Fregnir - 01.06.2005, Síða 46
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bó/casafns- og upplýsingafrœða
byggingunni er ferðast með hljóðlátum
rúllustigum. Nokkrir stórir lessalir eru í
nýbyggingunni, vel búnir handbókum,
tímaritum, starfsfólki, tölvum og tækjum.
Menningar- og listasalir eru á neðstu hæð
og þar var sýning sem var tileinkuð H.C.
Andersen.
Herlev Bibliotek
Herlev er nágrannabær Kaupmannahafnar.
Við vorum mættar snemma dags á almenn-
ingsbókasafnið, þar sem Steen Nilson
aðstoðarforstöðumaður tók á móti okkur
og sýndi okkur safnið sem var byggt um
1970. Herlev bókasöfnin eru rekin tvö
saman, aðalsafnið ásamt Hjortespring
bibliotek sem er minna. Sem dæmi um
umsvif safnanna voru heimsóknir í söfnin
á síðasta ári 385.429 og útlán 549.603.
Afgreiðsla er að miklu leyti sjálfvirk.
Viðskiptavinimir geta pantað þjónustu
með tölvupósti og em pantanimar tilbúnar
og afgreiddar þegar þeir koma síðar. Það
vakti athygli okkar að safnið hefur stóra
tónlistardeild þar sem í boði em diskar,
tónlistarbækur, nótnabækur og allt sem við
kemur tónlist m.a. hljómborð fyrir lánþega
þar sem þeir geta unnið við að semja tón-
list. Nilson upplýsti að safnið væri leiðandi
fyrir önnur söfn á svæðinu hvað varðar
tónlistarefni. Nýjung í samvinnu bókasafn-
anna er að leigja út tónlist á Netinu sem
lánþegar hlaða niður á tölvur sínar og hafa
að láni í ákv. tíma.
Bamadeildin var rúmgóð og einstak-
lega vel upp sett og skipulögð. Allstaðar
blasti við okkur verkefni sem unnin voru
af nemendum á öllum aldri, t.d. stórt lista-
verk sem þakti heilan vegg og tileinkað er
200 ára afmæli H.C. Andersen, stólar í
mannsmyndum og sérstaklega hannað
„brúðuhús“ unnið af nemendum í Dan-
marks Design skole og smíðað af nemum í
Herlevs Produktion skole. Brúðuhúsið er
liður í lestrarhvetjandi verkefni sem menn-
ingamefnd sveitarfélagsins skipulagði og
kostað er af banka. Verkefnið hefur svo
verið flutt til á milli leikskóla og annarra
safna.
Unnið er að áætlun um bókasafnið í
framtíðinni og breytinga að vænta fljót-
lega. Tekið verður tillit til óska viðskipta-
vinanna og markmiðið er opið, aðlaðandi
safn þar sem ekki verða skörp skil milli
þarfa barna og fullorðinna. Meðal annars
er áætlað að fagurbókmenntir verði kynnt-
ar á áhugaverðan hátt með spennandi upp-
stillingum og boðið verði upp á uppbyggj-
andi spjall ýmist við bókaverði eða aðra
viðskiptavini safnsins.
Gladsaxe Bibliotek
Gladsaxe er annar nágrannabær Kaup-
mannahafnar. Charlotte Plenge forstöðu-
maður safnsins beið eftir okkur úti á götu
fyrir framan safnið sem er í endurbyggingu
og átti að vera tilbúið nú í maí. Fram-
kvæmdimar stóðu ekki í vegi fyrir því að
við mættum koma og heimsækja safnið
sem er stórt og á tveimur hæðum. Starfs-
fólkið hafði verið í endurmenntun meðan á
viðgerðinni stóð og var nú statt í kennslu-
stofu safnsins á neðri hæðinni. Iðnaðar-
menn voru í fullu starfí við smíðar og frá-
gang.
Gladsaxe-almenningsbókasöfnin em
fímm, aðalsafnið sem við vorum staddar í
og ijögur önnur minni. Heimsóknir í aðal-
safnið árið 2004 vom 527.087 en í öll
söfnin 831.024 og útlán í aðalsafninu
867.082 og alls 1.245.037. Aukning á út-
lánum vom 3,5% frá fyrra ári en heim-
sóknimar vom 14% færri en síðasta ár.
Könnun sem var gerð á árinu 2004 sýndi
að helmingur viðskiptavinanna, sem sótti
safnið, komu annarra erinda en að taka bók
eða skila og eldri kannanir hafa einnig sýnt
þessa tilhneigingu. Erindið er því oft að
lesa tímarit og dagblöð, skoða Netið og
jafnvel fá aðstoð til þess. Mikil áhersla er
lögð á að hafa hverskonar uppákomur og
dagskrár í gangi í samvinnu við íbúana.
Plenge bauð okkur til skrifstofu sinnar
þar sem veitingar biðu okkar. Hún skýrði
okkur frá högum safnsins og frá hugleið-
ingum sínum um framtíð þessa safns og
annarra safna á tímum rafrænna miðla.
Hún hafði rætt þetta við bæjarstjóra sem
kom í heimsókn og fékk hana síðar til að
flytja mál sitt á ráðstefnu um framtíð bóka-
safna í september 2004. Eftirfarandi era
punktar hennar í lauslegri þýðingu:
> Tölvuvæðing
Breytingar í samfélaginu sem hafa áhrif á þró-
un bókasafna. Sífellt fleiri gögn eru á
tölvutæku fonni og munu í framtíðinni fínnast
á Netinu. Mikið af efni sem áður voru á
verksviði upplýsingafræðinga að miðla, s.s.
lagasafn, hagtölur og aðrar opinberar
upplýsingar fínnast nú á Netinu. Þetta hljómar
eins og við séum að missa hlutverk. En
bókasöfn halda áfram að gera upplýsingar
30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 46