Fregnir - 01.06.2005, Qupperneq 44
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða
möguleikar öflugri. Álitið var að hinir
upplýstu borgarar, háskólakennarar, fræði-
menn og háskólastúdentar mundu einkum
nýta sér stafræn söfn en þau hefðu einnig
gildi fyrir önnur bóka- og minjasöfn, rit-
höfúnda og einkarannsóknir. Efnið sem
þjóðbókasöfnin vildu fyrst og fremst koma
á framfæri tengdist hugvísindum, lögum,
félagsvísindum, hagfræði, viðskiptum og
náttúrufræðum. í öllum greinum skyldi
sjónum beint að tungumáli og menningu
hvers lands. Könnunin leiddi í ljós ýmsar
gagnlegar upplýsingar um viðhorf í söfn-
unum sjálfum en minna er vitað um þarfir
og væntingar notendanna enda er erfiðara
að kanna þær. Sjá um þjónustu Evrópu-
safnsins á vefnum htto://www.europeanlib
rarv.org en The European Library Offíce,
sem var formlega stofnuð í júní 2004,
hrinti þiónustunni af stokkunum 17. mars
2005.
ELISO
í Háskólanum í Oxford var mikill áhugi á
að fá aðgang að fleiri rafrænum gögnum,
einkum í vísindum og læknisfræði. Þar var
einnig mikill vilji til að vera í fararbroddi
við að þróa opinn aðgang og gerð stafræns
efnis. Á þessum forsendum hafði fyrirles-
ari okkar verið fenginn til að gera við-
skiptaáætlun sem hann sagði að vísu
minna frá í smáatriðum. En meginmark-
miðið var að auka aðgang að rafrænum
tímaritum og handbókum, koma upp raf-
rænu þjónustuborði, geta sent fræðimönn-
um heimildir um tölvunet, stafræn eintaka-
gerð og þróun rafræns bókasafns í stofnun-
inni. Mel Collier nálgaðist þetta markmið
með því að ræða við ýmsa hagsmunaaðila,
fókushópa, kanna reynslu annarra og bera
saman háskóla og meta innviði stofnunar,
kostnað og arðsemi. Hann taldi að fræði-
menn í raunvísindum fengju 90% upplýs-
ingaþarfa sinna fullnægt með rafrænum
heimildum en í hugvísindum ætti það að-
eins við um 10%. Einhvers staðar þarna á
milli liggja félagsvísindin, það fer eftir eðli
verkefnanna. Dæmi voru nefnd um hve
miklu fé nokkrir háskólar verðu til kaupa á
rafrænu efni. Þær tölur urðu tilefni til
nokkurra umræðna því margt getur þurft
að skýra af því sem liggur þar á bak við.
Skólasöfn og sérfrœðisöfn
í lokin velti Mel Collier upp nokkrum
sjónarmiðum um söfn á lægri skólastigum
og sérfræðisöfn. Hann taldi enn nauðsyn-
legra að gera góðar áætlanir þegar um
minni stofnanir væri að ræða og megin-
atriðið væri að spyrja sig hinna sígildu
spuminga: af hverju, hvað, fyrir hvem og
hvemig. Hann benti einnig á að miklar
rannsóknir væm nú gerðar á netnámi, þró-
un rafbóka væri að vísu hægari en tímarita
en mikið af efni væri þó til nú þegar til á
Netinu. Lokaorð Mels vom þessi: „All
organisations are different in some way,
but there is always enough similarity to
benefit from the approach of others. It
depends upon the business!“
Stuðst við glæmr sem fyrirlesari
dreifði.
Kristín Indriðadóttir
Málþing um Global Trade &
Culture - the Future Role of
WTO
Það hefur æxlast svo að ég hef farið að
skoða svolítið fyrir Upplýsingu áhrif Al-
þjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO ) á
starfsemi bókasafna, aðallega út frá
GATS-samingnum, og hef birt um það
greinar bæði í Bókasafninu 2004 og síðasta
hefti Fregna. Um miðjan apríl síðastliðinn.
var mikil ráðstefna í Reykjavík á vegum
Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, „Sam-
ræður menningarheima“. Þar á meðal var
málstofa föstudaginn 15. apríl sem fór
fram á ensku og kallaðist á þeirri tungu
„Global Trade & Culture - the Future Role
of WTO“. Þetta virtist ríma eitthvað við
það sem ég hef verið að skoða og því varð
úr að ég fór á þetta málþing á vegum Upp-
lýsingar. Mér fínnst að mér sé skylt að
gefa félögum Upplýsingar svolitla skýrslu
um málþingið þótt það hafí kannski ekki
verið vemlega gagnlegt. En þá er þess
reyndar að geta að þama var íjallað um
menningu í mjög víðu samhengi.
Málþingið hófst með fyrirlestri Rufús
H. Yerxa aðstoðarframkvæmdastjóra
WTO. Hann fjallaði einkum um það
hvemig aukin alþjóðleg viðskipti hefðu já-
kvæð áhrif á menningarleg samskipti þótt
alltaf fylgdi eitthvað neikvætt með þegar
leiðir opnast. Hnattvæðingin og WTO hafa
verið gagnrýnd fyrir að útvatna menning-
una og stefna menningarlegri sérstöðu í
hættu en hann benti á að á gmndvelli
30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 44