Fregnir - 01.06.2005, Side 45

Fregnir - 01.06.2005, Side 45
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða WTO væri hægt að setja reglur til að vernda og styðja menningarlega sérstöðu. Þar á meðal má nefna svokallað „geo- graphical indications" sem á sér stoð í 22. grein TRIPS-samningsins og snýst um að vemda vömr sem em hluti af menningar- legri arfleifð ákveðinna svæða, oft er þama um að ræða landbúnaðarvörur. Um þetta hafa verið deilur innan WTO og það á reyndar líka við um „menningarlega fjöl- breytni“ (cultural diversity) sem UNESCO hefur gefið yfirlýsingu um. Hann benti á að héma gætu hagsmunir rekist á, hvemig væri t.d. hægt að samræma þá hagsmuni að vemda smábú í Evrópu sem hafa menn- ingarlegt gildi og hins vegar hagsmuni landbúnaðarins í þróunarlöndunum? Eftir erindi Yerxa voru pallborðsum- ræður. Við pallborðið voru menn úr við- skipta- og athafnalífinu auk Gylfa Magn- ússonar deildarforseta Viðskiptadeildar HI. í stuttu máli má segja að fulltrúar við- skipta- og atvinnulífsins við pallborðið hafi verið ákaflega ánægðir með hnattvæð- inguna, hún skapaði ýmis tækifæri og áskoranir, eins það er oft kallað, eða ögr- andi viðfangsefni. A sama máli var sá sem kom úr hinum listræna geira viðskipta- lífsins, Sigurjón Sighvatsson kvikmynda- framleiðandi. Hann vék reyndar líka að góðum árangri fyrirtækisins 66°Norður, sem hann hafði nýlega fjárfest í en fyrri eigendur höfðu mætt áhrifum hnattvæð- ingarinnar og ódýmm innflutningi frá Austurlöndum með því að flytja fram- leiðsluna til Lettlands. Forstjóri FL-Group vék að því hvernig væri að reka flugfélag og ferðamannaiðnað í alþjóðlegu um- hverfí, hvemig slíkur rekstur styddi menn- ingarlega ijölbreytni og sérstöðu með því að nýta sér hana. Helst var gagnrýni að fmna í máli Gylfa Magnússonar sem vék að ýmsum mótsögnum hnattvæðingarinn- ar, hvemig hún annars vegar ýtir undir mennningarlega fjölbreytni en ógnar henni um leið, en forstjóri Samskipa vék að því, sem ég átti ekki von á úr þeirri átt, að frá umhverfislegu sjónarmiði mætti hafa áhyggjur af sívaxandi flutningum. í hnotskum má segja að fundurinn hafí snúist um það hvemig hnattvæðingin hefði fjörgandi áhrif á menningarlega íjöl- breytni, hefði samt svolitlar skuggahliðar en ekkert til að hafa áhyggjur af. í rauninni var lítið komið inn á Alþjóðaviðskipta- stofnunina og hlutverk hennar né þá samn- inga á vegum hennar sem helst hafa bein áhrif á menningarleg efni, það er GATS og TRIPS. Einar Olafsson Til Kaupmannahafnar Átta konur úr hópi starfsfólks Bókasafns Reykjanesbæjar bmgðu sér bæjarleið í apríl síðastliðnum til þess að skoða bóka- söfn. Ferðin var áætluð bæði námsferð og skemmtiferð. Alveg síðan nýr starfsmaður, Þóra Jónsdóttir, bættist í hópinn til okkar árið 2002, nýkomin frá framhaldsnámi í bókasafnsfræðum í Kaupmannahöfn, vor- um við smitaðar af áhuga á dönskum bókasöfnum. Fljótlega eftir það ákváðum við að fara með henni í ferð til Kaup- mannahafnar. Ferðin dróst á langinn og var Þóra meira að segja farin til annarra starfa þegar af ferðinni varð nú í vor. Samt sem áður tók hún að sér fararstjóm og mælum við eindregið með henni í slíkar ferðir. Undirbúnar voru heimsóknir í fjögur söfn. Allt stóðst áætlun og var tekið á móti okkur með virktum. Eitt var sameiginlegt með starfsfólki bókasafnanna, sem annað- ist mótttökur, öll tjáðu þau sig mikið um framtíð bókasafna á nýjum tímum raf- rænna miðla og virðist sem miklar umræð- ur séu í gangi um söfnin meðal fagfólks í Danmörku. Det Kongelige Bibliotek, Slots- holmen, Svarti demanturinn Fyrsta dag okkar í Kaupmannahöfn geng- um við frá hótelinu okkar í áttina að Svarta demantinum, þessari glæsilegu byggingu með inngangi frá Sören Kierkegaards Plads á bakka eins af sýkjum borgarinnar. Else Aasmussen, forstöðumaður almanna- tengsla í safninu, tók á móti okkur á til- settum tíma og leiddi okkur um safnið sem er í gamla landsbókasafninu ásamt áður- nefndri glæsibygginu. Gamla byggingin er frá árinu 1906 en sú nýja frá 1999. Andstæðurnar, þar sem tengjast gamla byggingin og sú nýja, vakti sérstaka að- dáun okkar allra. Sú gamla glæsileg á sinn hátt, með aldargömlum hillum sem svign- uðu undan enn eldri bókum og tímaritum. Bak við húsið er gamall hallargarður frá tímum Kristjáns IV. Milli hæða í nýju 30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 45

x

Fregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.