Fregnir - 01.06.2005, Qupperneq 43

Fregnir - 01.06.2005, Qupperneq 43
Fregnir. FréttabréfUpplýsingar - Félags bókasafns- og npplýsingafrœða > Hvar erum við núna? > Hvert viljum við fara (og af hverju?) > Hvemig viljum við komast þangað? > Hvenær ætlum við að vera komin? > Hvemig vitum við að takmarkinu sé náð? Kvað hann grunnþætti markaðsmála vera eftirfarandi atriði: > Upplýsingar, þ.e. markaðurinn og innra starf. > Greining, þ.e. stöðumat, s.s. SVOT greining og valkostir - megináherslur /gildi > Markaðsstefna - ákvarðanir um hvert skal halda í markaðsmálum > Framkvæmd - kynning og þjónusta > Árangursmat - væntingar og umbætur Kynnti Magnús þjónustuhringinn: 1. Ákvörðun um hvemig þjónustu skuli veita 2. Veiting þjónustu, t.d. viðhorf til þjónustunnar 3. Árangur, t.d. mat á árangri 4. Greining á frammistöðu 5. Ákvörðun um umbætur Magnús var greinilega búinn að kynna sér vel vefsetur Upplýsingar og vitnaði hann mikið í efni frá ráðstefnum sem haldnar hafa verið hér á landi og tenglar eru í á vefnum. Að lokum greindi hann frá ráð- stefnu sem hann hafði nýlega sótt og var á vegum www.trendwatching.com. Þar væri að finna allt það nýjasta sem er á markað- num. Nú væri mikið talað um „New Marketing“ sem hægt væri að skilgreina í eftirfarandi þætti: Skapandi áherslur, þátt- taka viðskiptavina, frumkvæði, stöðugar breytingar, mannlega þáttinn, innsæi, nýja kynslóð og lægra verð. Yfir 50 manns sóttu fundinn og má vænta fleiri morgunverðafræðslufunda á næsta starfsári. Svava H. Friðgeirsdóttir Af hverju vill fólk stafræn bókasöfn? Þann 29. apríl flutti Mel Collier fyrirlestur á vegum Menntasmiðju Kennaraháskóla íslands og Upplýsingar sem hann nefndi „Why do people want digital libraries?“. Fyrirlesarinn hefur áður verið kynntur í Fregnum en hér verður stiklað á stóru um efni fyrirlestrarins. Mel Collier rakti í upphafí að mikið hefði verið fjallað um stafræn bókasöfn hvað snerti tæknileg atriði, hönnun og við- mót, höfundarétt, lögfræðileg sjónarmið og útgáfulíkön fyrir háskóla en hins vegar hefði minna verið fjallað um viðskipta- áætlanir í þessu samhengi. Þær eru nú að fá aukið vægi og sjálfur hefur hann unnið að slíkum verkefnum og nefndi dæmi um (1) The European Library (TEL) sem er samvinnuverkefni um rafrænt bókasafn á vegum átta (nú tíu) evrópskra þjóðbóka- safna og (2) ELISO sem er rafræn bóka- safns- og upplýsingaþjónusta fyrir háskól- ann í Oxford. Eftir því sem rafræn þjón- usta verður stærri hluti af rekstri bókasafna er meira í húfi að horft sé á áætlanagerð og fjánnögnun til langs tíma. Hugtakanotkun Hugtakið stafrænt bókasafn skýrði fyrir- lesari þannig að um væri að ræða stýrt um- hverfi með margmiðlunarefni á stafrænu formi, sem hannað er í þágu notenda, skipulagt til þess að auðvelda aðgang að efnisinnihaldi og útbúið með hjálpargögn- um til að ferðast um net. Notendur og efn- iskostur geta verið sitt á hvorum staðnum en öllu er samt stýrt sem samhangandi heild. Áætlanagerð um stafrænt bókasafn er ferli þar sem markmið, framleiðsla og þjónusta em skilgreind ásamt því hvemig stafrænt bókasafn fellur að heildannark- miðum stofnunar. The European Library (TEL) Mel Collier lýsti síðan í einstökum atriðum hvað var kannað í TEL-verkefninu en þjóðbókasöfn geta vissulega verið inn- byrðis ólík, t.d. hvað varðar stefnu, stærð, fjármagn og hve langt þau eru á veg komin í þróun rafrænnar þjónustu. Spurt var hvað söfnin vildu og hvers þau væntu af TEL, hver virðisaukinn ætti að verða, hvaða notendahópi ætti að þjóna og hvaða efni þau vildu bjóða upp á. I ljós kom að söfnin vildu koma bæði skylduskilaefni og ein- stökum dýrgripum á framfæri á stafrænu formi og auk þess vildu þau bjóða upp á ýmislegt annað útgefíð efni og þemu. Kostina sáu söfnin einkum felast í því að bæta aðgengi í Evrópu og töldu þjóðbóka- söfnin hafa þar hlutverki að gegna. Með þessu sköpuðu þau ímynd og yrðu sýni- legri. Þá var samvinna um tækni talin mjög æskileg, með því móti yrðu allir leitar- 30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 43

x

Fregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.