
ins í tölvupósti og gildir það um bæði árin.
Þó höfðu fleiri í heildina notað þessa
þjónustu árið 2005 en 2003. Hjá nemend-
um við HI voru líkurnar á því að senda
fyrirspum til safnsins í tölvupósti meiri
eftir því sem nemendur vom lengra komnir
í námi.
Nemendur við H1 nýttu sér lestrarað-
stöðu safnsins umfram aðra hópa. Meiri-
30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 41